Hæstiréttur skoðar ekki ellefu ára gamalt slys í Sinfó Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 14:40 Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir skaðabótamál sem sviðsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands höfðaði gegn hljómsveitinni og tónlistarhúsinu Hörpu vegna vinnuslyss. Sviðsmaðurinn höfðaði málið vegna slyssins sem átti sér stað á æfingu Sinfóníunnar að morgni til árið 2013. Það varð skömmu eftir kaffihlé þegar hljómsveitarmenn voru að snúa til baka í svokallaða hljómsveitargryfju. Starfsmaðurinn sagði slysahættu hafa verið á vettvangi vegna lélegrar lýsingar, og að mikið af snúrum og öðrum búnaði væri á gólfi gryfjunnar. Hann hafi ætlað að láta ljósamann vita af hættunni, en rekið fótinn í þegar hann hafi ætlað á efri pall gryfjunnar og dottið. Fyrir vikið hlaut hann mikið líkamstjón. Hæstaréttur tekur málið ekki fyrir.Vísir/Vilhelm Árið 2021 dæmdi Landsréttur Hörpu og Sinfóníuhljómsveitina til að greiða honum skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna slyssins. Í kjölfar dóms Landsréttar 2021 náðu aðilar málsins sáttum um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningarbætur og bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku. Ágreiningurinn leystist þó ekki alveg, enn var deilt um frádrátt af bótum vegna varanlegrar örorku mannsins. Sinfónían og Harpa vildu meina að draga ætti ákveðið hlutfall af örorkulífeyris sem maðurinn þiggur frá Lífeyrissjóði frá skaðabótunum. Maðurinn var á öðru máli. Hann sagði ekki orsakasamband milli slyssins og frádráttarins, þar sem hann hafði glímt við vanheilsu fyrir slysið, og þau vandamál blossað upp aftur eftir að hann var rekinn úr starfi eftir slysuð. Harpa og Sinfónían voru sýknuð í héraði, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Það er sá dómur sem Hæstiréttur hafnar nú að taka fyrir. Maðurinn vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði Landsrétt bersýnilega lesa rangt úr gögnum málsins og beita réttarreglum ranglega. Þá hefði málið almenna þýðingu, og varði afar mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur sagði hvorki séð að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að málið varðaði sérstaklega hagsmuni mannsins. „Þá verður ekki séð að þau fjölmörgu atriði sem leyfisbeiðandi nefnir í beiðni sinni bendi til að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð að fallist verði á beiðnina eða að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar sem hafnaði beiðninni. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að viðkomandi hefði spilað í hljómsveitinni. Hann var starfsmaður hennar. Dómsmál Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Vinnuslys Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Sviðsmaðurinn höfðaði málið vegna slyssins sem átti sér stað á æfingu Sinfóníunnar að morgni til árið 2013. Það varð skömmu eftir kaffihlé þegar hljómsveitarmenn voru að snúa til baka í svokallaða hljómsveitargryfju. Starfsmaðurinn sagði slysahættu hafa verið á vettvangi vegna lélegrar lýsingar, og að mikið af snúrum og öðrum búnaði væri á gólfi gryfjunnar. Hann hafi ætlað að láta ljósamann vita af hættunni, en rekið fótinn í þegar hann hafi ætlað á efri pall gryfjunnar og dottið. Fyrir vikið hlaut hann mikið líkamstjón. Hæstaréttur tekur málið ekki fyrir.Vísir/Vilhelm Árið 2021 dæmdi Landsréttur Hörpu og Sinfóníuhljómsveitina til að greiða honum skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna slyssins. Í kjölfar dóms Landsréttar 2021 náðu aðilar málsins sáttum um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningarbætur og bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku. Ágreiningurinn leystist þó ekki alveg, enn var deilt um frádrátt af bótum vegna varanlegrar örorku mannsins. Sinfónían og Harpa vildu meina að draga ætti ákveðið hlutfall af örorkulífeyris sem maðurinn þiggur frá Lífeyrissjóði frá skaðabótunum. Maðurinn var á öðru máli. Hann sagði ekki orsakasamband milli slyssins og frádráttarins, þar sem hann hafði glímt við vanheilsu fyrir slysið, og þau vandamál blossað upp aftur eftir að hann var rekinn úr starfi eftir slysuð. Harpa og Sinfónían voru sýknuð í héraði, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Það er sá dómur sem Hæstiréttur hafnar nú að taka fyrir. Maðurinn vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði Landsrétt bersýnilega lesa rangt úr gögnum málsins og beita réttarreglum ranglega. Þá hefði málið almenna þýðingu, og varði afar mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur sagði hvorki séð að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að málið varðaði sérstaklega hagsmuni mannsins. „Þá verður ekki séð að þau fjölmörgu atriði sem leyfisbeiðandi nefnir í beiðni sinni bendi til að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð að fallist verði á beiðnina eða að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar sem hafnaði beiðninni. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að viðkomandi hefði spilað í hljómsveitinni. Hann var starfsmaður hennar.
Dómsmál Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Vinnuslys Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira