Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 15:21 Herdís Dröfn Fjelsted tók við sem forstjóri Sýnar í upphafi árs. Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. Aðalfundur Sýnar stendur yfir þar sem kosið verður meðal annars í nýja stjórn og nýjan stjórnarformann. Jón Skaftason hættir sem stjórnarformaður og sex býtast um stjórnarsætin fimm. Í tilkynningu stjórnar Sýnar til Kauphallar segir að starfsemi móðurfélagsins sé skipt í fjórar rekstrareiningar: Stöð 2, Vefmiðla og útvarp, Vodafone og Innviði. Stoðsviðin verða Fjármál, Lögfræðisvið, Mannauður og Upplýsingatækni - Endor. Þá hefur verið stofnuð ný sameiginleg Markaðs-, og sjálfbærnideild Sýnar. Fréttastofa vinnur eftir sem áður þvert á alla miðla félagsins. Við skipulagsbreytinguna koma þrír nýir í framkvæmdastjórn Sýnar. Þau eru Eðvald Gíslason nýráðinn framkvæmdastjóri fjármála, Valdís Arnórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri upplýsingatækni og stjórnarformaður Endor sem er dótturfélag Sýnar. Fyrir eru í framkvæmdastjórn Sýnar Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone og Páll Ásgrímsson framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. „Við leggjum ríka áherslu á að einfalda ákvarðanatöku og boðleiðir í rekstrinum og er breytingin á skipulaginu liður í þeirri vegferð. Skýr sjálfbærnivegferð, helgun mannauðs og öflug upplýsingatækni er grundvöllur að framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina Sýnar. Markmið þessara breytinga er aukin verðmætasköpun og að styrkja enn frekar ímynd allra vörumerkja Sýnar sem eru afar verðmæt,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Nýtt skipurit Sýnar. Nýir framkvæmdastjórar eru kynntir til leiks í tilkynningu stjórnar Sýnar og má sjá kynninguna að neðan. Eðvald Gíslason, framkvæmdastjóri fjármála Eðvald er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann er með sterkan bakgrunn úr starfi í fjármálastýringu, greiningum, áætlanagerð, líkanagerð, verkefnastýringu og hefur starfað lengi í öguðu vinnuumhverfi með straumlínustjórnun og stafræna framþróun að leiðarljósi. Eðvald starfaði áður hjá Kviku þar sem að hann veitti hagdeild forstöðu. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Valdís Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs Valdís hefur starfað sem mannauðsstjóri Sýnar síðan í janúar 2024. Valdís hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi í mannauðsmálum. Valdís kom til Sýnar frá Marel þar sem að hún starfaði í 11 ár, þar af lengst sem stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi ásamt því að leiða krísuteymi fyrirtækisins. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heklu. Gunnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni Gunnar er einn af stofnendum Endor og hefur verið framkvæmdastjóri Endor, nú dótturfélag Sýnar, frá stofnun þess árið 2015. Endor er kröftugt sérfræðifyrirtæki sem veitir faglega þjónustu og ráðgjöf tengt áskorunum í rekstri upplýsingatækniumhverfa fyrir fjölbreytilega viðskiptavini hérlendis og erlendis. Gunnar hefur viðamikla reynslu í upplýsingatækni, rekstri og þjónustu. Hann var forstjóri Opinna Kerfa frá árinu 2008 til ársins 2015 og þar áður starfaði hann í mismunandi stjórnunarstörfum innan þess félags frá árinu 2000. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Aðalfundur Sýnar stendur yfir þar sem kosið verður meðal annars í nýja stjórn og nýjan stjórnarformann. Jón Skaftason hættir sem stjórnarformaður og sex býtast um stjórnarsætin fimm. Í tilkynningu stjórnar Sýnar til Kauphallar segir að starfsemi móðurfélagsins sé skipt í fjórar rekstrareiningar: Stöð 2, Vefmiðla og útvarp, Vodafone og Innviði. Stoðsviðin verða Fjármál, Lögfræðisvið, Mannauður og Upplýsingatækni - Endor. Þá hefur verið stofnuð ný sameiginleg Markaðs-, og sjálfbærnideild Sýnar. Fréttastofa vinnur eftir sem áður þvert á alla miðla félagsins. Við skipulagsbreytinguna koma þrír nýir í framkvæmdastjórn Sýnar. Þau eru Eðvald Gíslason nýráðinn framkvæmdastjóri fjármála, Valdís Arnórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri upplýsingatækni og stjórnarformaður Endor sem er dótturfélag Sýnar. Fyrir eru í framkvæmdastjórn Sýnar Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone og Páll Ásgrímsson framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. „Við leggjum ríka áherslu á að einfalda ákvarðanatöku og boðleiðir í rekstrinum og er breytingin á skipulaginu liður í þeirri vegferð. Skýr sjálfbærnivegferð, helgun mannauðs og öflug upplýsingatækni er grundvöllur að framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina Sýnar. Markmið þessara breytinga er aukin verðmætasköpun og að styrkja enn frekar ímynd allra vörumerkja Sýnar sem eru afar verðmæt,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Nýtt skipurit Sýnar. Nýir framkvæmdastjórar eru kynntir til leiks í tilkynningu stjórnar Sýnar og má sjá kynninguna að neðan. Eðvald Gíslason, framkvæmdastjóri fjármála Eðvald er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann er með sterkan bakgrunn úr starfi í fjármálastýringu, greiningum, áætlanagerð, líkanagerð, verkefnastýringu og hefur starfað lengi í öguðu vinnuumhverfi með straumlínustjórnun og stafræna framþróun að leiðarljósi. Eðvald starfaði áður hjá Kviku þar sem að hann veitti hagdeild forstöðu. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Valdís Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs Valdís hefur starfað sem mannauðsstjóri Sýnar síðan í janúar 2024. Valdís hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi í mannauðsmálum. Valdís kom til Sýnar frá Marel þar sem að hún starfaði í 11 ár, þar af lengst sem stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi ásamt því að leiða krísuteymi fyrirtækisins. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heklu. Gunnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni Gunnar er einn af stofnendum Endor og hefur verið framkvæmdastjóri Endor, nú dótturfélag Sýnar, frá stofnun þess árið 2015. Endor er kröftugt sérfræðifyrirtæki sem veitir faglega þjónustu og ráðgjöf tengt áskorunum í rekstri upplýsingatækniumhverfa fyrir fjölbreytilega viðskiptavini hérlendis og erlendis. Gunnar hefur viðamikla reynslu í upplýsingatækni, rekstri og þjónustu. Hann var forstjóri Opinna Kerfa frá árinu 2008 til ársins 2015 og þar áður starfaði hann í mismunandi stjórnunarstörfum innan þess félags frá árinu 2000. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira