Talað tungum tveim? - Stefáni Einari Stefánssyni svarað Einar Steinn Valgarðsson skrifar 11. apríl 2024 21:25 Í grein sinni í Viðskiptamogganum 10. apríl sl. rifjar Stefán Einar Stefánsson blaðamaður og viðskiptasiðfræðingur upp ritdeilu sem við Hjálmtýr Heiðdal áttum við hann fyrir þremur árum. Í þeirri ritdeilu rægði hann okkur sem mest hann mátti, og af nýju greininni að dæma er hann enn við sama heygarðshornið. En fyrst Stefán Einar vill vera að rifja upp skrif, þá er rétt að geta þess að ekki eru meira en rúmlega tvö ár frá því að Stefán Einar fordæmdi sjálfur innrás Rússlands í Úkraínu og nefndi það sérstaklega að hann styddi sniðgöngu gagnvart Rússlandi. Þannig sagði hann beinlínis á facebook: „ Ég mun ekki snerta á rússneskum vörum fyrr en Pútín og morðhundar hans eru komnir frá völdum.“ Slík orð ein og sér má vel taka undir, og stendur mér raunar málið nærri. Konan mín er frá Kyiv og tengdafjölskylda mín og vinir okkar einnig. Ég hef sjálfur oft heimsótt borgina og átt sumar af mínum bestu stundum þar. Það hefur verið skelfilegt að horfa upp á þessa hryllilegu innrás. Það að vita af ástvinum ýmist föstum á staðnum eða þurfandi að yfirgefa allt sitt og halda á flótta, er einfaldlega skelfilegt áfall sem verður vart með orðum lýst. Ég fordæmi innrásina alfarið og skilyrðislaust, rétt eins og ég fordæmi hryðjuverk Hamas, slátrun Ísraels á Gaza og hernámið sjálft. Gallinn er hins vegar sá, að þegar Stefán Einar talaði þarna fyrir sniðgöngu gagnvart Rússlandi vegna mannréttindabrota, þá var það töluvert annar tónn en hann sýndi árið áður og nú enn á ný fólki sem talar fyrir því sama þegar málið snýr að Palestínu, Í ritdeilu okkar Hjálmtýs Heiðdal við Stefán Einar snerist gagnrýni okkar á skrif hans um að hann mærði í grein sinni í Morgunblaðinu vín frá landtökubyggð Ísraela á Vesturbakkanum og hvatti lesendur blaðsins til að kaupa það, en vínframleiðslan, landtakan og sjálft hernámið stríða gegn alþjóðalögum, eins og Félagið Ísland-Palestína hefur bent á. Stefán Einar svaraði gagnrýni okkar með því að saka okkur um „illa dulið gyðingahatur“, en sýndi þó hvergi fram á að neitt í okkar skrifum styddi þá fáránlegu ásökun. Þessu hélt hann svo áfram á facebooksíðu sinni og lét sig ekki um muna að kalla okkur „stórhættulega ofbeldismenn“ sem „fólk ætti að taka vara á“. Minna má það víst ekki vera! Morgunblaðið hafnaði að birta svargrein okkar við rógi Stefáns Einars og sjálfur svaraði hann umleitunum okkar um að hann beitti sér fyrir rétti okkar til andsvars með þögninni. Við fengum hins vegar birta svargrein á Vísi og kemur þessi grein hér sem síðbúið framhald, fyrst Stefán Einar kaus að taka upp þráðinn aftur núna, þremur árum síðar. Að afgreiða hvers konar gagnrýni á hernám, landtökur og aðskilnaðarstefnu í boði stjórnvalda í Ísrael sem gyðingahatur ber annað hvort vott um ótrúlega fáfræði eða ótrúlegan óheiðarleika. Ég læt lesendum eftir að dæma hvort eigi fremur við í tilfelli Stefáns Einars Stefánssonar. Slíkt er aftur á móti algeng taktík hjá stuðningsfólki þessarar sömu stefnu Ísraelsstjórnar og sýnir best hve slæman málstað það hefur að verja. Ef marka á skrif þeirra, gefa Stefán Einar og kumpánar hans (svo notuð séu hans orð) lítið fyrir alþjóðarétt og mannréttindasáttmála, eða gagnrýni friðar- og mannréttindasamtaka, þeir vilja væntanlega afgreiða alla slíka gagnrýni sem gyðingahatur. Og gildir þá einu hvort um er að ræða Sameinuðu þjóðirnar, Genfarsáttmálann, Amnesty International, Alþjóðadómstóllinn í Haag, Rauða krossinn, Rauða hálfmánann, Lækna án landamæra, Human Rights Watch eða Evrópusambandið. En því fer einnig fjarri að allir Ísraelar, hvað þá allir gyðingar, styðji ísraelsk stjórnvöld eða landránsstefnu og mannréttindabrot, þvert á móti hefur þeim víða verið andmælt. Hér má nefna mannréttinda- og friðarhreyfingar eins og B‘tselem, Peace Now, Israeli Comittee Against House Demolitions (ICAHD), Gush Shalom (ísraelsk friðarsamtök sem kölluðu eftir sniðgöngu á landtökuvörum svo snemma sem á 10. áratugnum), Yesh Gvul, Ta‘ayush, Women in Black, Bat Shalom, Rabbis for Human Rights, Gisha, Jewish Voice for Peace, Combatants for Peace (Ísraelar og Palestínumenn), Parents Circle – Families Forum (sömuleiðis) Alternative Information Center (ICA, sömuleiðis skipuð Ísraelum og Palestínumönnum) og Anarchists Against the Wall. Að ógleymdum fjölmiðlum eins og Haaretz (víðlesnasta dagblað Ísraels), 972 Magazine og Mondoweiss. Stefán Einar vill kannski útskýra fyrir okkur allt hið stæka gyðingahatur þessara samtaka og miðla? Athygli vekur að stuðningsfólk ísraelskra stjórnvalda þykist gjarnan bera hag Palestínumanna fyrir brjósti en vitnar nær aldrei til slíkra samtaka, nema þá helst með neikvæðum formerkjum. Það afgreiðir þau iðulega sem öfgasamtök eða sjálfshatandi gyðinga eða í besta falli nytsama sakleysingja. Þar með er gefið í skyn að til þess að vera góður og gegn gyðingur verði maður að styðja ísraelsk stjórnvöld, landrán og mannréttindabrot í einu og öllu. Og verður þá ekki annað sagt en að slík krafa gagnvart gyðingum lýsi afar sérkennilegum viðhorfum til þeirra. Stefáni Einari fannst gagnrýni okkar Hjálmtýs á grein hans öfgakennd, þar sem hann leitaðist við að réttlæta vín úr ólöglegum landtökubyggðum og merkingar sem geta í besta falli talist misvísandi. Sjálfur skirrtist Stefán Einar hins vegar ekki við að lýsa stuðningi við þetta landrán, hvetja aðra til að gerast þjófsnautar og að ásaka síðan blygðunarlaust þá sem gagnrýna þessa stefnu um gyðingahatur í fjölmiðlinum sem hann er á launum hjá, auk áðurnefndra svívirðinga á facebook. Hvorki hann né ritstjórinn gátu síðan sýnt af sér þann manndóm að leyfa hinum ásökuðu að svara fyrir sig í Morgunblaðinu. Furðulegast er þó að Stefán Einar hvatti annars vegar fólk til þess í grein sinni að kaupa landtökuvín af stolnu landi Palestínumanna og mærði framleiðsluna sem einhverja meinta fyrirmynd að sátt og samlyndi, en mætti síðar galvaskur í Silfur Egils og sagði landránið slæmt og spilla friðarhorfum. Sama landránið og hann hafði skömmu áður sjálfur mært í grein sinni. Svo kom trompið, þegar hann talaði sjálfur fyrir sniðgöngu gagnvart Rússlandi fyrir mannréttindabrot, hafandi áður úthrópað okkur gyðingahatara þegar við gerðum slíkt hið sama. Og hann er enn að. Já, það verður víst seint af Stefáni Einari Stefánssyni skafið að lengi getur hann trompað sig. Eftir stendur þó spurningin: Talar blaðamaðurinn og siðfræðingurinn tungum tveim? Og hvora eigum við þá að hlusta á? Það væri vel þegið að Stefán Einar Stefánsson útskýrði það. Það hefði sömuleiðis verið óskandi að þessi nýfundni stuðningur hans við sniðgöngu hefði orðið til þess að hann endurskoðaði afstöðu sína til sniðgöngu á landránsvörum og að hann hefði horfst í augu við eigin hræsni og rógburð. Að hann hefði jafnvel séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Af því hefur bersýnilega ekki orðið, og að fenginni reynslu get ég ekki sagt að ég haldi niður í mér andanum með það. Höfundur er félaginu í Félaginu Íslands-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Í grein sinni í Viðskiptamogganum 10. apríl sl. rifjar Stefán Einar Stefánsson blaðamaður og viðskiptasiðfræðingur upp ritdeilu sem við Hjálmtýr Heiðdal áttum við hann fyrir þremur árum. Í þeirri ritdeilu rægði hann okkur sem mest hann mátti, og af nýju greininni að dæma er hann enn við sama heygarðshornið. En fyrst Stefán Einar vill vera að rifja upp skrif, þá er rétt að geta þess að ekki eru meira en rúmlega tvö ár frá því að Stefán Einar fordæmdi sjálfur innrás Rússlands í Úkraínu og nefndi það sérstaklega að hann styddi sniðgöngu gagnvart Rússlandi. Þannig sagði hann beinlínis á facebook: „ Ég mun ekki snerta á rússneskum vörum fyrr en Pútín og morðhundar hans eru komnir frá völdum.“ Slík orð ein og sér má vel taka undir, og stendur mér raunar málið nærri. Konan mín er frá Kyiv og tengdafjölskylda mín og vinir okkar einnig. Ég hef sjálfur oft heimsótt borgina og átt sumar af mínum bestu stundum þar. Það hefur verið skelfilegt að horfa upp á þessa hryllilegu innrás. Það að vita af ástvinum ýmist föstum á staðnum eða þurfandi að yfirgefa allt sitt og halda á flótta, er einfaldlega skelfilegt áfall sem verður vart með orðum lýst. Ég fordæmi innrásina alfarið og skilyrðislaust, rétt eins og ég fordæmi hryðjuverk Hamas, slátrun Ísraels á Gaza og hernámið sjálft. Gallinn er hins vegar sá, að þegar Stefán Einar talaði þarna fyrir sniðgöngu gagnvart Rússlandi vegna mannréttindabrota, þá var það töluvert annar tónn en hann sýndi árið áður og nú enn á ný fólki sem talar fyrir því sama þegar málið snýr að Palestínu, Í ritdeilu okkar Hjálmtýs Heiðdal við Stefán Einar snerist gagnrýni okkar á skrif hans um að hann mærði í grein sinni í Morgunblaðinu vín frá landtökubyggð Ísraela á Vesturbakkanum og hvatti lesendur blaðsins til að kaupa það, en vínframleiðslan, landtakan og sjálft hernámið stríða gegn alþjóðalögum, eins og Félagið Ísland-Palestína hefur bent á. Stefán Einar svaraði gagnrýni okkar með því að saka okkur um „illa dulið gyðingahatur“, en sýndi þó hvergi fram á að neitt í okkar skrifum styddi þá fáránlegu ásökun. Þessu hélt hann svo áfram á facebooksíðu sinni og lét sig ekki um muna að kalla okkur „stórhættulega ofbeldismenn“ sem „fólk ætti að taka vara á“. Minna má það víst ekki vera! Morgunblaðið hafnaði að birta svargrein okkar við rógi Stefáns Einars og sjálfur svaraði hann umleitunum okkar um að hann beitti sér fyrir rétti okkar til andsvars með þögninni. Við fengum hins vegar birta svargrein á Vísi og kemur þessi grein hér sem síðbúið framhald, fyrst Stefán Einar kaus að taka upp þráðinn aftur núna, þremur árum síðar. Að afgreiða hvers konar gagnrýni á hernám, landtökur og aðskilnaðarstefnu í boði stjórnvalda í Ísrael sem gyðingahatur ber annað hvort vott um ótrúlega fáfræði eða ótrúlegan óheiðarleika. Ég læt lesendum eftir að dæma hvort eigi fremur við í tilfelli Stefáns Einars Stefánssonar. Slíkt er aftur á móti algeng taktík hjá stuðningsfólki þessarar sömu stefnu Ísraelsstjórnar og sýnir best hve slæman málstað það hefur að verja. Ef marka á skrif þeirra, gefa Stefán Einar og kumpánar hans (svo notuð séu hans orð) lítið fyrir alþjóðarétt og mannréttindasáttmála, eða gagnrýni friðar- og mannréttindasamtaka, þeir vilja væntanlega afgreiða alla slíka gagnrýni sem gyðingahatur. Og gildir þá einu hvort um er að ræða Sameinuðu þjóðirnar, Genfarsáttmálann, Amnesty International, Alþjóðadómstóllinn í Haag, Rauða krossinn, Rauða hálfmánann, Lækna án landamæra, Human Rights Watch eða Evrópusambandið. En því fer einnig fjarri að allir Ísraelar, hvað þá allir gyðingar, styðji ísraelsk stjórnvöld eða landránsstefnu og mannréttindabrot, þvert á móti hefur þeim víða verið andmælt. Hér má nefna mannréttinda- og friðarhreyfingar eins og B‘tselem, Peace Now, Israeli Comittee Against House Demolitions (ICAHD), Gush Shalom (ísraelsk friðarsamtök sem kölluðu eftir sniðgöngu á landtökuvörum svo snemma sem á 10. áratugnum), Yesh Gvul, Ta‘ayush, Women in Black, Bat Shalom, Rabbis for Human Rights, Gisha, Jewish Voice for Peace, Combatants for Peace (Ísraelar og Palestínumenn), Parents Circle – Families Forum (sömuleiðis) Alternative Information Center (ICA, sömuleiðis skipuð Ísraelum og Palestínumönnum) og Anarchists Against the Wall. Að ógleymdum fjölmiðlum eins og Haaretz (víðlesnasta dagblað Ísraels), 972 Magazine og Mondoweiss. Stefán Einar vill kannski útskýra fyrir okkur allt hið stæka gyðingahatur þessara samtaka og miðla? Athygli vekur að stuðningsfólk ísraelskra stjórnvalda þykist gjarnan bera hag Palestínumanna fyrir brjósti en vitnar nær aldrei til slíkra samtaka, nema þá helst með neikvæðum formerkjum. Það afgreiðir þau iðulega sem öfgasamtök eða sjálfshatandi gyðinga eða í besta falli nytsama sakleysingja. Þar með er gefið í skyn að til þess að vera góður og gegn gyðingur verði maður að styðja ísraelsk stjórnvöld, landrán og mannréttindabrot í einu og öllu. Og verður þá ekki annað sagt en að slík krafa gagnvart gyðingum lýsi afar sérkennilegum viðhorfum til þeirra. Stefáni Einari fannst gagnrýni okkar Hjálmtýs á grein hans öfgakennd, þar sem hann leitaðist við að réttlæta vín úr ólöglegum landtökubyggðum og merkingar sem geta í besta falli talist misvísandi. Sjálfur skirrtist Stefán Einar hins vegar ekki við að lýsa stuðningi við þetta landrán, hvetja aðra til að gerast þjófsnautar og að ásaka síðan blygðunarlaust þá sem gagnrýna þessa stefnu um gyðingahatur í fjölmiðlinum sem hann er á launum hjá, auk áðurnefndra svívirðinga á facebook. Hvorki hann né ritstjórinn gátu síðan sýnt af sér þann manndóm að leyfa hinum ásökuðu að svara fyrir sig í Morgunblaðinu. Furðulegast er þó að Stefán Einar hvatti annars vegar fólk til þess í grein sinni að kaupa landtökuvín af stolnu landi Palestínumanna og mærði framleiðsluna sem einhverja meinta fyrirmynd að sátt og samlyndi, en mætti síðar galvaskur í Silfur Egils og sagði landránið slæmt og spilla friðarhorfum. Sama landránið og hann hafði skömmu áður sjálfur mært í grein sinni. Svo kom trompið, þegar hann talaði sjálfur fyrir sniðgöngu gagnvart Rússlandi fyrir mannréttindabrot, hafandi áður úthrópað okkur gyðingahatara þegar við gerðum slíkt hið sama. Og hann er enn að. Já, það verður víst seint af Stefáni Einari Stefánssyni skafið að lengi getur hann trompað sig. Eftir stendur þó spurningin: Talar blaðamaðurinn og siðfræðingurinn tungum tveim? Og hvora eigum við þá að hlusta á? Það væri vel þegið að Stefán Einar Stefánsson útskýrði það. Það hefði sömuleiðis verið óskandi að þessi nýfundni stuðningur hans við sniðgöngu hefði orðið til þess að hann endurskoðaði afstöðu sína til sniðgöngu á landránsvörum og að hann hefði horfst í augu við eigin hræsni og rógburð. Að hann hefði jafnvel séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Af því hefur bersýnilega ekki orðið, og að fenginni reynslu get ég ekki sagt að ég haldi niður í mér andanum með það. Höfundur er félaginu í Félaginu Íslands-Palestína.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun