Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2024 18:30 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir segir útlendingamálin eitt af því sem hann vill leggja áherslu á út kjörtímabilið. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Sjálfstæðisflokkurinn hélt opinn fund á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem Bjarni ávarpaði gesti ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Bjarni tók við forsætisráðuneytinu í vikunni og hefur undirskriftasöfnun verið í gangi þar sem því er mótmælt. Hann sagði á fundinum ekki hafa skort gagnrýni í sinn garð og flokksins í gegnum tíðina en hann hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013. Hann sé orðinn góður í að láta gagnrýni ekki trufla sig og ekki vera á förum. „Í gegnum öll þessi ár, öll þessi mál, þá hefur alltaf verið einhver rödd innra með mér sem hefur sagt, þið kannist við fyrri hlutann af þessum frasa, minn tími er ekki búinn.“ Það styttist í kosningar en þær verða í síðasta lagi á næsta ári. Bjarni sagði á fundinum að lögð yrði áhersla á ákveðin aðalatriði það sem eftir er af kjörtímabilsins. Það er á verðbólgu, orkumál og útlendingamálin. „Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands. Það er númer eitt.“ Þeir sem hafi fengið tímabundið dvalarleyfi og brjóti af sér fyrirgeri til að mynda rétti sínum til að búa á Íslandi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði á svipuðum nótum á fundinum og sagði flokkinn vera að vinna gegn mikilli fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. „Við höfum verið með miklu meiri þrýsting á landamærin heldur en að við áttum von á. Stjórnkerfið okkar var alls ekki undirbúið að taka til meðferðar slíkan fjölda mála. Það hefur til dæmis birst í mjög löngum umsóknarfresti. Svo rennur það upp fyrir okkur að aðrir eru búnir að loka á möguleikann að sækja um vernd á meðan það er enn þá opið fyrir slíkar umsóknir á Íslandi. Þetta eru götin sem að við þurfum að stoppa upp í. Að hluta til er það búið. Sumt af því liggur í frumvörpunum sem eru fyrir þinginu og svo heldur sú vinna áfram.“ Aðspurður hvort að Bjarni sé að boða harðari stefnu í útlendingamálum undir sinni forystu segir Bjarni að stefnan sem hann boði sé raunsærri en sú sem verið hefur. „Raunsæja stefnu það er bara það sem við erum að tala um. Að við horfumst að einhverju raunsæi í augu við stöðuna í þessum málaflokki. Hvað aðrir eru að gera og við viljum gera þetta vel. Ég held að þrýstingurinn á landamærin á Íslandi hafi meðal annars verið vegna þess að við höfum verið með séríslenskar reglur sem eru rýmri varðandi réttindi til dæmis til fjölskyldusameininga heldur en á við víða annars staðar og það gengur ekki lengur.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hélt opinn fund á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem Bjarni ávarpaði gesti ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Bjarni tók við forsætisráðuneytinu í vikunni og hefur undirskriftasöfnun verið í gangi þar sem því er mótmælt. Hann sagði á fundinum ekki hafa skort gagnrýni í sinn garð og flokksins í gegnum tíðina en hann hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013. Hann sé orðinn góður í að láta gagnrýni ekki trufla sig og ekki vera á förum. „Í gegnum öll þessi ár, öll þessi mál, þá hefur alltaf verið einhver rödd innra með mér sem hefur sagt, þið kannist við fyrri hlutann af þessum frasa, minn tími er ekki búinn.“ Það styttist í kosningar en þær verða í síðasta lagi á næsta ári. Bjarni sagði á fundinum að lögð yrði áhersla á ákveðin aðalatriði það sem eftir er af kjörtímabilsins. Það er á verðbólgu, orkumál og útlendingamálin. „Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands. Það er númer eitt.“ Þeir sem hafi fengið tímabundið dvalarleyfi og brjóti af sér fyrirgeri til að mynda rétti sínum til að búa á Íslandi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði á svipuðum nótum á fundinum og sagði flokkinn vera að vinna gegn mikilli fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. „Við höfum verið með miklu meiri þrýsting á landamærin heldur en að við áttum von á. Stjórnkerfið okkar var alls ekki undirbúið að taka til meðferðar slíkan fjölda mála. Það hefur til dæmis birst í mjög löngum umsóknarfresti. Svo rennur það upp fyrir okkur að aðrir eru búnir að loka á möguleikann að sækja um vernd á meðan það er enn þá opið fyrir slíkar umsóknir á Íslandi. Þetta eru götin sem að við þurfum að stoppa upp í. Að hluta til er það búið. Sumt af því liggur í frumvörpunum sem eru fyrir þinginu og svo heldur sú vinna áfram.“ Aðspurður hvort að Bjarni sé að boða harðari stefnu í útlendingamálum undir sinni forystu segir Bjarni að stefnan sem hann boði sé raunsærri en sú sem verið hefur. „Raunsæja stefnu það er bara það sem við erum að tala um. Að við horfumst að einhverju raunsæi í augu við stöðuna í þessum málaflokki. Hvað aðrir eru að gera og við viljum gera þetta vel. Ég held að þrýstingurinn á landamærin á Íslandi hafi meðal annars verið vegna þess að við höfum verið með séríslenskar reglur sem eru rýmri varðandi réttindi til dæmis til fjölskyldusameininga heldur en á við víða annars staðar og það gengur ekki lengur.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30
Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00