Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 15:21 Herdís Dröfn Fjelsted tók við sem forstjóri Sýnar í upphafi árs. Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. Aðalfundur Sýnar stendur yfir þar sem kosið verður meðal annars í nýja stjórn og nýjan stjórnarformann. Jón Skaftason hættir sem stjórnarformaður og sex býtast um stjórnarsætin fimm. Í tilkynningu stjórnar Sýnar til Kauphallar segir að starfsemi móðurfélagsins sé skipt í fjórar rekstrareiningar: Stöð 2, Vefmiðla og útvarp, Vodafone og Innviði. Stoðsviðin verða Fjármál, Lögfræðisvið, Mannauður og Upplýsingatækni - Endor. Þá hefur verið stofnuð ný sameiginleg Markaðs-, og sjálfbærnideild Sýnar. Fréttastofa vinnur eftir sem áður þvert á alla miðla félagsins. Við skipulagsbreytinguna koma þrír nýir í framkvæmdastjórn Sýnar. Þau eru Eðvald Gíslason nýráðinn framkvæmdastjóri fjármála, Valdís Arnórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri upplýsingatækni og stjórnarformaður Endor sem er dótturfélag Sýnar. Fyrir eru í framkvæmdastjórn Sýnar Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone og Páll Ásgrímsson framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. „Við leggjum ríka áherslu á að einfalda ákvarðanatöku og boðleiðir í rekstrinum og er breytingin á skipulaginu liður í þeirri vegferð. Skýr sjálfbærnivegferð, helgun mannauðs og öflug upplýsingatækni er grundvöllur að framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina Sýnar. Markmið þessara breytinga er aukin verðmætasköpun og að styrkja enn frekar ímynd allra vörumerkja Sýnar sem eru afar verðmæt,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Nýtt skipurit Sýnar. Nýir framkvæmdastjórar eru kynntir til leiks í tilkynningu stjórnar Sýnar og má sjá kynninguna að neðan. Eðvald Gíslason, framkvæmdastjóri fjármála Eðvald er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann er með sterkan bakgrunn úr starfi í fjármálastýringu, greiningum, áætlanagerð, líkanagerð, verkefnastýringu og hefur starfað lengi í öguðu vinnuumhverfi með straumlínustjórnun og stafræna framþróun að leiðarljósi. Eðvald starfaði áður hjá Kviku þar sem að hann veitti hagdeild forstöðu. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Valdís Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs Valdís hefur starfað sem mannauðsstjóri Sýnar síðan í janúar 2024. Valdís hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi í mannauðsmálum. Valdís kom til Sýnar frá Marel þar sem að hún starfaði í 11 ár, þar af lengst sem stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi ásamt því að leiða krísuteymi fyrirtækisins. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heklu. Gunnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni Gunnar er einn af stofnendum Endor og hefur verið framkvæmdastjóri Endor, nú dótturfélag Sýnar, frá stofnun þess árið 2015. Endor er kröftugt sérfræðifyrirtæki sem veitir faglega þjónustu og ráðgjöf tengt áskorunum í rekstri upplýsingatækniumhverfa fyrir fjölbreytilega viðskiptavini hérlendis og erlendis. Gunnar hefur viðamikla reynslu í upplýsingatækni, rekstri og þjónustu. Hann var forstjóri Opinna Kerfa frá árinu 2008 til ársins 2015 og þar áður starfaði hann í mismunandi stjórnunarstörfum innan þess félags frá árinu 2000. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Aðalfundur Sýnar stendur yfir þar sem kosið verður meðal annars í nýja stjórn og nýjan stjórnarformann. Jón Skaftason hættir sem stjórnarformaður og sex býtast um stjórnarsætin fimm. Í tilkynningu stjórnar Sýnar til Kauphallar segir að starfsemi móðurfélagsins sé skipt í fjórar rekstrareiningar: Stöð 2, Vefmiðla og útvarp, Vodafone og Innviði. Stoðsviðin verða Fjármál, Lögfræðisvið, Mannauður og Upplýsingatækni - Endor. Þá hefur verið stofnuð ný sameiginleg Markaðs-, og sjálfbærnideild Sýnar. Fréttastofa vinnur eftir sem áður þvert á alla miðla félagsins. Við skipulagsbreytinguna koma þrír nýir í framkvæmdastjórn Sýnar. Þau eru Eðvald Gíslason nýráðinn framkvæmdastjóri fjármála, Valdís Arnórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri upplýsingatækni og stjórnarformaður Endor sem er dótturfélag Sýnar. Fyrir eru í framkvæmdastjórn Sýnar Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone og Páll Ásgrímsson framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. „Við leggjum ríka áherslu á að einfalda ákvarðanatöku og boðleiðir í rekstrinum og er breytingin á skipulaginu liður í þeirri vegferð. Skýr sjálfbærnivegferð, helgun mannauðs og öflug upplýsingatækni er grundvöllur að framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina Sýnar. Markmið þessara breytinga er aukin verðmætasköpun og að styrkja enn frekar ímynd allra vörumerkja Sýnar sem eru afar verðmæt,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Nýtt skipurit Sýnar. Nýir framkvæmdastjórar eru kynntir til leiks í tilkynningu stjórnar Sýnar og má sjá kynninguna að neðan. Eðvald Gíslason, framkvæmdastjóri fjármála Eðvald er reyndur stjórnandi með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum. Hann er með sterkan bakgrunn úr starfi í fjármálastýringu, greiningum, áætlanagerð, líkanagerð, verkefnastýringu og hefur starfað lengi í öguðu vinnuumhverfi með straumlínustjórnun og stafræna framþróun að leiðarljósi. Eðvald starfaði áður hjá Kviku þar sem að hann veitti hagdeild forstöðu. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Greiðslumiðlun Íslands og við greiningar hjá NextCODE, CCP og Nykredit banka í Danmörku. Valdís Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs Valdís hefur starfað sem mannauðsstjóri Sýnar síðan í janúar 2024. Valdís hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi í mannauðsmálum. Valdís kom til Sýnar frá Marel þar sem að hún starfaði í 11 ár, þar af lengst sem stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi ásamt því að leiða krísuteymi fyrirtækisins. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heklu. Gunnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni Gunnar er einn af stofnendum Endor og hefur verið framkvæmdastjóri Endor, nú dótturfélag Sýnar, frá stofnun þess árið 2015. Endor er kröftugt sérfræðifyrirtæki sem veitir faglega þjónustu og ráðgjöf tengt áskorunum í rekstri upplýsingatækniumhverfa fyrir fjölbreytilega viðskiptavini hérlendis og erlendis. Gunnar hefur viðamikla reynslu í upplýsingatækni, rekstri og þjónustu. Hann var forstjóri Opinna Kerfa frá árinu 2008 til ársins 2015 og þar áður starfaði hann í mismunandi stjórnunarstörfum innan þess félags frá árinu 2000. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun