Mega koma til að snæða í Grindavík en aðeins í rútu Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 19:13 Grindavík er enn hamfarasvæði með virku eldgosi. Ferðamenn geta engu að síður heimsótt bæinn til að borða á veitingastöðum samkvæmt nýjum reglum. Vísir/Arnar Ferðamenn fá leyfi til þess að fara til Grindavíkur en eingöngu í skipulögðum rútuferðum á veitingastaði samkvæmt nýjum reglum sem lögreglan hefur gefið út. Aðkomufólki verður áfram bannað að ferðast á eigin vegum til bæjarins. Reglurnar eiga að hjálpa einstaka veitingastöðum í Grindavík að finna sér rekstrargrundvöll og auka þannig framboð þjónustu í bænum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Ferðamenn þurfa að eiga pantað borð á veitingastað í Grindavík og koma í skipulögðum ferðum í hópferðabílum samkvæmt reglunum. Þeir þurfa að sýna staðfestingu á borðapöntun við lokunarpósta við bæinn. Leggja þarf rútum þannig að auðvelt sé að koma fólki um borð og út um flóttaleiðir ef til rýmingar kemur. Ferðamönnum er stranglega bannað að fara inn fyrir sérmerktar girðingar og lokanir í kringum sprungur og holrými sem mynduðust í jarðhræringum síðustu mánaða. Fyrir utan veitingastaðina mega ferðamenn aðeins fara út úr rútum á tveimur skilgreindum útsýnisstöðum, annars vegar á plani bak við GEO-hótel að Víkurbraut og hins vegar við Melhólsnámu við Grindavíkurveg. Grindavíkurvegur var opnaður fyrir umferð bæjarbúa, þeirra sem starfa í bænum og viðbragðsaðila í síðustu viku. Aðrir geta aðeins ekið veginn að afleggjara að virkjun HS Orku í Svartsengi. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Tengdar fréttir Opna Grindavíkurveg fyrir íbúa, starfsfólk og viðbragðsaðila Vegagerðin opnaði Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut eða Grindavík þeim sem eiga erindi þar í dag. Aðeins Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og starfsfólk fyrirtækja í bænum og við Svartsengi mega aka veginn. 11. apríl 2024 21:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Reglurnar eiga að hjálpa einstaka veitingastöðum í Grindavík að finna sér rekstrargrundvöll og auka þannig framboð þjónustu í bænum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Ferðamenn þurfa að eiga pantað borð á veitingastað í Grindavík og koma í skipulögðum ferðum í hópferðabílum samkvæmt reglunum. Þeir þurfa að sýna staðfestingu á borðapöntun við lokunarpósta við bæinn. Leggja þarf rútum þannig að auðvelt sé að koma fólki um borð og út um flóttaleiðir ef til rýmingar kemur. Ferðamönnum er stranglega bannað að fara inn fyrir sérmerktar girðingar og lokanir í kringum sprungur og holrými sem mynduðust í jarðhræringum síðustu mánaða. Fyrir utan veitingastaðina mega ferðamenn aðeins fara út úr rútum á tveimur skilgreindum útsýnisstöðum, annars vegar á plani bak við GEO-hótel að Víkurbraut og hins vegar við Melhólsnámu við Grindavíkurveg. Grindavíkurvegur var opnaður fyrir umferð bæjarbúa, þeirra sem starfa í bænum og viðbragðsaðila í síðustu viku. Aðrir geta aðeins ekið veginn að afleggjara að virkjun HS Orku í Svartsengi.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Tengdar fréttir Opna Grindavíkurveg fyrir íbúa, starfsfólk og viðbragðsaðila Vegagerðin opnaði Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut eða Grindavík þeim sem eiga erindi þar í dag. Aðeins Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og starfsfólk fyrirtækja í bænum og við Svartsengi mega aka veginn. 11. apríl 2024 21:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Opna Grindavíkurveg fyrir íbúa, starfsfólk og viðbragðsaðila Vegagerðin opnaði Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut eða Grindavík þeim sem eiga erindi þar í dag. Aðeins Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og starfsfólk fyrirtækja í bænum og við Svartsengi mega aka veginn. 11. apríl 2024 21:45