Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 07:52 Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs í nýjustu könnun Gallup. Vísir/Vilhelm Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Samkvæmt könnuninni kysu þrjátíu prósent landsmanna Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Jón Gnarr er í þriðja sæti með tæplega átján prósent fylgi. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Aðrir frambjóðendur eru með talsvert minna fylgi. Halla Tómasdóttir mælist með sjö prósent og Arnar Þór Jónsson og Halla Hrund Logadóttir bæði með fjögur prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fá tvö prósent og Ástþór Magnússon eitt. Aðrir frambjóðendur hlutu innan við eitt prósent. Konur líklegri til að kjósa Katrínu en karlar Jón Eftir því sem fólk er eldra er það líklegra til að kjósa Katrínu á meðan Jón Gnarr sækir mesta fylgi sitt til yngra fólks. Aldurshlutfall kjósenda Baldurs virðist jafnara. Munur á milli kynja er einna mestur á fylgi Baldurs og Höllu Tómasdóttur, en konur eru líklegri til að kjósa þau. Konur eru einnig líklegri til að kjósa Katrínu á meðal karlar eru í meirihluta í fylgi Jóns Gnarr. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á svörum fólks eftir búsetu, menntun né tekjum. Fólk er hinsvegar líklegra til að kjósa Katrínu eftir því sem það er eldra, en Jón eftir því sem það er yngra. Þá er mikill munur á svörum fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Katrín fær atkvæði langflestra þeirra sem kysu Vinstri græna, eða ríflega nítíu prósent. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Alls voru 1731 í úrtaki könnunarinnar og þáttökuhlutfall var 46,4 prósent. Nærri níutíu prósent þátttakanda tóku afstöðu. Tvær vikur eru þar til framboðsfrestur til forsetakosninga rennur út. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Samkvæmt könnuninni kysu þrjátíu prósent landsmanna Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Jón Gnarr er í þriðja sæti með tæplega átján prósent fylgi. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Aðrir frambjóðendur eru með talsvert minna fylgi. Halla Tómasdóttir mælist með sjö prósent og Arnar Þór Jónsson og Halla Hrund Logadóttir bæði með fjögur prósent. Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fá tvö prósent og Ástþór Magnússon eitt. Aðrir frambjóðendur hlutu innan við eitt prósent. Konur líklegri til að kjósa Katrínu en karlar Jón Eftir því sem fólk er eldra er það líklegra til að kjósa Katrínu á meðan Jón Gnarr sækir mesta fylgi sitt til yngra fólks. Aldurshlutfall kjósenda Baldurs virðist jafnara. Munur á milli kynja er einna mestur á fylgi Baldurs og Höllu Tómasdóttur, en konur eru líklegri til að kjósa þau. Konur eru einnig líklegri til að kjósa Katrínu á meðal karlar eru í meirihluta í fylgi Jóns Gnarr. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á svörum fólks eftir búsetu, menntun né tekjum. Fólk er hinsvegar líklegra til að kjósa Katrínu eftir því sem það er eldra, en Jón eftir því sem það er yngra. Þá er mikill munur á svörum fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Katrín fær atkvæði langflestra þeirra sem kysu Vinstri græna, eða ríflega nítíu prósent. Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Alls voru 1731 í úrtaki könnunarinnar og þáttökuhlutfall var 46,4 prósent. Nærri níutíu prósent þátttakanda tóku afstöðu. Tvær vikur eru þar til framboðsfrestur til forsetakosninga rennur út.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Baldur með nokkurt forskot á Jón og Katrínu Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum. 3. apríl 2024 15:33