Meiri pening, takk Gunnar Úlfarsson skrifar 18. apríl 2024 07:01 Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt. Þessi auknu umsvif stofnanakerfisins og útgjöld hins opinbera verða að lokum fjármögnuð með hærri sköttum. Afleiðingin er sú staða sem við búum við í dag: Ísland er ein skattpíndasta þjóð heimsins. Í opinberri umræðu beinist gagnrýnin gjarnan að þeim sem fara með skattlagningarvaldið en hafa þarf í huga að hærri skattar eru almennt viðbragð við auknum útgjöldum en ekki orsök þeirra. Svo unnt sé að lækka opinberar álögur á fólk í samfélaginu þarf því að vera raunveruleg samstaða um að hið opinbera dragi fyrst úr útgjöldum. Fjármálaáætlun 2025 – 2029 gerir ráð fyrir að fyrsta hallalausa ár ríkissjóðs frá árinu 2018 verði árið 2028. Árið 2029 er að óbreyttu kosningaár, þar sem er freistandi að gefa í, og því talsverð hætta á að áform um hallaleysi standist ekki. Til að tryggja að útgjaldagleðin beri ráðamenn ekki ofurliði væri tilvalið að setja nú þegar útgjaldareglu, sem setti þak á vöxt útgjalda milli ára. Með því mætti sporna gegn því að þróunin á meðfylgjandi mynd verði að veruleika. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt. Þessi auknu umsvif stofnanakerfisins og útgjöld hins opinbera verða að lokum fjármögnuð með hærri sköttum. Afleiðingin er sú staða sem við búum við í dag: Ísland er ein skattpíndasta þjóð heimsins. Í opinberri umræðu beinist gagnrýnin gjarnan að þeim sem fara með skattlagningarvaldið en hafa þarf í huga að hærri skattar eru almennt viðbragð við auknum útgjöldum en ekki orsök þeirra. Svo unnt sé að lækka opinberar álögur á fólk í samfélaginu þarf því að vera raunveruleg samstaða um að hið opinbera dragi fyrst úr útgjöldum. Fjármálaáætlun 2025 – 2029 gerir ráð fyrir að fyrsta hallalausa ár ríkissjóðs frá árinu 2018 verði árið 2028. Árið 2029 er að óbreyttu kosningaár, þar sem er freistandi að gefa í, og því talsverð hætta á að áform um hallaleysi standist ekki. Til að tryggja að útgjaldagleðin beri ráðamenn ekki ofurliði væri tilvalið að setja nú þegar útgjaldareglu, sem setti þak á vöxt útgjalda milli ára. Með því mætti sporna gegn því að þróunin á meðfylgjandi mynd verði að veruleika. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar