Önnur sjónarmið ráði en vilji íbúa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2024 11:56 Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið nýr staður fyrir bæjarskrifstofur á Skaganum. Ólafur Páll Gunnarsson formaður Miðbæjarsamtakanna Akratorgs bendir á að með því að nota gamla Landsbankahúsið sparist fjármunir og aukið líf færist í bæinn. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár. Miðbæjarsamtökin Akratorg héldu vel sóttan íbúafund á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru kynntar hugmyndir um að, Gamla Landsbankahúsið sem er í eigu bæjarins og stendur við miðbæinn, verði nýtt ráðhús á Akranesi og með því færist aukið líf í bæinn. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á Island.is vegna málsins sem lauk í gær og skrifuðu tæplega níu hundruð manns undir áskorunina sem er um 25 prósent þeirra sem kusu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Frá íbúafundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs á Akranesi í gær.Mynd: Guðni Hannesson Bæjarskrifstofur Akraness hafa undanfarið verið í húsnæði Félags eldri borgara eftir að loftgæðavandi kom upp á fyrri stað. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið að byggja nýjar skrifstofur þar sem gömlu semenstverksmiðjurnar eru nú eða að Mánabraut 20. Innan við tvö hundruð metrar eru á milli þeirra og gamla Landsbankahússins. „Við tökum undir með hópnum um mikilvægi þess að auka líf í gamla miðbæjarhluta Akraness. En það sem bæjarstjórn Akranes stefnir að er að kaupa þann hluta sementsverksmiðjunnar sem bærinn á ekki fyrir og endurreisa stóra og mikla skrifstofubyggingu sem að vistar fleira en bara bæjarskrifstofur Akraness. Þá fáum við enn fleiri til að glæða miðbæinn lífi,“ segir Haraldur. Annað hafi áhrif en undirskriftir Haraldur segir að undirskriftir íbúa á Island.is muni ekki hafa áhrif á áform bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórnin mun fyrst og fremst horfa til lengri tíma. Hvað hefur uppbygging og tilfærsla skrifstofunnar í för með sér? Hvað annað getur bæjarstjórnin staðið fyrir að byggja upp? Hver verða heildarkostnaðinn með rekstrarkostnaðinn til lengri tíma? Það eru þau atriði sem bæjarstjórnin mun horfa til,“ segir Haraldur. Hann segir að þegar sé búið að reikna út hver byggingarkostnaðurinn verður. „Við eigum eftir að sjá hvað byggingin verður stór. Við vitum hvað við þurfum af fermetrum. Það verður kostnaður sem verður ekki mjög langt frá því sem myndi kosta okkur að endurgera gamla Landsbankahúsið,“ segir Haraldur. Hann býst við að nýjar bæjarskrifstofur verði tilbúnar eftir nokkur ár. „við erum að stefna á fimm ára verkefni,“ segir Haraldur að lokum. Akranes Skipulag Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Miðbæjarsamtökin Akratorg héldu vel sóttan íbúafund á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru kynntar hugmyndir um að, Gamla Landsbankahúsið sem er í eigu bæjarins og stendur við miðbæinn, verði nýtt ráðhús á Akranesi og með því færist aukið líf í bæinn. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á Island.is vegna málsins sem lauk í gær og skrifuðu tæplega níu hundruð manns undir áskorunina sem er um 25 prósent þeirra sem kusu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Frá íbúafundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs á Akranesi í gær.Mynd: Guðni Hannesson Bæjarskrifstofur Akraness hafa undanfarið verið í húsnæði Félags eldri borgara eftir að loftgæðavandi kom upp á fyrri stað. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið að byggja nýjar skrifstofur þar sem gömlu semenstverksmiðjurnar eru nú eða að Mánabraut 20. Innan við tvö hundruð metrar eru á milli þeirra og gamla Landsbankahússins. „Við tökum undir með hópnum um mikilvægi þess að auka líf í gamla miðbæjarhluta Akraness. En það sem bæjarstjórn Akranes stefnir að er að kaupa þann hluta sementsverksmiðjunnar sem bærinn á ekki fyrir og endurreisa stóra og mikla skrifstofubyggingu sem að vistar fleira en bara bæjarskrifstofur Akraness. Þá fáum við enn fleiri til að glæða miðbæinn lífi,“ segir Haraldur. Annað hafi áhrif en undirskriftir Haraldur segir að undirskriftir íbúa á Island.is muni ekki hafa áhrif á áform bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórnin mun fyrst og fremst horfa til lengri tíma. Hvað hefur uppbygging og tilfærsla skrifstofunnar í för með sér? Hvað annað getur bæjarstjórnin staðið fyrir að byggja upp? Hver verða heildarkostnaðinn með rekstrarkostnaðinn til lengri tíma? Það eru þau atriði sem bæjarstjórnin mun horfa til,“ segir Haraldur. Hann segir að þegar sé búið að reikna út hver byggingarkostnaðurinn verður. „Við eigum eftir að sjá hvað byggingin verður stór. Við vitum hvað við þurfum af fermetrum. Það verður kostnaður sem verður ekki mjög langt frá því sem myndi kosta okkur að endurgera gamla Landsbankahúsið,“ segir Haraldur. Hann býst við að nýjar bæjarskrifstofur verði tilbúnar eftir nokkur ár. „við erum að stefna á fimm ára verkefni,“ segir Haraldur að lokum.
Akranes Skipulag Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira