„Sérlega sérstakur“ hellir í Mývatnssveit áfram lokaður Jón Þór Stefánsson skrifar 18. apríl 2024 12:50 Hellirinn fannst fyrir rúmu ári síðan Umhverfisstofnun Hellir sem fannst í Mývatnssveit snemma árs í fyrra verður áfram lokaður, eða í sex mánuði til viðbótar til nítjánda október næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar, en hún tekur ákvörðunina um þetta. Þar segir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi staðfest ákvörðunina. „Þörf er á lengri tíma til að vinna að og leita varanlegra lausna sem snúa að verndun hellisins og telur Umhverfisstofnun því nauðsynlegt að hellirinn verði áfram lokaður,“ segir í tilkynningunni. Hellirinn er sagður sérlega sérstakurUmhverfisstofnun Fram kemur að samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila þegar ljóst var að þörf væri á framlengingu lokunarinnar. Meðan á lokuninni stendur getur stofnunin veitt leyfi fyrir ferðum sem tengjast könnun hellisins og rannsóknum á honum, en fullyrt er að öll önnur umferð verði óheimil. Þá segir stofnuninni sé heimilt að opna svæðið fyrr ef ástandið sé metið þannig að ekki sé lengur talin hætta á skemmdum. Hellirinn verður lokaður þangað til í október.Umhverfisstofnun Þá segir að Umhverfisstofnun muni, á meðan lokunin er í gildi, hefja vinnu við friðlýsingu hellisins til að tryggja verndun útfellinga í honum til frambúðar. Útfellingar eru útskýrðar á vef Umhverfisstofnunar, en þar er tekið fram að hellirinn sé mjög sérstakur. „Jarðhitaútfellingar sem fundust í hellinum eru einsdæmi á Íslandi. Við greiningu kom í ljós að um er að ræða útfellingar kalsíumkarbónats (CaCO3) sem telst afar sjaldgæft í hraunhellum á heimsvísu. Það sem gerir þennan helli sérlega sérstakan er að útfellingarnar hafa þarna fallið úr jarðhita, en á heimsvísu myndast sambærilegar útfellingar í grunnvatni sem drýpur úr lofti. Útfellingarnar dreifast um allan hellinn og hafa þar vaxið helst á gólfi og veggjum hans. Hellirinn er í hrauni sem talið er vera um 8000 ára gamalt og var hann einangraður frá yfirborði jarðar í árþúsundir. Viðvarandi jarðhiti í hellinum skapaði heitar og rakar aðstæður sem útfellingarnar mynduðust í. Útfellingarnarnar eru því jarðmyndanir sem teljast hafa mjög hátt verndargildi sökum sérstöðu og fágætis og markmiðið með lokuninni er því að tryggja að jarðmyndanirnar í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski.“ Umhverfismál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Halda hellinum áfram lokuðum Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 5. apríl 2023 13:47 Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist. 14. mars 2023 11:16 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar, en hún tekur ákvörðunina um þetta. Þar segir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi staðfest ákvörðunina. „Þörf er á lengri tíma til að vinna að og leita varanlegra lausna sem snúa að verndun hellisins og telur Umhverfisstofnun því nauðsynlegt að hellirinn verði áfram lokaður,“ segir í tilkynningunni. Hellirinn er sagður sérlega sérstakurUmhverfisstofnun Fram kemur að samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila þegar ljóst var að þörf væri á framlengingu lokunarinnar. Meðan á lokuninni stendur getur stofnunin veitt leyfi fyrir ferðum sem tengjast könnun hellisins og rannsóknum á honum, en fullyrt er að öll önnur umferð verði óheimil. Þá segir stofnuninni sé heimilt að opna svæðið fyrr ef ástandið sé metið þannig að ekki sé lengur talin hætta á skemmdum. Hellirinn verður lokaður þangað til í október.Umhverfisstofnun Þá segir að Umhverfisstofnun muni, á meðan lokunin er í gildi, hefja vinnu við friðlýsingu hellisins til að tryggja verndun útfellinga í honum til frambúðar. Útfellingar eru útskýrðar á vef Umhverfisstofnunar, en þar er tekið fram að hellirinn sé mjög sérstakur. „Jarðhitaútfellingar sem fundust í hellinum eru einsdæmi á Íslandi. Við greiningu kom í ljós að um er að ræða útfellingar kalsíumkarbónats (CaCO3) sem telst afar sjaldgæft í hraunhellum á heimsvísu. Það sem gerir þennan helli sérlega sérstakan er að útfellingarnar hafa þarna fallið úr jarðhita, en á heimsvísu myndast sambærilegar útfellingar í grunnvatni sem drýpur úr lofti. Útfellingarnar dreifast um allan hellinn og hafa þar vaxið helst á gólfi og veggjum hans. Hellirinn er í hrauni sem talið er vera um 8000 ára gamalt og var hann einangraður frá yfirborði jarðar í árþúsundir. Viðvarandi jarðhiti í hellinum skapaði heitar og rakar aðstæður sem útfellingarnar mynduðust í. Útfellingarnarnar eru því jarðmyndanir sem teljast hafa mjög hátt verndargildi sökum sérstöðu og fágætis og markmiðið með lokuninni er því að tryggja að jarðmyndanirnar í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski.“
Umhverfismál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Halda hellinum áfram lokuðum Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 5. apríl 2023 13:47 Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist. 14. mars 2023 11:16 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Halda hellinum áfram lokuðum Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 5. apríl 2023 13:47
Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist. 14. mars 2023 11:16