Sló elsta heimsmetið í gær og náði pabba sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 09:31 Litháinn Mykolas Alekna náði ekki bara föður sínum heldur einnig elsta heimsmetinu með risakasti sínu í gær. AP/Ashley Landi Litháinn Mykolas Alekna sett í gær nýtt heimsmet í kringlukasti og sló um leið elsta heimsmet karla í frjálsum íþróttum. Honum tókst það sem föður hans tókst ekki en komst svo nálægt í upphafi aldarinnar. Þessi 21 árs strákur kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann er nemandi í University of California. Metkastið hjá Alekna mældist fyrst 74,41 metrar en sú tala var síðan leiðrétt í 74,35 samkvæmt frétt hjá World Athletics. Það á síðan eftir að staðfesta heimsmetið endanlega. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Kastsería Alekna var frábær en öll sex köstin hans voru yfir sjötíu metra. Hann byrjaði á persónulegu meti með því að kasta 72.21 metra. Hann náði síðan fjórða besta kasti sögunnar í fjórða kasti (72,89 metrar). Heimsmetið hans kom síðan í fimmta kastinu. Gamla heimsmetið í kringlukasti var frá árinu 1986 og var því orðið næstum því 38 ára gamalt. Það átti Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult í allan þennan tíma eftir að hann kastaði kringlunni 74,08 metra 6. júní 1986. Þetta var líka elsta heimsmet í karlaflokki þar til í gær. Nú er elsta metið í eigu Sovétmannsins Yuriy Sedykh sem kastaði sleggjunni 86,74 metra í ágúst 1986. Not only did Mykolas Alekna set the WR, but he finally bettered the family record held by his dad Virgilijus Alekna of 73.88m, now #3 All-time. pic.twitter.com/Lk7JGhldOU— Beau Throws (@beau_throws) April 14, 2024 Alekna gerði meira en að bæta heimsmetið því hann sendi einnig föður sinn niður í þriðja sætið yfir lengstu kringluköst sögunnar. Faðir hans, Virgilijus, hafði verið sá sem komst næst gamla heimsmetinu þegar hann kastaði kringlunni 73,88 metra árið 2000. Virgilijus varð tvisvar sinnum Ólympíumeistari og sonur hans er líklegur til að feta í fótspor hans á leikunum í París í sumar. Mykolas Alekna hefur þegar unnið tvenn verðlaun á heimsmeistaramótum. Hann vann silfur á HM í Eugene 2022 og brons á HM í Búdapest í fyrra. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Þessi 21 árs strákur kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann er nemandi í University of California. Metkastið hjá Alekna mældist fyrst 74,41 metrar en sú tala var síðan leiðrétt í 74,35 samkvæmt frétt hjá World Athletics. Það á síðan eftir að staðfesta heimsmetið endanlega. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Kastsería Alekna var frábær en öll sex köstin hans voru yfir sjötíu metra. Hann byrjaði á persónulegu meti með því að kasta 72.21 metra. Hann náði síðan fjórða besta kasti sögunnar í fjórða kasti (72,89 metrar). Heimsmetið hans kom síðan í fimmta kastinu. Gamla heimsmetið í kringlukasti var frá árinu 1986 og var því orðið næstum því 38 ára gamalt. Það átti Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult í allan þennan tíma eftir að hann kastaði kringlunni 74,08 metra 6. júní 1986. Þetta var líka elsta heimsmet í karlaflokki þar til í gær. Nú er elsta metið í eigu Sovétmannsins Yuriy Sedykh sem kastaði sleggjunni 86,74 metra í ágúst 1986. Not only did Mykolas Alekna set the WR, but he finally bettered the family record held by his dad Virgilijus Alekna of 73.88m, now #3 All-time. pic.twitter.com/Lk7JGhldOU— Beau Throws (@beau_throws) April 14, 2024 Alekna gerði meira en að bæta heimsmetið því hann sendi einnig föður sinn niður í þriðja sætið yfir lengstu kringluköst sögunnar. Faðir hans, Virgilijus, hafði verið sá sem komst næst gamla heimsmetinu þegar hann kastaði kringlunni 73,88 metra árið 2000. Virgilijus varð tvisvar sinnum Ólympíumeistari og sonur hans er líklegur til að feta í fótspor hans á leikunum í París í sumar. Mykolas Alekna hefur þegar unnið tvenn verðlaun á heimsmeistaramótum. Hann vann silfur á HM í Eugene 2022 og brons á HM í Búdapest í fyrra. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira