Okkar kona í skrítinni stöðu vegna Ólympíuleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 08:41 Eygló́ Fanndal Sturludóttir er búin að margbæta Norðurlandametin í baráttu sinni fyrir farseðli á Ólympíuleikanna í París. @eyglo_fanndal Ólympíudraumar Eyglóar Fanndal Sturludóttur rættust ekki alveg á dögunum en þeir lifa samt hjá læknanemanum sem er staðráðin að verða fyrsta íslenska lyftingakonan til að keppa á Ólympíuleikunum. Eygló Fanndal sló tvö Norðurlandamet og bætti persónulega metið sitt um fimm kíló á lokaúrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna. Hún þurfti engu að síður að sætta sig við það að rétt missa af farseðli á Ólympíuleikana í París. Smá von lifir enn hjá íslensku lyftingakonunni því það er ekki búið að læsa bakdyrunum á leikana. Eygló fer yfir stöðuna í pistli á samfélagsmiðlum en nú þarf hún að bíða og vona. „Ég hélt ég myndi hafa mikið að segja um þessa keppni en ég hef það í raun ekki. Það var ekkert sem klikkaði. Ég var vel undirbúin og andlega var ég á góðum dag á meðan keppninni stóð. Ég gaf allt mitt en þetta gekk bara ekki upp fyrir mig,“ skrifaði Eygló. „Þar sem ég kem til greina fyrir eitt af útbreiðslusætunum á leikana þá er ég í skrítinni stöðu þar sem ég þarf að bíða og sjá til hvernig þetta endar. „Ég ætla leyfa mér að vera áfram vongóð og jákvæð en um leið að stilla öllum væntingum mínum í hóf svo að vonbrigðin verði ekki of mikil verði ekki af þessu. Þetta úrtökuferli hefur verið mjög krefjandi en ég er um leið mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessa reynslu og þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á þessum tíma,“ skrifaði lyftingakonan. „Þegar markmiðið þitt er eins stórt og að komast á Ólympíuleikana þá verður allt annað lítið í samanburði. Að ganga í burtu með fimm kílóa bætingu á heildarkílóafjöldanum, tvö Norðurlandamet og ný Íslandsmet ættu að vera vitnisburður um frábæran dag en að ein sem ég hugsaði um var að ég var svo nálægt því að komast inn á Ólympíuleikana. „Með því að skoða hversu langt ég er komin og allar framfarir mínar á stuttum tíma í þessu sporti þá get ég ekki annað en verið stolt af sjálfri mér og spennt fyrir framtíðinni. Ég ætla að halda áfram að æfa og sjá hversu langt ég kemst. Nú tekur við bið og óvissa um hvernig þetta endar. Ef þetta þá að gerast þá gerist það,“ skrifaði Eygló að lokum. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Eygló Fanndal sló tvö Norðurlandamet og bætti persónulega metið sitt um fimm kíló á lokaúrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna. Hún þurfti engu að síður að sætta sig við það að rétt missa af farseðli á Ólympíuleikana í París. Smá von lifir enn hjá íslensku lyftingakonunni því það er ekki búið að læsa bakdyrunum á leikana. Eygló fer yfir stöðuna í pistli á samfélagsmiðlum en nú þarf hún að bíða og vona. „Ég hélt ég myndi hafa mikið að segja um þessa keppni en ég hef það í raun ekki. Það var ekkert sem klikkaði. Ég var vel undirbúin og andlega var ég á góðum dag á meðan keppninni stóð. Ég gaf allt mitt en þetta gekk bara ekki upp fyrir mig,“ skrifaði Eygló. „Þar sem ég kem til greina fyrir eitt af útbreiðslusætunum á leikana þá er ég í skrítinni stöðu þar sem ég þarf að bíða og sjá til hvernig þetta endar. „Ég ætla leyfa mér að vera áfram vongóð og jákvæð en um leið að stilla öllum væntingum mínum í hóf svo að vonbrigðin verði ekki of mikil verði ekki af þessu. Þetta úrtökuferli hefur verið mjög krefjandi en ég er um leið mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessa reynslu og þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á þessum tíma,“ skrifaði lyftingakonan. „Þegar markmiðið þitt er eins stórt og að komast á Ólympíuleikana þá verður allt annað lítið í samanburði. Að ganga í burtu með fimm kílóa bætingu á heildarkílóafjöldanum, tvö Norðurlandamet og ný Íslandsmet ættu að vera vitnisburður um frábæran dag en að ein sem ég hugsaði um var að ég var svo nálægt því að komast inn á Ólympíuleikana. „Með því að skoða hversu langt ég er komin og allar framfarir mínar á stuttum tíma í þessu sporti þá get ég ekki annað en verið stolt af sjálfri mér og spennt fyrir framtíðinni. Ég ætla að halda áfram að æfa og sjá hversu langt ég kemst. Nú tekur við bið og óvissa um hvernig þetta endar. Ef þetta þá að gerast þá gerist það,“ skrifaði Eygló að lokum. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira