Greiðir 2000 krónur á dag í vexti á meðan beðið er eftir Þórkötlu Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. apríl 2024 19:04 Grindvíkingar vilja eignir sínar keyptar strax, meira að segja börnin. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu. Krafan er einföld, þeir vilja fá greitt strax. Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær og ríflega hundrað manns lögðu leið sína á Austurvöll. Fréttamaður tók nokkra Grindvíkinga tali. Hverjar eru kröfurnar, af hverju eruð þið hérna? „Bara að fá borgað núna strax út úr Þórkötlu. Þetta er búið að taka alveg rosalega langan tíma og mörg okkar eru með skuldbindingar sem við þurfum að standa við. Ég til dæmis þarf að borga tvö þúsund krónur á hverjum einasta degi í vexti af yfirdráttarheimild sem ég tók til að geta keypt mér húsnæði. Ég ætlaðist til þess að vera með þessa yfirdráttarheimild í einhverja daga, en núna er ég búin að vera með hana í tvo mánuði,“ segir Andrea Ævarsdóttir. Grindvíkingar telja vinnubrögð Þórkötlu ekki upp á marga fiska.Vísir/Vilhelm Býr inni á pabba Birna Rún Arnarsdóttir hefur búið ásamt stórri fjölskyldu sinni inni á pabba hennar Arnari síðan rýma þurfti Grindavík. „Við erum búin að vera sjúklega heppin í þessu ferli en engu að síður er kominn tími á að við getum keypt okkur nýtt.“ Þessum Grindvíkingi þykir Þórkatala hafa valdið meiri skaða en sjálf eldgosin.Vísir/Vilhelm Ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið Ljóst er að uppkaup á mörg hundruð eignum Grindvíkinga eru umfangsmikið verkefni. Andrea segir að leysa hefði verkefnið með einfaldari hætti. Nú hafi ekki verið tíminn til þess að búa til nýja rafræna lausn. Grindvíkingar hefðu glaðir gengið frá sínum málum upp á gamla mátann. „Við getum alveg gert þetta á pappírum. Þetta er ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Boðað var til mótmælanna á Facebook í gær og ríflega hundrað manns lögðu leið sína á Austurvöll. Fréttamaður tók nokkra Grindvíkinga tali. Hverjar eru kröfurnar, af hverju eruð þið hérna? „Bara að fá borgað núna strax út úr Þórkötlu. Þetta er búið að taka alveg rosalega langan tíma og mörg okkar eru með skuldbindingar sem við þurfum að standa við. Ég til dæmis þarf að borga tvö þúsund krónur á hverjum einasta degi í vexti af yfirdráttarheimild sem ég tók til að geta keypt mér húsnæði. Ég ætlaðist til þess að vera með þessa yfirdráttarheimild í einhverja daga, en núna er ég búin að vera með hana í tvo mánuði,“ segir Andrea Ævarsdóttir. Grindvíkingar telja vinnubrögð Þórkötlu ekki upp á marga fiska.Vísir/Vilhelm Býr inni á pabba Birna Rún Arnarsdóttir hefur búið ásamt stórri fjölskyldu sinni inni á pabba hennar Arnari síðan rýma þurfti Grindavík. „Við erum búin að vera sjúklega heppin í þessu ferli en engu að síður er kominn tími á að við getum keypt okkur nýtt.“ Þessum Grindvíkingi þykir Þórkatala hafa valdið meiri skaða en sjálf eldgosin.Vísir/Vilhelm Ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið Ljóst er að uppkaup á mörg hundruð eignum Grindvíkinga eru umfangsmikið verkefni. Andrea segir að leysa hefði verkefnið með einfaldari hætti. Nú hafi ekki verið tíminn til þess að búa til nýja rafræna lausn. Grindvíkingar hefðu glaðir gengið frá sínum málum upp á gamla mátann. „Við getum alveg gert þetta á pappírum. Þetta er ekki rétti tíminn til þess að finna upp hjólið.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira