Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2024 16:40 Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður hvort Bankasýslan hefði getað gert eitthvað betur í ferlinu segir hann ekkert í lífinu sem ekki sé hægt að gera aðeins betur. Málið liggi þó ljóst fyrir hvað Bankasýsluna varði og best sé að fá nýtt bankaráð til að skoða málið að loknum aðalfundi bankans eftir viku. Tryggvi segir Landsbankann hafa sinnt skyldu sinni á fyrri stigum. „Landsbankinn sinnti því í júlí 2023 þegar fyrri atlaga var gerð að kaupunum. En þegar kemur að þessari ákvörðun 15. mars þar sem Landsbankinn setur fram skuldbindandi tilboð í TM þá eru það þessi þrjú atriði sem við drögum skýrt fram,“ segir Tryggvi. Þriggja mínútna símtal dugi ekki Þar nefnir hann fyrst að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst fyrir fram um tilboðið. „Menn geta talað um þriggja mínútna símtöl í desember ef þeir vilja en það er á engan hátt uppfylling á samningi,“ segir Tryggvi. Í annan stað að fara gegn yfirlýsingum ráðherra og eigendastefnu ríkisins er snýr að áhættu, vilja til að auka arðgreiðslur, grynnka skuldir, sáttmála ríkisstjórnarinnar og að peningur sé notaður til að byggja upp innviði. Í þriðja lagi að enginn fyrirvari hafi verið um samþykki hluthafa ólíkt því sem var í tilboði Íslandsbanka í TM. „Við spurðum um það á aðalfundi Íslandsbanka nýlega. Þar kom skýrt fram að Íslandsbanki gerði fyrirvara um samþykki hluthafa,“ segir Tryggvi. Sjá hvað eftirlitsaðilar segja „Okkur finnst málið skýrt og leiðin fram undan nokkuð ljós. Með því að fá nýja aðila að bankaráðinu, sem er rétti aðilinn til að meta málið að nýju og velta fyrir sér möguleikum, þá er þessu komið áfram,“ segir Tryggvi. Þá minnir hann á að þeir fyrirvarar hafi þó verið í tilboði Landsbankans um samþykki fjármálaeftirlits Seðlabankans og Samkeppniseftirlitsins. „Þess vegna er kannski rétt að aðeins sjá hver verður niðurstaða þessara tveggja aðila.“ Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður hvort Bankasýslan hefði getað gert eitthvað betur í ferlinu segir hann ekkert í lífinu sem ekki sé hægt að gera aðeins betur. Málið liggi þó ljóst fyrir hvað Bankasýsluna varði og best sé að fá nýtt bankaráð til að skoða málið að loknum aðalfundi bankans eftir viku. Tryggvi segir Landsbankann hafa sinnt skyldu sinni á fyrri stigum. „Landsbankinn sinnti því í júlí 2023 þegar fyrri atlaga var gerð að kaupunum. En þegar kemur að þessari ákvörðun 15. mars þar sem Landsbankinn setur fram skuldbindandi tilboð í TM þá eru það þessi þrjú atriði sem við drögum skýrt fram,“ segir Tryggvi. Þriggja mínútna símtal dugi ekki Þar nefnir hann fyrst að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst fyrir fram um tilboðið. „Menn geta talað um þriggja mínútna símtöl í desember ef þeir vilja en það er á engan hátt uppfylling á samningi,“ segir Tryggvi. Í annan stað að fara gegn yfirlýsingum ráðherra og eigendastefnu ríkisins er snýr að áhættu, vilja til að auka arðgreiðslur, grynnka skuldir, sáttmála ríkisstjórnarinnar og að peningur sé notaður til að byggja upp innviði. Í þriðja lagi að enginn fyrirvari hafi verið um samþykki hluthafa ólíkt því sem var í tilboði Íslandsbanka í TM. „Við spurðum um það á aðalfundi Íslandsbanka nýlega. Þar kom skýrt fram að Íslandsbanki gerði fyrirvara um samþykki hluthafa,“ segir Tryggvi. Sjá hvað eftirlitsaðilar segja „Okkur finnst málið skýrt og leiðin fram undan nokkuð ljós. Með því að fá nýja aðila að bankaráðinu, sem er rétti aðilinn til að meta málið að nýju og velta fyrir sér möguleikum, þá er þessu komið áfram,“ segir Tryggvi. Þá minnir hann á að þeir fyrirvarar hafi þó verið í tilboði Landsbankans um samþykki fjármálaeftirlits Seðlabankans og Samkeppniseftirlitsins. „Þess vegna er kannski rétt að aðeins sjá hver verður niðurstaða þessara tveggja aðila.“
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira