Kóralrif fölna á heimsvísu í fjórða skiptið á þremur áratugum Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 09:32 Fiskur svamlar við fölnaða kórall undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum í júlí í fyrra. AP/Andrew Ibarra/NOAA Fjöldi kóralrifja víðsvegar í höfum jarðar fölnar nú vegna óvenjumikilla hlýinda. Sérfræðingar Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) segja fjórða hnattræna fölnunaratburðinn á síðustu þremur áratugum í gangi. Fölnun hefur orðið í kóralrifjum að minnsta kosti 54 landa og svæða frá því í febrúar í fyrra samkvæmt upplýsingum kóralrifjamiðstöðvar NOAA. Kórallar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita. Í hitabylgjum losa kórallarnir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og gefa þeim lit. Án þörunganna geta kórallarnir þó ekki lifað. Fölnaðir kórallar geta tekið við sér aftur ef sjórinn kólnar aftur. Til þess að fölnunaratburður teljist hnattrænn þarf fölnun að eiga sér stað í öllum þremur djúpsjávarflæmum jarðar: Atlantshafi, Kyrrahafi og Indlandshafi á 365 daga tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp þá hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Áratugagömul hitamet í hafinu voru þá slegin rækilega. Síðustu þrír hnattrænu fölnunaratburðirnir áttu sér einnig stað á El niño-tímabilum: 1998, 2010 og 2014-17. Kafarar skoða fölnaða kóralla í sjávargriðandi undan ströndum Gaveston í Texas í Bandaríkjunum í september.AP/LM Otero Sérfræðingar NOAA óttast að fölnunaratburðurinn nú kunni að reynast sá versti til þessi. Aldrei hafa þannig fleiri stök kóralrif sem mynda Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu orðið fyrir hitaálagi en á undanförnum mánuðum. Þar hefur hitinn í sjónum verið um 2,5°C yfir meðaltali. Óljóst er hversu vel kóralrif jarðar, sem eru gríðarlega mikilvægt vistkerfi hafsins, geta staðið af sér endurteknar hitabylgjur í hlýnandi heimi. Spáð hefur verið að allt frá sjötíu til níutíu prósent þeirra gætu glatast þegar hnattræn hlýnun nær 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Aðeins vantar nú nokkrar kommur upp á manngerð hlýnun nái slíkum hæðum og útlit er fyrir að hún verði umtalsvert meiri ef ekki verður meira að gert. „Það sem er að gerast er nýtt fyrir okkur og vísindunum. Við getum ekki ennþá spáð fyrir um hvernig kóröllum undir miklu hitaálagi reiðir af,“ segir Lorenzo Álvarez-Filip, sjávarvistfræðingur frá Sjálfstjórnarháskóla Mexíkó (UNAM). Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Fölnun hefur orðið í kóralrifjum að minnsta kosti 54 landa og svæða frá því í febrúar í fyrra samkvæmt upplýsingum kóralrifjamiðstöðvar NOAA. Kórallar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita. Í hitabylgjum losa kórallarnir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og gefa þeim lit. Án þörunganna geta kórallarnir þó ekki lifað. Fölnaðir kórallar geta tekið við sér aftur ef sjórinn kólnar aftur. Til þess að fölnunaratburður teljist hnattrænn þarf fölnun að eiga sér stað í öllum þremur djúpsjávarflæmum jarðar: Atlantshafi, Kyrrahafi og Indlandshafi á 365 daga tímabili, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp þá hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Áratugagömul hitamet í hafinu voru þá slegin rækilega. Síðustu þrír hnattrænu fölnunaratburðirnir áttu sér einnig stað á El niño-tímabilum: 1998, 2010 og 2014-17. Kafarar skoða fölnaða kóralla í sjávargriðandi undan ströndum Gaveston í Texas í Bandaríkjunum í september.AP/LM Otero Sérfræðingar NOAA óttast að fölnunaratburðurinn nú kunni að reynast sá versti til þessi. Aldrei hafa þannig fleiri stök kóralrif sem mynda Kóralrifið mikla undan ströndum Ástralíu orðið fyrir hitaálagi en á undanförnum mánuðum. Þar hefur hitinn í sjónum verið um 2,5°C yfir meðaltali. Óljóst er hversu vel kóralrif jarðar, sem eru gríðarlega mikilvægt vistkerfi hafsins, geta staðið af sér endurteknar hitabylgjur í hlýnandi heimi. Spáð hefur verið að allt frá sjötíu til níutíu prósent þeirra gætu glatast þegar hnattræn hlýnun nær 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Aðeins vantar nú nokkrar kommur upp á manngerð hlýnun nái slíkum hæðum og útlit er fyrir að hún verði umtalsvert meiri ef ekki verður meira að gert. „Það sem er að gerast er nýtt fyrir okkur og vísindunum. Við getum ekki ennþá spáð fyrir um hvernig kóröllum undir miklu hitaálagi reiðir af,“ segir Lorenzo Álvarez-Filip, sjávarvistfræðingur frá Sjálfstjórnarháskóla Mexíkó (UNAM).
Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Tengdar fréttir Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. 29. nóvember 2022 13:49
Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“