Almannavarnir greiða umframorkunotkun í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2024 16:49 Fasteignaeigendur í Grindavík fá endurgreiddan hitaveitu- og rafmagnskostnað. Vísir/Vilhelm Almannavarnir hafa ákveðið að hjálpa fasteignaeigendum í Grindavík við að standa straum af kostnaði vegna hærri rafmagns- og hitaveitureikninga á meðan aðgerðir til að verja hús fyrir frostskemmdum í kjölfar náttúruhamfaranna stóðu yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að um sé að ræða umframkostnað heimila og fyrirtækja frá 19. janúar til 31. mars en heildarkostnaðurinn nemi rúmum tuttugu milljónum króna. Hitaveitustofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur skemmdist í eldgosi sem hófst 14. janúar með þeim afleiðingum að lítill þrýstingur var á dreifikerfi hitaveitunnar í bænum og að hluta til alveg heitavatnslaust. Á sama tíma stóð yfir rýming sem skerti möguleika fólks á að sinna húsum sínum. „Þar sem langur frostakafli var á þessum tíma ákváðu Almannavarnir þann 19. janúar að ráðast í aðgerðir til að koma hita á fasteignir til að verja þær frostskemmdum. Við það jókst heitavatns- og rafmagnsnotkun í hluta bæjarins með tilheyrandi auka kostnaði fyrir húseigendur,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum. „Almannavarnir munu greiða HS Veitum þá upphæð sem um ræðir, og hafa HS Veitur tekið að sér að endurgreiða þeim notendum sem urðu fyrir þessum auka kostnaði. Það verður gert við útsendingu orkureikninga vegna mars, sem sendir verða út bráðlega,“ segir í tilkynningunni. „Við útreikningana verður horft til rafmagns- og heitavatnsnotkunar eins og hún var 1. til 14. janúar, þ.e. fyrir náttúruhamfarirnar í janúar og notkun umfram það á tímabilinu 19. janúar til 31. mars reiknuð sem umframnotkun og kemur til lækkunar orkureikninga vegna mars.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að um sé að ræða umframkostnað heimila og fyrirtækja frá 19. janúar til 31. mars en heildarkostnaðurinn nemi rúmum tuttugu milljónum króna. Hitaveitustofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur skemmdist í eldgosi sem hófst 14. janúar með þeim afleiðingum að lítill þrýstingur var á dreifikerfi hitaveitunnar í bænum og að hluta til alveg heitavatnslaust. Á sama tíma stóð yfir rýming sem skerti möguleika fólks á að sinna húsum sínum. „Þar sem langur frostakafli var á þessum tíma ákváðu Almannavarnir þann 19. janúar að ráðast í aðgerðir til að koma hita á fasteignir til að verja þær frostskemmdum. Við það jókst heitavatns- og rafmagnsnotkun í hluta bæjarins með tilheyrandi auka kostnaði fyrir húseigendur,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum. „Almannavarnir munu greiða HS Veitum þá upphæð sem um ræðir, og hafa HS Veitur tekið að sér að endurgreiða þeim notendum sem urðu fyrir þessum auka kostnaði. Það verður gert við útsendingu orkureikninga vegna mars, sem sendir verða út bráðlega,“ segir í tilkynningunni. „Við útreikningana verður horft til rafmagns- og heitavatnsnotkunar eins og hún var 1. til 14. janúar, þ.e. fyrir náttúruhamfarirnar í janúar og notkun umfram það á tímabilinu 19. janúar til 31. mars reiknuð sem umframnotkun og kemur til lækkunar orkureikninga vegna mars.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30
Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?