Allir frá Litháen en tengsl liggja ekki fyrir Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. apríl 2024 16:05 Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir Lögreglan á Suðurlandi fer fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku yfir mönnunum fjórum sem handteknir voru í gær í tengslum við andlát í sumarbústaðahverfinu Kiðjabergi. Yfirlögregluþjónn segir tengsl milli mannanna fjögurra og hins látna ekki liggja fyrir að svo stöddu. Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Enn er beðið eftir úrskurði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umrædd sumarbústaðabyggð í Kiðjabergi. Heimildir herma einnig að allir mennirnir, bæði hinir handteknu og hinn látni, eru frá Litháen. „Fyrsta tilkynning berst þarna á öðrum tímanum til okkar um meðvitundarleysi. Og þá er náttúrlega hefðbundið útkall. Viðbragðsaðilar hérna á svæðinu sem fara á staðinn,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þegar það er komið á vettvang vaknar strax þessi grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, alla vegana ekki eðlilegum hætti,“ segir Jón Gunnar. Í kjölfarið hafi fjórir aðilar verið handteknir. Síðan hafi rannsókn verið í fullum gangi og aðilar fluttir á lögreglustöðina á Selfoss. Atvikið á að hafa átt sér stað í Kiðjabergi. vísir „Við erum að fara fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku,“ segir Jón Gunnar og að vænta megi úrskurðar í dag. Aðspurður segir hann að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum mönnunum. Hann segist ekki geta sagt til um hvernig áverkar voru á hinum látna, en aðstæður hafi verið þannig að það grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu. Þá getur hann ekki tjáð sig um hvort fleiri hafi verið á svæðinu en mennirnir fimm. Er eitthvað vitað um hvort atvikið hafi átt sér stað þarna um tvöleytið eða hvort það hafi átt sér stað fyrr um nóttina? „Það er bara hluti af því sem við erum að rannsaka núna.“ Jón Gunnar segir það ekki komið á hreint hver tengsl mannanna fimm séu. Að sama skapi sé til rannsóknar hvort fíkniefni hafi verið í spilinu, en ekki hafi fengist svör við því. Hann ítrekar að málið sé á algjöru frumstigi. Hver eru ykkar næstu skref? „Það eru frekari skýrslutökur, og að sjálfsögðu bíða úrskurðar. Verði þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þá verða þeir vistaðir á Hólmsheiði. Rannsóknin heldur áfram, vettvangsrannsóknir og yfirheyrslur.“ Loks segist hann hvorki geta svarað um hvort mennirnir fjórir hafi verið samvinnuþýðir eða hvort þeir hafi sjálfir haft einhverja áverka. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38 Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Enn er beðið eftir úrskurði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umrædd sumarbústaðabyggð í Kiðjabergi. Heimildir herma einnig að allir mennirnir, bæði hinir handteknu og hinn látni, eru frá Litháen. „Fyrsta tilkynning berst þarna á öðrum tímanum til okkar um meðvitundarleysi. Og þá er náttúrlega hefðbundið útkall. Viðbragðsaðilar hérna á svæðinu sem fara á staðinn,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þegar það er komið á vettvang vaknar strax þessi grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, alla vegana ekki eðlilegum hætti,“ segir Jón Gunnar. Í kjölfarið hafi fjórir aðilar verið handteknir. Síðan hafi rannsókn verið í fullum gangi og aðilar fluttir á lögreglustöðina á Selfoss. Atvikið á að hafa átt sér stað í Kiðjabergi. vísir „Við erum að fara fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku,“ segir Jón Gunnar og að vænta megi úrskurðar í dag. Aðspurður segir hann að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum mönnunum. Hann segist ekki geta sagt til um hvernig áverkar voru á hinum látna, en aðstæður hafi verið þannig að það grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu. Þá getur hann ekki tjáð sig um hvort fleiri hafi verið á svæðinu en mennirnir fimm. Er eitthvað vitað um hvort atvikið hafi átt sér stað þarna um tvöleytið eða hvort það hafi átt sér stað fyrr um nóttina? „Það er bara hluti af því sem við erum að rannsaka núna.“ Jón Gunnar segir það ekki komið á hreint hver tengsl mannanna fimm séu. Að sama skapi sé til rannsóknar hvort fíkniefni hafi verið í spilinu, en ekki hafi fengist svör við því. Hann ítrekar að málið sé á algjöru frumstigi. Hver eru ykkar næstu skref? „Það eru frekari skýrslutökur, og að sjálfsögðu bíða úrskurðar. Verði þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þá verða þeir vistaðir á Hólmsheiði. Rannsóknin heldur áfram, vettvangsrannsóknir og yfirheyrslur.“ Loks segist hann hvorki geta svarað um hvort mennirnir fjórir hafi verið samvinnuþýðir eða hvort þeir hafi sjálfir haft einhverja áverka.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38 Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38
Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01