Fasteignaskattur í Reykjavík fer með himinskautum Pétur Kristjánsson skrifar 15. apríl 2024 11:00 Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár. Það sem mig grunaði kom í ljós, að fasteignagjöld Reykjavíkurborgar höfðu hækkað langt umfram verðlag. Gögnin fékk ég í gagnasafni Reykjavíkurborgar (Mínar síður) en upplýsingar um verðlagsbreytingar sótti ég til Hagstofunnar. Ég miða stöðu verðlags við desembermánuð næst á undan álagsári, þ.e. verðlagsvísitala desembers 2010 fyrir gjaldálagningu 2011 og svo koll af kolli. Hér er aðeins fjallað um fasteignaskatt og fasteignamat en ekki fjallað önnur gjöld eins og t.d. sorphirðugjald þó fullt tilefni væri til þess. Hækkanir á fasteignagjöldum í Reykjavík að undanförnu eru miklar og bera vitni um okur og/eða stjórnleysi nema hvort tveggja sé. Hver er skýringin á því að fasteignaskattur hefur hækkað margfalt meira en verðlag? Það er einkum tvennt, meingölluð lagasetning og svo álagning sveitarfélagsins. Samkvæmt lögum ber Mannvirkjunarstofnun að reikna út fasteignamat mannvirkja og skal stofnunin miða við markaðsverð fasteigna í febrúar ár hvert. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að stofnunin meti verð á fasteignum í samræmi við markaðsverð þeirra. Hins vegar er það fullkomlega galið að nota markaðsverð fasteigna sem stofn að fasteignaskatti. Þeir stjórnmálamenn sem heimiluðu sveitarfélögum að miða fasteignaskatt við fasteignamat fá falleinkunn. Tekjur af fasteignaskatti koma markaðsverði húseigna ekkert við, því þessar tekjur eru notaðar í venjulegan rekstur í sveitarfélaginu. Sá rekstarkostnaður er frekar bundinn almennu verðlagi og ætti því alls ekki að breytast umfram breytingar þess. Það gengur einfaldlega ekki að miða þennan tekjustofn sveitafélaganna við húsnæðisverð, vöruflokkur sem sveiflast mikið, aðallega upp á við, og er háður framboði og eftirspurn. Framboð húsnæðis stjórnast að verulegu leyti af framboði af byggingarlandi sem er jú stjórnað af sveitarfélögunum sjálfum. Hér er kannski komin skýringin á skorti á byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á húsnæði leiðir til hækkunar íbúðaverðs og um leið hækkunar á fasteignaskatti, fyrirhafnarlaust fyrir sveitarfélagið. Álagning sveitarfélaga á fasteignaskatti má vera allt að 0,5% af fasteignamati. Þar sem fasteignamat er hlutfallslega lágt úti á landi er væntanlega gert ráð fyrir að sveitarfélög þar noti háa álagningarprósentu eða nálægt hálfa prósentinu. Í Reykjavík, þar sem fasteignamat er hæst, er innheimt 0,18 % af fasteignamati. Sveitarfélögum er í lófa lagið að breyta álagningarhlutfallinu í takt við stöðu fasteignamats, svo lengi sem þau halda sig innan hálfa prósentsins. Þó fasteignarskattur hafi hækkað um rúm 20% milli áranna 2023 og 2024, í verðbólgu sem mældist 5,9% miðað við byggingarvísitölu en 7,9% sé miðað við neysluverðsvísitölu, halda borgaryfirvöld því fram að þau hafi ekki hækkað skattinn. Hann er hinn sami 0,18 %. Þetta er blekking því húsnæðisverð (fasteignamat) hefur hækkað um 20% en almennt verðlag aðeins á bilinu 5,9% til 7,9%. Það er kannski ekki óeðlilegt að sveitarfélögum sé heimilt að verðtryggja tekjustofna sína en það verður að taka mið af þeim rekstrarkostnaði sem tekjurnar eru notaðar í. Byggingarvísitala er reiknuð út frá fjölmörgum kostnaðarliðum sem tengjast framkvæmdum ýmiss konar og því raunhæft að nota hana til þess að verðtryggja þessa tekjustofna. Enn betra gæti verið að nota meðaltalsbreytingar á byggingar- og neysluverðsvísitölu til verðtrygginga. 'Tillaga til nauðsynlegra breytinga á ákvörðun fasteignaskatts.' Ég legg til að álagningu fasteignaskatts verði breytt og viðeigandi lagabreytingar gerðar. Til hliðsjónar verði höfð álagning vatns- og fráveitugjalds smkv. lögum nr. 32/ 2004 og 9/2009. Í stað þess að nota hlutfall af fasteignamati verði notað gjald per fermetra húseignar. Heimilt verði að binda gjaldið meðaltalsbreytingu byggingarvísitölu eins og gert er varðandi vatns- og fráveitugjaldið (hægt væri að útfæra fermetragjaldið t.d. með blöndu af mismunandi húsnæðis- og lóðarfermetragjaldi). Hefði fasteignaskatturinn verið verðtryggður með þessum hætti fyrir húseignina Skógarsel 25 Rvk árið 2011 og hingað til væri fasteignaskattur eignarinnar fyrir árið 2024 kr. 159.000 en ekki kr. 234.630 sem hann er. Vilji sveitarfélag auka tekjur sínar af fasteignaskatti þyrfti það einfaldlega auka framboðið af byggingarlóðum. Allar upphæðir hér eru af gjaldlagningu eigins húsnæðis fengnar úr skjalasafni Reykjavíkurborgar. Tölur um verðlagsbreytingar eru fengnar úr skjalasafni Hagstofunnar. Frá árinu 2011 til ársins 2024 hefur fasteignamat hækkað um 230% það hefur 3,3 faldast! Fasteignaskattur hefur hækkað um 165 % á meðan byggingarvísitala hefur hækkað um 85 % og neysluverðsvísitala aðeins um 65%!!! Höfundur er rekstrartæknifræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Reykjavík Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár. Það sem mig grunaði kom í ljós, að fasteignagjöld Reykjavíkurborgar höfðu hækkað langt umfram verðlag. Gögnin fékk ég í gagnasafni Reykjavíkurborgar (Mínar síður) en upplýsingar um verðlagsbreytingar sótti ég til Hagstofunnar. Ég miða stöðu verðlags við desembermánuð næst á undan álagsári, þ.e. verðlagsvísitala desembers 2010 fyrir gjaldálagningu 2011 og svo koll af kolli. Hér er aðeins fjallað um fasteignaskatt og fasteignamat en ekki fjallað önnur gjöld eins og t.d. sorphirðugjald þó fullt tilefni væri til þess. Hækkanir á fasteignagjöldum í Reykjavík að undanförnu eru miklar og bera vitni um okur og/eða stjórnleysi nema hvort tveggja sé. Hver er skýringin á því að fasteignaskattur hefur hækkað margfalt meira en verðlag? Það er einkum tvennt, meingölluð lagasetning og svo álagning sveitarfélagsins. Samkvæmt lögum ber Mannvirkjunarstofnun að reikna út fasteignamat mannvirkja og skal stofnunin miða við markaðsverð fasteigna í febrúar ár hvert. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að stofnunin meti verð á fasteignum í samræmi við markaðsverð þeirra. Hins vegar er það fullkomlega galið að nota markaðsverð fasteigna sem stofn að fasteignaskatti. Þeir stjórnmálamenn sem heimiluðu sveitarfélögum að miða fasteignaskatt við fasteignamat fá falleinkunn. Tekjur af fasteignaskatti koma markaðsverði húseigna ekkert við, því þessar tekjur eru notaðar í venjulegan rekstur í sveitarfélaginu. Sá rekstarkostnaður er frekar bundinn almennu verðlagi og ætti því alls ekki að breytast umfram breytingar þess. Það gengur einfaldlega ekki að miða þennan tekjustofn sveitafélaganna við húsnæðisverð, vöruflokkur sem sveiflast mikið, aðallega upp á við, og er háður framboði og eftirspurn. Framboð húsnæðis stjórnast að verulegu leyti af framboði af byggingarlandi sem er jú stjórnað af sveitarfélögunum sjálfum. Hér er kannski komin skýringin á skorti á byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á húsnæði leiðir til hækkunar íbúðaverðs og um leið hækkunar á fasteignaskatti, fyrirhafnarlaust fyrir sveitarfélagið. Álagning sveitarfélaga á fasteignaskatti má vera allt að 0,5% af fasteignamati. Þar sem fasteignamat er hlutfallslega lágt úti á landi er væntanlega gert ráð fyrir að sveitarfélög þar noti háa álagningarprósentu eða nálægt hálfa prósentinu. Í Reykjavík, þar sem fasteignamat er hæst, er innheimt 0,18 % af fasteignamati. Sveitarfélögum er í lófa lagið að breyta álagningarhlutfallinu í takt við stöðu fasteignamats, svo lengi sem þau halda sig innan hálfa prósentsins. Þó fasteignarskattur hafi hækkað um rúm 20% milli áranna 2023 og 2024, í verðbólgu sem mældist 5,9% miðað við byggingarvísitölu en 7,9% sé miðað við neysluverðsvísitölu, halda borgaryfirvöld því fram að þau hafi ekki hækkað skattinn. Hann er hinn sami 0,18 %. Þetta er blekking því húsnæðisverð (fasteignamat) hefur hækkað um 20% en almennt verðlag aðeins á bilinu 5,9% til 7,9%. Það er kannski ekki óeðlilegt að sveitarfélögum sé heimilt að verðtryggja tekjustofna sína en það verður að taka mið af þeim rekstrarkostnaði sem tekjurnar eru notaðar í. Byggingarvísitala er reiknuð út frá fjölmörgum kostnaðarliðum sem tengjast framkvæmdum ýmiss konar og því raunhæft að nota hana til þess að verðtryggja þessa tekjustofna. Enn betra gæti verið að nota meðaltalsbreytingar á byggingar- og neysluverðsvísitölu til verðtrygginga. 'Tillaga til nauðsynlegra breytinga á ákvörðun fasteignaskatts.' Ég legg til að álagningu fasteignaskatts verði breytt og viðeigandi lagabreytingar gerðar. Til hliðsjónar verði höfð álagning vatns- og fráveitugjalds smkv. lögum nr. 32/ 2004 og 9/2009. Í stað þess að nota hlutfall af fasteignamati verði notað gjald per fermetra húseignar. Heimilt verði að binda gjaldið meðaltalsbreytingu byggingarvísitölu eins og gert er varðandi vatns- og fráveitugjaldið (hægt væri að útfæra fermetragjaldið t.d. með blöndu af mismunandi húsnæðis- og lóðarfermetragjaldi). Hefði fasteignaskatturinn verið verðtryggður með þessum hætti fyrir húseignina Skógarsel 25 Rvk árið 2011 og hingað til væri fasteignaskattur eignarinnar fyrir árið 2024 kr. 159.000 en ekki kr. 234.630 sem hann er. Vilji sveitarfélag auka tekjur sínar af fasteignaskatti þyrfti það einfaldlega auka framboðið af byggingarlóðum. Allar upphæðir hér eru af gjaldlagningu eigins húsnæðis fengnar úr skjalasafni Reykjavíkurborgar. Tölur um verðlagsbreytingar eru fengnar úr skjalasafni Hagstofunnar. Frá árinu 2011 til ársins 2024 hefur fasteignamat hækkað um 230% það hefur 3,3 faldast! Fasteignaskattur hefur hækkað um 165 % á meðan byggingarvísitala hefur hækkað um 85 % og neysluverðsvísitala aðeins um 65%!!! Höfundur er rekstrartæknifræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar