„Minn tími er ekki búinn“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 12:30 Bjarni Benediktsson sagði í ræðu sinni að hvergi væri betra að búa en á Íslandi sem væri mesta lýðræðisríki heims. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins sem nú fer fram á Hótel Nordica. Bjarni sagðist orðinn nokkuð góður í að leiða hjá sér gagnrýnisraddir. Hann segir þó umræðuna vera lifandi og ekki megi gera lítið úr því, það sé nauðsynlegt að vera á vaktinni. „Við þurfum að svara fyrir okkur. Við þurfum að standa saman í þessari baráttu. Ekki láta segja okkur fyrir hvað stöndum. Ekki láta ráðast á okkar fólk, okkar forystumenn í kjördæmum, á þinginu, í sveitastjórnum, hvar sem er, án þess að því sé svarað með málefnalegum hætti. Ekki sleggjudómum eða netárásum eða hvað þú vilt kalla það.“ Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðherraembættinu í annað sinn á dögunum.Vísir/Vilhelm Bjarni ræddi talsvert um útlendingamál í ræðu sinni og sagði nauðsynlegt að fólk gæti rætt þau mál án þess að vera sökuð um öfgastefnu. Þetta er skynsemisstefna. Hann boðaði aukna hörku í málaflokknum og sagði meðal annars að fólk sem hefði fengið tímabundið dvalarleyfi hér á landi og gerðist uppvíst að því að brjóta ítrekað eða alvarlega af sér, fyrirgerði rétti sínum til að búa á Íslandi. Þá yrði ekki hægt að fara fram á fjölskyldusameiningu fyrr en viðkomandi hefði búið hér í ákveðinn árafjölda. Kallar eftir frekari umræðu um málefnin Að endingu sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar um átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræðu Bjarna auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins sem nú fer fram á Hótel Nordica. Bjarni sagðist orðinn nokkuð góður í að leiða hjá sér gagnrýnisraddir. Hann segir þó umræðuna vera lifandi og ekki megi gera lítið úr því, það sé nauðsynlegt að vera á vaktinni. „Við þurfum að svara fyrir okkur. Við þurfum að standa saman í þessari baráttu. Ekki láta segja okkur fyrir hvað stöndum. Ekki láta ráðast á okkar fólk, okkar forystumenn í kjördæmum, á þinginu, í sveitastjórnum, hvar sem er, án þess að því sé svarað með málefnalegum hætti. Ekki sleggjudómum eða netárásum eða hvað þú vilt kalla það.“ Bjarni Benediktsson tók við forsætisráðherraembættinu í annað sinn á dögunum.Vísir/Vilhelm Bjarni ræddi talsvert um útlendingamál í ræðu sinni og sagði nauðsynlegt að fólk gæti rætt þau mál án þess að vera sökuð um öfgastefnu. Þetta er skynsemisstefna. Hann boðaði aukna hörku í málaflokknum og sagði meðal annars að fólk sem hefði fengið tímabundið dvalarleyfi hér á landi og gerðist uppvíst að því að brjóta ítrekað eða alvarlega af sér, fyrirgerði rétti sínum til að búa á Íslandi. Þá yrði ekki hægt að fara fram á fjölskyldusameiningu fyrr en viðkomandi hefði búið hér í ákveðinn árafjölda. Kallar eftir frekari umræðu um málefnin Að endingu sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar um átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræðu Bjarna auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira