Fjögur börn meðal smitaðra af kíghósta Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2024 13:08 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. vísir/arnar Fjögur börn eru meðal þeirra sem hafa greinst með kíghósta á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir hvetur þá sem telja sig finna til einkenna að hafa samband við heilbrigðisstarfsfólk. Kíghósti hefur greinst í sex einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu og eru einhverjir þeirra ótengdir. Því er talið að sýkingin hafi náð útbreiðslu á svæðinu en fyrir hafði kíghósti ekki greinst hér á landi síðan árið 2019. Einkenni kíghósta eru vægt kvef og önnur einkenni þess, sem og slæm hóstaköst, þá sérstaklega á næturnar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir sýkinguna geta reynst börnum og þeim sem eru óbólusettir erfiðust. Hver sem er getur fengið kíghósta. „Það er helst ungu börnin sem fá slæmar afleiðingar og slæmu hóstaköstin geta valdið öndunarstoppi í ungum börnum. Öndunarvegurinn þeirra er hlutfallslega lítill og þeim geta fylgt krampar, lungnabólga og þetta getur haft áhrif á heilasamstarfi og það geta orðið andlát vegna kíghósta,“ segir Guðrún. Hún segir veikindin geta verið ansi þrálát. Þeir sem telji sig hafa einkenni kíghósta hafi samband við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum netspjall eða Heilsuveru. „Ef að einkennin eru í samræmi við það eða viðkomandi verið í umgengni við einhvern sem hefur greinst þá er um að gera að hafa samband við sinn lækni eða heilbrigðisstarfsfólk og fá ráð. Hvort það sé tilefni til að taka sýni eða gera eitthvað frekar,“ segir Guðrún. Meðal þeirra sex sem hafa greinst með kíghósta eru fjögur börn á aldrinum þriggja til fimmtán ára. „Þessir einstaklingar eru allir heima, það er enginn það alvarlega veikur að þurfa að vera á sjúkrahúsi. En það eru allir með einkenni, sérstaklega hósta,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Bólusetningar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kíghósti hefur greinst í sex einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu og eru einhverjir þeirra ótengdir. Því er talið að sýkingin hafi náð útbreiðslu á svæðinu en fyrir hafði kíghósti ekki greinst hér á landi síðan árið 2019. Einkenni kíghósta eru vægt kvef og önnur einkenni þess, sem og slæm hóstaköst, þá sérstaklega á næturnar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir sýkinguna geta reynst börnum og þeim sem eru óbólusettir erfiðust. Hver sem er getur fengið kíghósta. „Það er helst ungu börnin sem fá slæmar afleiðingar og slæmu hóstaköstin geta valdið öndunarstoppi í ungum börnum. Öndunarvegurinn þeirra er hlutfallslega lítill og þeim geta fylgt krampar, lungnabólga og þetta getur haft áhrif á heilasamstarfi og það geta orðið andlát vegna kíghósta,“ segir Guðrún. Hún segir veikindin geta verið ansi þrálát. Þeir sem telji sig hafa einkenni kíghósta hafi samband við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum netspjall eða Heilsuveru. „Ef að einkennin eru í samræmi við það eða viðkomandi verið í umgengni við einhvern sem hefur greinst þá er um að gera að hafa samband við sinn lækni eða heilbrigðisstarfsfólk og fá ráð. Hvort það sé tilefni til að taka sýni eða gera eitthvað frekar,“ segir Guðrún. Meðal þeirra sex sem hafa greinst með kíghósta eru fjögur börn á aldrinum þriggja til fimmtán ára. „Þessir einstaklingar eru allir heima, það er enginn það alvarlega veikur að þurfa að vera á sjúkrahúsi. En það eru allir með einkenni, sérstaklega hósta,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Bólusetningar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira