Heilbrigðiskerfi Íslands – horfum til framtíðar Egill Steinar Ágústsson skrifar 18. apríl 2024 10:00 Í störfum mínum sem læknir víðs vegar um landið hefur mér oft verið hugsað til þessarar setningar: Að anna þörf en ekki eftirspurn. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er ljóst að þörfin fyrir læknisþjónustu er mikil en eftirspurnin er töluvert meiri. Þetta þýðir að vandamál sem koma inn á borð til lækna eru mis áríðandi, þ.e. sumir þurfa læknisþjónustu strax á meðan aðrir geta beðið lengur. Þetta hentar illa í heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingafjöldi á hvern lækni hefur aukist mikið miðað við nágrannalöndin og biðtími lengst. Aðgangur að læknum hér á landi hefur aukist mikið síðustu ár en framboð af læknum minnkað og skilvirkni í kerfinu ekki þróast í takt við það. Það kannast örugglega allir læknar við að vera á vaktinni úti í héraði og fá símtal í vaktsíma þar sem skjólstæðingur þarf nauðsynlega að fá endurnýjun á lyfi að kvöldi til. Eða að fá „rauðvínspósta“ í gegnum Heilsuveru þar sem skjólstæðingar geta spurt hvaða spurninga sem er og okkur læknum ber skylda að svara. Sem sérnámslæknir í heimilislækningum á mínu lokaári hef ég starfað á bráðamóttökum, heilsugæslu og í héruðum víðs vegar um landið, sem og í Noregi. Ég hef því kynnst mörgum öngum heilbrigðiskerfisins og hef mikla ástríðu fyrir starfinu og þróun heilbrigðiskerfisins. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið Heilbrigðiskerfið er stöðugt að leita nýrra lausna til að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Því miður hefur umræðan síðustu ár átt það til að vera heldur neikvæð þegar kemur að því að ræða nýjar lausnir og leiðir í heilbrigðisþjónustu. Má þar helst nefna Heilsuveru sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um það mikla álag sem er á heilbrigðiskerfinu og þá staðreynd að biðlistar eru langir. Bráðamóttaka, læknavaktir og síðdegismóttökur eru oftast troðfullar og hefur þetta allt bæði neikvæð áhrif á störf lækna og gæði læknisþjónustunnar sem er í boði. Þetta hefur að sjálfsögðu líka áhrif á skjólstæðinga sem sækja sér læknisþjónustu, en það kannast eflaust allir læknar við að þurfa að afsaka langa bið. Sem starfsmaður á plani síðustu ár í miðri hringiðu heilbrigðiskerfisins hef ég fengið þetta beint í æð. Skjólstæðingar steyptir í sama mót Skjólstæðingar koma inn í heilbrigðiskerfið með misalvarleg vandamál sem kalla á mislanga viðtalstíma hjá lækni. Það gefur auga leið að það er óskilvirkt að setja alla, óháð vandamáli, í 20 – 40 mínútna viðtal hjá lækni. Stór hluti sjúklinga leita oft að lausnum við einföldum vandamálum, sem þeir oft þekkja sjálfir vel, og leita til læknis eingöngu til að fá ákveðna og oft reglubundna lausn. Mörg slík vandamál þurfa enga líkamlega skoðun sem vekur upp spurningar um hvort hér sé hópur sem hægt sé að aðstoða á annan hátt en með hefðbundnu læknisviðtali á stofu. Áhrif COVID19 faraldursins COVID19 faraldurinn neyddi lækna á Íslandi til þess að takast á við nýjar áskoranir. Allt í einu vorum við læknar staddir heima hjá okkur að hringja í sjúklinga og reyna að leysa úr þeirra vandamálum án skoðunar. Þetta er leið sem ég efaðist sjálfur um í upphafi en neyðin kennir nöktum lækni að spinna og það kom mér verulega á óvart hversu mörg vandamál sjúklinga var hægt að leysa í gegnum síma. Ef ekki var hægt að leysa málið símleiðis var bókaður tími í skoðun. Flestir fengu þó úrlausn sinna mála án skoðunar. Horft til Norðurlandanna Þegar horft er til Norðurlandanna hafa Norðmenn öðlast góða reynslu í því að nýta sér nútímatækni til að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þar má helst nefna notkun þeirra á fjarheilbrigðisþjónustu, en þeir hafa notað myndsímtalsþjónustu og smáforrit með góðum árangri til að afgreiða stóran hluta sjúklinga sem annars myndu gera sér ferð á stofu. Með því að nýta tæknina er til að mynda hægt að gera læknisþjónustu skilvirkari, stytta biðlista á heilsugæslu, auka aðgengi um land allt, minnka kostnað, fjölga opnum tímum á síðdegismóttökum og minnka álag á vaktlækna í héraði. Maður spyr sig því hvort það sé ekki kominn tími til að nýta nútímatækni betur hér á landi til að anna eftirspurninni og búa þannig til fleiri viðtalstíma fyrir þá skjólstæðinga sem virkilega hafa þörfina fyrir skoðun hjá lækni. Fjarheilbrigðisþjónusta er að mínu mati framtíðin að bættu heilbrigðiskerfi og það er kominn tími til þess að slík þjónusta spili stærra hlutverk í okkar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi. Horfum til framtíðar. Höfundur er sérnámslæknir á fimmta ári í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem læknir víðs vegar um landið hefur mér oft verið hugsað til þessarar setningar: Að anna þörf en ekki eftirspurn. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er ljóst að þörfin fyrir læknisþjónustu er mikil en eftirspurnin er töluvert meiri. Þetta þýðir að vandamál sem koma inn á borð til lækna eru mis áríðandi, þ.e. sumir þurfa læknisþjónustu strax á meðan aðrir geta beðið lengur. Þetta hentar illa í heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingafjöldi á hvern lækni hefur aukist mikið miðað við nágrannalöndin og biðtími lengst. Aðgangur að læknum hér á landi hefur aukist mikið síðustu ár en framboð af læknum minnkað og skilvirkni í kerfinu ekki þróast í takt við það. Það kannast örugglega allir læknar við að vera á vaktinni úti í héraði og fá símtal í vaktsíma þar sem skjólstæðingur þarf nauðsynlega að fá endurnýjun á lyfi að kvöldi til. Eða að fá „rauðvínspósta“ í gegnum Heilsuveru þar sem skjólstæðingar geta spurt hvaða spurninga sem er og okkur læknum ber skylda að svara. Sem sérnámslæknir í heimilislækningum á mínu lokaári hef ég starfað á bráðamóttökum, heilsugæslu og í héruðum víðs vegar um landið, sem og í Noregi. Ég hef því kynnst mörgum öngum heilbrigðiskerfisins og hef mikla ástríðu fyrir starfinu og þróun heilbrigðiskerfisins. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið Heilbrigðiskerfið er stöðugt að leita nýrra lausna til að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Því miður hefur umræðan síðustu ár átt það til að vera heldur neikvæð þegar kemur að því að ræða nýjar lausnir og leiðir í heilbrigðisþjónustu. Má þar helst nefna Heilsuveru sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um það mikla álag sem er á heilbrigðiskerfinu og þá staðreynd að biðlistar eru langir. Bráðamóttaka, læknavaktir og síðdegismóttökur eru oftast troðfullar og hefur þetta allt bæði neikvæð áhrif á störf lækna og gæði læknisþjónustunnar sem er í boði. Þetta hefur að sjálfsögðu líka áhrif á skjólstæðinga sem sækja sér læknisþjónustu, en það kannast eflaust allir læknar við að þurfa að afsaka langa bið. Sem starfsmaður á plani síðustu ár í miðri hringiðu heilbrigðiskerfisins hef ég fengið þetta beint í æð. Skjólstæðingar steyptir í sama mót Skjólstæðingar koma inn í heilbrigðiskerfið með misalvarleg vandamál sem kalla á mislanga viðtalstíma hjá lækni. Það gefur auga leið að það er óskilvirkt að setja alla, óháð vandamáli, í 20 – 40 mínútna viðtal hjá lækni. Stór hluti sjúklinga leita oft að lausnum við einföldum vandamálum, sem þeir oft þekkja sjálfir vel, og leita til læknis eingöngu til að fá ákveðna og oft reglubundna lausn. Mörg slík vandamál þurfa enga líkamlega skoðun sem vekur upp spurningar um hvort hér sé hópur sem hægt sé að aðstoða á annan hátt en með hefðbundnu læknisviðtali á stofu. Áhrif COVID19 faraldursins COVID19 faraldurinn neyddi lækna á Íslandi til þess að takast á við nýjar áskoranir. Allt í einu vorum við læknar staddir heima hjá okkur að hringja í sjúklinga og reyna að leysa úr þeirra vandamálum án skoðunar. Þetta er leið sem ég efaðist sjálfur um í upphafi en neyðin kennir nöktum lækni að spinna og það kom mér verulega á óvart hversu mörg vandamál sjúklinga var hægt að leysa í gegnum síma. Ef ekki var hægt að leysa málið símleiðis var bókaður tími í skoðun. Flestir fengu þó úrlausn sinna mála án skoðunar. Horft til Norðurlandanna Þegar horft er til Norðurlandanna hafa Norðmenn öðlast góða reynslu í því að nýta sér nútímatækni til að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þar má helst nefna notkun þeirra á fjarheilbrigðisþjónustu, en þeir hafa notað myndsímtalsþjónustu og smáforrit með góðum árangri til að afgreiða stóran hluta sjúklinga sem annars myndu gera sér ferð á stofu. Með því að nýta tæknina er til að mynda hægt að gera læknisþjónustu skilvirkari, stytta biðlista á heilsugæslu, auka aðgengi um land allt, minnka kostnað, fjölga opnum tímum á síðdegismóttökum og minnka álag á vaktlækna í héraði. Maður spyr sig því hvort það sé ekki kominn tími til að nýta nútímatækni betur hér á landi til að anna eftirspurninni og búa þannig til fleiri viðtalstíma fyrir þá skjólstæðinga sem virkilega hafa þörfina fyrir skoðun hjá lækni. Fjarheilbrigðisþjónusta er að mínu mati framtíðin að bættu heilbrigðiskerfi og það er kominn tími til þess að slík þjónusta spili stærra hlutverk í okkar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi. Horfum til framtíðar. Höfundur er sérnámslæknir á fimmta ári í heimilislækningum.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun