Getur gosið hvenær sem er Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 23:29 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir Sviðsstjóri almannavarna segir að nýtt gos geti hafist á Reykjanesi hvenær sem er. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur upp núna á Sundhnúkagígaröðinni. Almannavarnir hafa aukið viðbúnað sinn vegna hættunnar á öðru eldgosi til viðbótar við það sem er þegar í gangi á Reykjanesi. Áframhaldandi landris á svæðinu er sagt auka líkur á öðru kvikuhlaupi. Eftir að fjórða eldgosið hófst þann 16. mars hægði landris verulega á sér fyrst um sinn og nánast stöðvaðist. Það gaf til kynna að jafnvægi væri á innstreymi kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi og upp á yfirborð í Sundhnúksgígaröðinni. Í byrjun apríl fór landris að aukast aftur og er nú um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og er að safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi með tilheyrandi auknum kvikuþrýstingi, að því er kom fram á vefsíðu Veðurstofunnar í dag. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kvikusöfnun væri nú farin að nálgast það sem skilgreint sé sem neðri viðmiðunarmörk. Þá hafi verið tekin ákvörðun um hærra viðbúnaðarstig. „Við horfum á þetta þannig að það geti gosið hvenær sem er, annað hvort stækkað þetta gos sem er eða gosið á nýjum stað, við getum ekki útilokað það. Þess vegna erum við núna tilbúin og við lítum á að við séum búin að fá þær viðvaranir sem við fáum áður en til goss gæti komið,“ sagði Víðir. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur nú upp þar sem opið sé fyrir hana þar. „En við erum að horfa á alla þessa Sundhnúkagígaröð og í kringum alla þá staði sem hefur gosið hingað til. Ég held að það sé engan veginn hægt að útiloka með neinum hætti að við gætum verið að horfa á slíkt,“ sagði Víðir. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eiga von á öðru eldgosi Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. apríl 2024 15:51 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Almannavarnir hafa aukið viðbúnað sinn vegna hættunnar á öðru eldgosi til viðbótar við það sem er þegar í gangi á Reykjanesi. Áframhaldandi landris á svæðinu er sagt auka líkur á öðru kvikuhlaupi. Eftir að fjórða eldgosið hófst þann 16. mars hægði landris verulega á sér fyrst um sinn og nánast stöðvaðist. Það gaf til kynna að jafnvægi væri á innstreymi kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi og upp á yfirborð í Sundhnúksgígaröðinni. Í byrjun apríl fór landris að aukast aftur og er nú um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og er að safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi með tilheyrandi auknum kvikuþrýstingi, að því er kom fram á vefsíðu Veðurstofunnar í dag. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kvikusöfnun væri nú farin að nálgast það sem skilgreint sé sem neðri viðmiðunarmörk. Þá hafi verið tekin ákvörðun um hærra viðbúnaðarstig. „Við horfum á þetta þannig að það geti gosið hvenær sem er, annað hvort stækkað þetta gos sem er eða gosið á nýjum stað, við getum ekki útilokað það. Þess vegna erum við núna tilbúin og við lítum á að við séum búin að fá þær viðvaranir sem við fáum áður en til goss gæti komið,“ sagði Víðir. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur nú upp þar sem opið sé fyrir hana þar. „En við erum að horfa á alla þessa Sundhnúkagígaröð og í kringum alla þá staði sem hefur gosið hingað til. Ég held að það sé engan veginn hægt að útiloka með neinum hætti að við gætum verið að horfa á slíkt,“ sagði Víðir.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eiga von á öðru eldgosi Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. apríl 2024 15:51 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eiga von á öðru eldgosi Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. apríl 2024 15:51