Um 800 manns mættu á Stóðhestaveislu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2024 20:30 Frænkurnar, Viktoría Huld (t.h.),11 ára og Una Björt, 12 ára, sem stálu senunni á sýningunni í gærkvöldi á hestunum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um átta hundruð manns mættu í Ölfushöllina á Ingólfshvoli í gærkvöldi til að sjá allra flottustu stóðhesta landsins spretta úr spori og kynna sig fyrir sumarið. Ellefu og tólf ára frænkur stálu hins vegar senunni á sýningunni þar sem þær gáfur ekki tommu eftir í reiðmennskunni. Á hverju vori eru stóðhestaveislur haldnar þar sem allir helstu stóðhestar landsins, sem eru í notkun það vorið eða sumarið eru kynntir. Ungir knapar sýndu líka snilli sína í gærkvöldi og boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá enda má maðurinn, sem á heiðurinn af stóðhestaveislunum vera ánægður með sig en það er Magnús Benediktsson. „Þetta er sextánda árið, sem við erum með þetta og bara alltaf jafn gaman og maður er svo þakklátur fyrir að það sé alltaf fullt hús hjá okkur. Hestamennska er bara skemmtileg og þetta er skemmtilegt sport, þannig að það er ástæðan fyrir vinsældum hestamennskunnar,” segir Magnús. Magnús Benediktsson umsjónarmaður Stóðhestaveislunnar 2024, sem fór fram í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi á Ingólfshvoli enda var uppselt og 200 manns á biðlista eftir miðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sýningunni var peningum safnað fyrir Einstök börn með sölu happdrættismiða, uppboðs á folatolli, sem seldist á fimm hundruð þúsund krónur og fleira og fleira. „Þessi stuðningur og velvild, sem við finnum hjá fyrirtækjum og fólki í samfélaginu er bara grundvöllur fyrir því að við getum rekið félagið okkar þar sem við erum með vel á áttunda hundrað fjölskyldur inn í félaginu,” segir Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstaka barna. Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstakra barna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sýning besta töltara landsins, Vísis frá Kagaðarhóli með Páli Braga Hólmarssyni knapa á baki vakti verðskuldaða athygli og ekki skemmdi fyrir að Bjössi Sax spilaði á saxófón í atriðinu. Loka atriði sýningarinnar var svo með þeim Olile Amble og Álfakletti frá Syðri Gegnishólum þar sem þau fóru bæði á kostum. Stóðhestaveislan 2024 tókst einstaklega vel og var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það sýningaratriði, sem stal senu kvöldsins var frá ellefu og tólf ára frænkum, sem voru algjörlega frábærar á sínum hestum en það eru þær Viktoría Huld Hannesdóttir, 11 ára og Una Björt Valgarðsdóttir, 12 ára. „Við gerðum okkar besta og það tókst mjög vel. Við förum mikið á hestbak saman og það er alltaf jafn frábært,“ segja vinkonurnar hæstánægðar með sýningu gærkvöldsins. Sérstök stóðhestabók hefur verið gefin út þar sem má sjá allar helstu upplýsingar um stóðhesta ársins 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Menning Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Á hverju vori eru stóðhestaveislur haldnar þar sem allir helstu stóðhestar landsins, sem eru í notkun það vorið eða sumarið eru kynntir. Ungir knapar sýndu líka snilli sína í gærkvöldi og boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá enda má maðurinn, sem á heiðurinn af stóðhestaveislunum vera ánægður með sig en það er Magnús Benediktsson. „Þetta er sextánda árið, sem við erum með þetta og bara alltaf jafn gaman og maður er svo þakklátur fyrir að það sé alltaf fullt hús hjá okkur. Hestamennska er bara skemmtileg og þetta er skemmtilegt sport, þannig að það er ástæðan fyrir vinsældum hestamennskunnar,” segir Magnús. Magnús Benediktsson umsjónarmaður Stóðhestaveislunnar 2024, sem fór fram í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi á Ingólfshvoli enda var uppselt og 200 manns á biðlista eftir miðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sýningunni var peningum safnað fyrir Einstök börn með sölu happdrættismiða, uppboðs á folatolli, sem seldist á fimm hundruð þúsund krónur og fleira og fleira. „Þessi stuðningur og velvild, sem við finnum hjá fyrirtækjum og fólki í samfélaginu er bara grundvöllur fyrir því að við getum rekið félagið okkar þar sem við erum með vel á áttunda hundrað fjölskyldur inn í félaginu,” segir Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstaka barna. Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstakra barna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sýning besta töltara landsins, Vísis frá Kagaðarhóli með Páli Braga Hólmarssyni knapa á baki vakti verðskuldaða athygli og ekki skemmdi fyrir að Bjössi Sax spilaði á saxófón í atriðinu. Loka atriði sýningarinnar var svo með þeim Olile Amble og Álfakletti frá Syðri Gegnishólum þar sem þau fóru bæði á kostum. Stóðhestaveislan 2024 tókst einstaklega vel og var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það sýningaratriði, sem stal senu kvöldsins var frá ellefu og tólf ára frænkum, sem voru algjörlega frábærar á sínum hestum en það eru þær Viktoría Huld Hannesdóttir, 11 ára og Una Björt Valgarðsdóttir, 12 ára. „Við gerðum okkar besta og það tókst mjög vel. Við förum mikið á hestbak saman og það er alltaf jafn frábært,“ segja vinkonurnar hæstánægðar með sýningu gærkvöldsins. Sérstök stóðhestabók hefur verið gefin út þar sem má sjá allar helstu upplýsingar um stóðhesta ársins 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Menning Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira