Óafturkræf mistök Auður Axelsdóttir skrifar 14. apríl 2024 12:00 Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök. Störf 35 einstaklinga verða leyst upp og finna á önnur störf með “starfsþróun” í huga. Það er eitthvað skakkt við þetta og hvers vegna þessi hraði? Einstaklingar sem hafa skerta starfsorku þurfa fyrst og fremst öryggi, virðingu og stuðning til að geta skilað af sér verkefnum og fundið til sín. Að tilheyra vinnustað og vera í hópi skiptir öllu máli. Stuðningur sem byggir á hlýju og hvatningu er lykilatriði og getur skipt sköpum. Í þannig umhverfi er möguleiki á að það þróist aukin starfsgeta með tímanum en makmiðið ætti alltaf að vera vellíðan á vinnustað og aukin lífsgæði starfsfólksins. Múlalundur er þar að auki í fallegu umhverfi Reykjalundar sem hefur alla tíð lagt metnað í að veita störf með hæfingu og endurhæfingu að leiðarljósi. Í minningunni voru vistmenn Reykjalundar allir að gera eitthvað, unnu m.a. við framleiðslu á leikföngum, lömpum og legókubbum svo dæmi séu tekin. Að hafa hlutverk var dýrmætt, að vinna í hópi fólks styrkti félagslegu tengslin og baráttan við heilsubrest varð bærilegri. Á Múlalundi er byggt á reynslunni sem skapaðist á Reykjalundi um að eflandi umhverfi sem byggir á samkennd og samvinnu getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan einstaklinga með skerta starfsorku. Í mínu starfi hef ég hitt nokkra einstaklinga sem hafa fengið þjálfun hjá Múlalundi, í framhaldinu komið við í Hugarafli og síðan haldið á almennan vinnumarkað með góðum árangri. Á leiðinni var það alltumlykjandi stuðningur og hvetjandi umhverfi sem vísaði veginn og skilaði þessum árangri. Þessir einstaklingar gátu á endanum valið störf sem hentuðu þeirra framtíðaráformum. Nú verður starfshópnum á Múlalundi tvístrað. Og ferlið er komið af stað og sótt hefur verið um störf hér og þar á vegum Vinnumálastofnunar. Ég velti fyrir mér hvort það hafi á einhverjum tímapunkti verið talað við þá einstaklinga sem hér um ræðir, höfðu þau rödd í undirbúningsferlinu þegar ákvörðun var tekin? Eru til einhverjar staðreyndir um að sé svona hópur leystur upp og fari á aðra vinnustaði, væntanlega einn á hverjum stað, að það skili öðrum og betri niðurstöðum? Er tekið tillit til þess að það að mögulega eini aðilinn á stórum vinnustað með skerta starfsorku geti valdið óöryggi og jafnvel niðurbroti? Er það vænlegt til “starfsþróunar”? Er það meiningin að hver og einn vinnustaður, væntanlega 35 vinnustaðir geti boðið uppá þessa nálgun sem Múlalundur hefur veitt og þróað í áratugi?? Að lokum, verður þessari ákvörðun fylgt eftir með óháðri rannsókn á því hvernig þessum einstaklingum reiðir af, hvort þeim líði betur, hvort þeirra félagslegu þörfum sé mætt og hvort “starfsþróun” sé betri á öðrum vinnustöðum? Hyggilegast væri að bakka með þessa ákvörðun og beina kröftunum að því að efla innra starf Múlalundar. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök. Störf 35 einstaklinga verða leyst upp og finna á önnur störf með “starfsþróun” í huga. Það er eitthvað skakkt við þetta og hvers vegna þessi hraði? Einstaklingar sem hafa skerta starfsorku þurfa fyrst og fremst öryggi, virðingu og stuðning til að geta skilað af sér verkefnum og fundið til sín. Að tilheyra vinnustað og vera í hópi skiptir öllu máli. Stuðningur sem byggir á hlýju og hvatningu er lykilatriði og getur skipt sköpum. Í þannig umhverfi er möguleiki á að það þróist aukin starfsgeta með tímanum en makmiðið ætti alltaf að vera vellíðan á vinnustað og aukin lífsgæði starfsfólksins. Múlalundur er þar að auki í fallegu umhverfi Reykjalundar sem hefur alla tíð lagt metnað í að veita störf með hæfingu og endurhæfingu að leiðarljósi. Í minningunni voru vistmenn Reykjalundar allir að gera eitthvað, unnu m.a. við framleiðslu á leikföngum, lömpum og legókubbum svo dæmi séu tekin. Að hafa hlutverk var dýrmætt, að vinna í hópi fólks styrkti félagslegu tengslin og baráttan við heilsubrest varð bærilegri. Á Múlalundi er byggt á reynslunni sem skapaðist á Reykjalundi um að eflandi umhverfi sem byggir á samkennd og samvinnu getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan einstaklinga með skerta starfsorku. Í mínu starfi hef ég hitt nokkra einstaklinga sem hafa fengið þjálfun hjá Múlalundi, í framhaldinu komið við í Hugarafli og síðan haldið á almennan vinnumarkað með góðum árangri. Á leiðinni var það alltumlykjandi stuðningur og hvetjandi umhverfi sem vísaði veginn og skilaði þessum árangri. Þessir einstaklingar gátu á endanum valið störf sem hentuðu þeirra framtíðaráformum. Nú verður starfshópnum á Múlalundi tvístrað. Og ferlið er komið af stað og sótt hefur verið um störf hér og þar á vegum Vinnumálastofnunar. Ég velti fyrir mér hvort það hafi á einhverjum tímapunkti verið talað við þá einstaklinga sem hér um ræðir, höfðu þau rödd í undirbúningsferlinu þegar ákvörðun var tekin? Eru til einhverjar staðreyndir um að sé svona hópur leystur upp og fari á aðra vinnustaði, væntanlega einn á hverjum stað, að það skili öðrum og betri niðurstöðum? Er tekið tillit til þess að það að mögulega eini aðilinn á stórum vinnustað með skerta starfsorku geti valdið óöryggi og jafnvel niðurbroti? Er það vænlegt til “starfsþróunar”? Er það meiningin að hver og einn vinnustaður, væntanlega 35 vinnustaðir geti boðið uppá þessa nálgun sem Múlalundur hefur veitt og þróað í áratugi?? Að lokum, verður þessari ákvörðun fylgt eftir með óháðri rannsókn á því hvernig þessum einstaklingum reiðir af, hvort þeim líði betur, hvort þeirra félagslegu þörfum sé mætt og hvort “starfsþróun” sé betri á öðrum vinnustöðum? Hyggilegast væri að bakka með þessa ákvörðun og beina kröftunum að því að efla innra starf Múlalundar. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun