Undir áhrifum slævandi lyfja þegar bíllinn fór fram af bryggjunni Bjarki Sigurðsson skrifar 16. apríl 2024 11:03 Frá slysstað í apríl árið 2023. Karlmaður um áttrætt var undir áhrifum slævandi lyfja og með bráða kransæðastíflu þegar bifreið sem hann sat í rann fram af bryggjunni í Vestmannaeyjum í apríl árið 2023. Ökuhæfi mannsins var skert sökum langvarandi heilsubrests. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Atvikið átti sér stað þann 11. apríl árið 2023. Maðurinn ók þá Peugot Partner-bíl sínum eftir Tangagötu við hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum og inn á Nausthamarsbryggju til vesturs. Þar var bifreiðinni lagt með framendann til norðurs að bryggjukantinum, rúma sjötíu metra frá enda bryggjunnar. Á myndskeiðum úr öryggismyndavélum á svæðinu má sjá að á meðan bifreiðinni var lagt við bryggjukantinn voru hemlaljós hennar tendruð. „Myndskeiðin sýna einnig að bifreiðin var kyrrstæð við bryggjukantinn í tæpar 50 sekúndur en var síðan ekið yfir bryggjukantinn og hafnaði hún í sjónum. Framendi bifreiðarinnar fór á kaf en farþegarými hennar stóð að mestu upp úr sjónum til að byrja með. Bifreiðin var á floti í um 2 mínútur og 45 sekúndur,“ segir í skýrslunni. Hemlaljósin af og á Einni sekúndu áður en bifreiðinni var ekið af stað fóru hemlaljósin af, komu aftur á og fóru aftur af þegar bifreiðin fór af stað og yfir bryggjukantinn. „Í nokkur skipti á meðan bifreiðin var í sjónum tendruðust hemlaljós bifreiðarinnar eins og stigið væri á og af hemlafetli hennar. Hemlaljósin birtust í skamma stund um 24 sekúndum áður en bifreiðin fór alveg á kaf,“ segir í skýrslunni. Kanturinn sem bifreiðinni var ekið yfir.RNSA Áhöfn fiskveiðibáts fyrst á staðinn Fiskveiðibát var siglt fram hjá bifreiðinni á meðan hún var kyrrstæð á bryggjunni en skömmu síðar heyrði áhöfnin smell og þá sáu þeir bifreiðina í sjónum. Bátnum var snúið við og siglt upp að bifreiðinni. „Vitni í bátnum kvaðst hafa séð aðila vera kominn aftur í bifreiðina að opnanlegum afturhlera hennar, skömmu áður en bifreiðin sökk og að hann hafi verið að reyna að komast þar út,“ segir í skýrslunni. Eftir þetta var allt viðbragðslið í Vestmannaeyjum ræst út og kafari sendur niður. Það gekk greiðlega að ná manninum upp en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn úrskurðaður látinn. Kort af bryggjunni.RNSA Tók stóran skammt svefnlyfja Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn átti við alvarlega sjúkdóma að stríða. Krufning leiddi í ljós bráða kransæðastíflu og einnig merki drukknunar. „Niðurstaða áfengisrannsóknar á ökumanni bifreiðanna var neikvæð. Niðurstöður á lyfjamælingu leiddu í ljós svefnlyf í of háum skammti og auk þess önnur svefnlyf í samræmi við ávísun. Gera má ráð fyrir að ökumaður hafi verið undir slævandi áhrifum af blöndu svefnlyfja við andlátið,“ segir í skýrslunni. Mikilvægt að meta andlegt og líkamlegt heilbrigði Í tillögukafla skýrslunnar eru ítrekaðar tillögur nefndarinnar frá árinu 2020 til Samgöngustofu um að innleiða nýjar reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Mikilvægt sé að slíkar reglur séu settar. Því er beint að innviðaráðuneytinu að styðja Samgöngustofu við þróun og innleiðingu á nýju eyðublaði um læknisvottorð sem snýr að mati á því hvort umsækjendur uppfylli þennan sama viðauka. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að mikilvægt er að ökumenn hætti akstri ef þeir eiga við veikindi að stríða sem skerða ökuhæfni eða nota lyf sem skerða ökuhæfni. Veikindi og lyfjanotkun geta haft neikvæð áhrif á hæfni einstaklinga til að stjórna ökutæki örugglega. Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki. Mikilvægt er að læknar upplýsi sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu,“ segir í skýrslunni. Vestmannaeyjar Samgönguslys Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Vestmannaeyjum Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942. 14. apríl 2023 16:21 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Atvikið átti sér stað þann 11. apríl árið 2023. Maðurinn ók þá Peugot Partner-bíl sínum eftir Tangagötu við hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum og inn á Nausthamarsbryggju til vesturs. Þar var bifreiðinni lagt með framendann til norðurs að bryggjukantinum, rúma sjötíu metra frá enda bryggjunnar. Á myndskeiðum úr öryggismyndavélum á svæðinu má sjá að á meðan bifreiðinni var lagt við bryggjukantinn voru hemlaljós hennar tendruð. „Myndskeiðin sýna einnig að bifreiðin var kyrrstæð við bryggjukantinn í tæpar 50 sekúndur en var síðan ekið yfir bryggjukantinn og hafnaði hún í sjónum. Framendi bifreiðarinnar fór á kaf en farþegarými hennar stóð að mestu upp úr sjónum til að byrja með. Bifreiðin var á floti í um 2 mínútur og 45 sekúndur,“ segir í skýrslunni. Hemlaljósin af og á Einni sekúndu áður en bifreiðinni var ekið af stað fóru hemlaljósin af, komu aftur á og fóru aftur af þegar bifreiðin fór af stað og yfir bryggjukantinn. „Í nokkur skipti á meðan bifreiðin var í sjónum tendruðust hemlaljós bifreiðarinnar eins og stigið væri á og af hemlafetli hennar. Hemlaljósin birtust í skamma stund um 24 sekúndum áður en bifreiðin fór alveg á kaf,“ segir í skýrslunni. Kanturinn sem bifreiðinni var ekið yfir.RNSA Áhöfn fiskveiðibáts fyrst á staðinn Fiskveiðibát var siglt fram hjá bifreiðinni á meðan hún var kyrrstæð á bryggjunni en skömmu síðar heyrði áhöfnin smell og þá sáu þeir bifreiðina í sjónum. Bátnum var snúið við og siglt upp að bifreiðinni. „Vitni í bátnum kvaðst hafa séð aðila vera kominn aftur í bifreiðina að opnanlegum afturhlera hennar, skömmu áður en bifreiðin sökk og að hann hafi verið að reyna að komast þar út,“ segir í skýrslunni. Eftir þetta var allt viðbragðslið í Vestmannaeyjum ræst út og kafari sendur niður. Það gekk greiðlega að ná manninum upp en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn úrskurðaður látinn. Kort af bryggjunni.RNSA Tók stóran skammt svefnlyfja Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn átti við alvarlega sjúkdóma að stríða. Krufning leiddi í ljós bráða kransæðastíflu og einnig merki drukknunar. „Niðurstaða áfengisrannsóknar á ökumanni bifreiðanna var neikvæð. Niðurstöður á lyfjamælingu leiddu í ljós svefnlyf í of háum skammti og auk þess önnur svefnlyf í samræmi við ávísun. Gera má ráð fyrir að ökumaður hafi verið undir slævandi áhrifum af blöndu svefnlyfja við andlátið,“ segir í skýrslunni. Mikilvægt að meta andlegt og líkamlegt heilbrigði Í tillögukafla skýrslunnar eru ítrekaðar tillögur nefndarinnar frá árinu 2020 til Samgöngustofu um að innleiða nýjar reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Mikilvægt sé að slíkar reglur séu settar. Því er beint að innviðaráðuneytinu að styðja Samgöngustofu við þróun og innleiðingu á nýju eyðublaði um læknisvottorð sem snýr að mati á því hvort umsækjendur uppfylli þennan sama viðauka. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að mikilvægt er að ökumenn hætti akstri ef þeir eiga við veikindi að stríða sem skerða ökuhæfni eða nota lyf sem skerða ökuhæfni. Veikindi og lyfjanotkun geta haft neikvæð áhrif á hæfni einstaklinga til að stjórna ökutæki örugglega. Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki. Mikilvægt er að læknar upplýsi sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu,“ segir í skýrslunni.
Vestmannaeyjar Samgönguslys Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Vestmannaeyjum Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942. 14. apríl 2023 16:21 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Vestmannaeyjum Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942. 14. apríl 2023 16:21