Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 23:54 Hunter Biden, sonur Joes Biden, með Jill Biden, stjúpmóður sinni í síðasta mánuði. Biden-hjónin hafa staðið með syni sínum sem hefur átt við fíknivanda að stríða um árabil. AP/Alex Brandon Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. Hunter Biden er ákærður fyrir að ljúga um vímuefnaneyslu sína þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018 og ólöglega vörslu á byssunni. Hann er fyrsta barn sitjandi Bandaríkjaforseta sem er ákært fyrir glæp og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Biden kröfðust þess að ákærunum væri vísað frá vegna þess að lögin sem þær byggðu á stæðust líklega ekki stjórnarskrá eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna víkkaði út réttindi fólks til skotvopnaeignar árið 2022. Þá færðu verjendurnir rök fyrir því að Biden hefði gert bindandi samkomulag við saksóknara um að hann yrði ekki ákærður fyrir brotin. Því samkomulagi var rift síðasta sumar eftir að í ljós kom að sérstakur rannsakandi sem rannsakaði Biden og verjendur hans lögðu ekki sama skilning á efni þess. Eins og stendur eiga réttarhöldin í byssumálinu að hefjast 3. júní. Biden er einnig ákærður fyrir skattvik í öðru dómsmáli en það á að hefjast 20. júní. Þar á hann yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsisdóm. Donald Trump, mótherji Joes Biden, á sjálfur yfir höfði sér fjögur sakamál. Hann er meðal annars ákærður í tengslum við árás stuðningsmanna hans á þinghúsið 6. janúar 2021, ólöglega meðferð á ríkisleyndarmálum og ólöglegar greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Réttarhöld í síðastnefnda málinu eiga að hefjast í New York á mánudag. Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Hunter Biden er ákærður fyrir að ljúga um vímuefnaneyslu sína þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018 og ólöglega vörslu á byssunni. Hann er fyrsta barn sitjandi Bandaríkjaforseta sem er ákært fyrir glæp og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Biden kröfðust þess að ákærunum væri vísað frá vegna þess að lögin sem þær byggðu á stæðust líklega ekki stjórnarskrá eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna víkkaði út réttindi fólks til skotvopnaeignar árið 2022. Þá færðu verjendurnir rök fyrir því að Biden hefði gert bindandi samkomulag við saksóknara um að hann yrði ekki ákærður fyrir brotin. Því samkomulagi var rift síðasta sumar eftir að í ljós kom að sérstakur rannsakandi sem rannsakaði Biden og verjendur hans lögðu ekki sama skilning á efni þess. Eins og stendur eiga réttarhöldin í byssumálinu að hefjast 3. júní. Biden er einnig ákærður fyrir skattvik í öðru dómsmáli en það á að hefjast 20. júní. Þar á hann yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsisdóm. Donald Trump, mótherji Joes Biden, á sjálfur yfir höfði sér fjögur sakamál. Hann er meðal annars ákærður í tengslum við árás stuðningsmanna hans á þinghúsið 6. janúar 2021, ólöglega meðferð á ríkisleyndarmálum og ólöglegar greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Réttarhöld í síðastnefnda málinu eiga að hefjast í New York á mánudag.
Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira