Villta vestrið í gjaldtöku bílastæða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2024 13:01 Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FIB segir villta vestrið í gjaldtöku bílastæða. Þá sé refsigleðinn ótamin og erfitt fyrir neyendur að átta sig á af hverju verið sé að senda rukkanir í heimabanka. Vísir Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða. Félag íslenskra bifreiðaeiganda gagnrýnir í nýjasta tölublaði sínu að Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafi að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað þau, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Þá lykti gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum af græðgi. Loks er bent á að of mörg bílastæðafyrirtæki og flækjur geti valdið bílaeigendum tjóni. Félagið kvartaði til Neytendastofu vegna ástandsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri. „Neytendastofa er búin að staðfesta móttöku og okkur skilst að það sé farin rannsókn í gang,“ segir Runólfur. Mikið flækjustig fyrir neytendur Smáforritum, sem taka við greiðslum þegar fólk leggur bílum sínum hefur fjölgað mikið. Hægt er að telja upp forrit eins og P- Bílastæðasjóð, Parka, Easy park, Green parking, My parking, Stefnu, Check-it og Autopay. Runólfur segir mikið flækjustig í gangi á þessum markaði. „Það er ekkert regluverk varðandi hámark gjalda. Sumstaðar er fólk í algjörri óvissu á hvaða gjaldsvæði það er á. Fólk hefur t.d. lent í vandræðum í stæðunum undir Hörpu, Hafnartorgi og Landsbankanum. Þar er sitt hvor rekstraraðili. Fólk er svo í grandaleysi rukkað um 4.500 kr. refsigjald eða þaðan af hærri upphæð fyrir að hafa ekki borgað í stæði. Þó fólk hafi verið í góðri trú að hafa greitt en það merkti þá ekki við rétt stæði. Sama á við víða um bæinn í þessum app-lausnum ýmissa bílastæðafyrirtækja. Þar kemur kannski fyrst upp stæði sem viðkomandi er ekki í. Það er svo rukkað refsigjald af því það greiddi ekki fyrir rétt stæði,“ segir Runólfur. Hið opinbera bregst Hann segir að það hefði þurft mun skýrara regluverk utan um gjaldtökuna og innheimtu á sektum. „Allir aðilar hafa verið að tala um að þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar. Við gagnrýnum aðhalds-, og aðgerðarleysi hins opinbera. Það hefur valdið vonbrigðum. Við hvetjum enn og aftur aðila eins og innviðaráðuneytið, Samgöngustofu og Neytendastofu að vera á tánum varðandi þessa þróun,“ segir Runólfur að lokum. Bílastæði Bílar Bílaleigur Neytendur Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeiganda gagnrýnir í nýjasta tölublaði sínu að Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafi að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað þau, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Þá lykti gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum af græðgi. Loks er bent á að of mörg bílastæðafyrirtæki og flækjur geti valdið bílaeigendum tjóni. Félagið kvartaði til Neytendastofu vegna ástandsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri. „Neytendastofa er búin að staðfesta móttöku og okkur skilst að það sé farin rannsókn í gang,“ segir Runólfur. Mikið flækjustig fyrir neytendur Smáforritum, sem taka við greiðslum þegar fólk leggur bílum sínum hefur fjölgað mikið. Hægt er að telja upp forrit eins og P- Bílastæðasjóð, Parka, Easy park, Green parking, My parking, Stefnu, Check-it og Autopay. Runólfur segir mikið flækjustig í gangi á þessum markaði. „Það er ekkert regluverk varðandi hámark gjalda. Sumstaðar er fólk í algjörri óvissu á hvaða gjaldsvæði það er á. Fólk hefur t.d. lent í vandræðum í stæðunum undir Hörpu, Hafnartorgi og Landsbankanum. Þar er sitt hvor rekstraraðili. Fólk er svo í grandaleysi rukkað um 4.500 kr. refsigjald eða þaðan af hærri upphæð fyrir að hafa ekki borgað í stæði. Þó fólk hafi verið í góðri trú að hafa greitt en það merkti þá ekki við rétt stæði. Sama á við víða um bæinn í þessum app-lausnum ýmissa bílastæðafyrirtækja. Þar kemur kannski fyrst upp stæði sem viðkomandi er ekki í. Það er svo rukkað refsigjald af því það greiddi ekki fyrir rétt stæði,“ segir Runólfur. Hið opinbera bregst Hann segir að það hefði þurft mun skýrara regluverk utan um gjaldtökuna og innheimtu á sektum. „Allir aðilar hafa verið að tala um að þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar. Við gagnrýnum aðhalds-, og aðgerðarleysi hins opinbera. Það hefur valdið vonbrigðum. Við hvetjum enn og aftur aðila eins og innviðaráðuneytið, Samgöngustofu og Neytendastofu að vera á tánum varðandi þessa þróun,“ segir Runólfur að lokum.
Bílastæði Bílar Bílaleigur Neytendur Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira