Kirkja sem þorir Erna Kristín Stefánsdóttir og Sindri Geir Óskarsson skrifa 11. apríl 2024 10:01 Í aðdraganda biskupskjörs hafa ýmis sjónarmið komið fram, ýmist um kosti þeirra ólíku kandídata sem í boði eru, eða þá að fólk veltir hreinlega fyrir sér af hverju það sé þörf á að hafa biskup. Hvort það þurfi virkilega silkihúfu í punt embætti til að stjórna kirkjunni. Sem betur fer er það ekki lengur svo að biskup stjórni kirkjunni eða sé í forstjóra hlutverki. Biskup hefur hins vegar það mikilvæga hlutverk að vera hirðir kirkjunnar, vera leiðtogi sem setur tóninn fyrir þá stefnu sem þjóðkirkjan tekur og vera andlit þjóðkirkjunnar. Nú styttist í að nýr biskup verði kjörinn. Rúmlega 2000 manns af landinu öllu fá frá og með deginum í dag og næstu daga að velja þann biskup sem líklega mótar þjóðkirkjuna næsta áratuginn ef ekki lengur. Þau sem að valinu koma verða að horfa fram á veginn og eftir að hafa kynnt okkur vel þau þrjú sem eru í kjöri erum við sannfærð um að Guðrún Karls Helgudóttir sé sá biskup sem kirkjan þarfnast. Þjóðkirkjan þarf að eiga samfylgd með þjóðinni og því mikilvægt að huga að því hvernig við viljum að kirkjan birtist fólki og hvernig við þjónum fólkinu í landinu sem best. Kirkjan þarf því biskup sem er framsækinn og fær um að halda á lofti jákvæðri ásýnd kirkjunnar. Guðrún hefur sýnt að hún þorir að mæta samfélaginu eins og það er, hún notar samfélagsmiðla til að opna kirkjuna og leyfir sér að orða boðskapinn á skiljanlegri íslensku. Hún kemur til dyrana eins og hún er og brennur fyrir því að kirkjan sé samferða samfélaginu á þeirri vegferð að vaxa í kærleika og von. Það er algjörlega undir kirkjunni sjálfri komið hvort að sá dýrmæti boðskapur sem við viljum bera áfram komist til skila. Við þurfum að vera í sókn, og þar treystum við Guðrúnu til að leiða okkur. Ekki bara af því að hún hefur hæfileika og metnað til að nýta nýjar leiðir til að ná til fólks, heldur vegna þess að hún hefur ríka yfirsýn yfir málefnum kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar. Ekki síst er ljóst að hún hefur trú á kirkjunni og býr yfir þeim kjarki að vera tilbúin að mæta þeim áskorunum sem fylgja að vera kristin kirkja í samtímanum. Kristinn boðskapur er ummyndandi og á fullt erindi við íslenskt samfélag sem er klárlega andlega leitandi. En það þarf að bjóða upp á fjölbreytni í kirkjunni, við þurfum að þora að gera tilraunir, prófa okkur áfram, bjóða upp á ólíkar leiðir fyrir ólíkt fólk, það hefur Guðrún leyft sér að gera sem sóknarprestur í Grafarvogi. Ef að kirkjan á að vera trúverðug þarf hún að geta staðið með sínum boðskapi þegar á reynir. Þegar okkur mæta mannúðarkrísur, þegar samfélagið tekst á við bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, þá þarf biskup að þora að stíga fram og tala fyrir gildum Jesú Krists, kærleika, von, friði, náð og mannhelgi. Biskup þarf að vera óhræddur við að tala fyrir mannréttindum, tala fyrir friði og hvetja samfélagið til að feta friðar- og kærleiksveg. Þar vitum við að hjarta Guðrúnar er, orð hennar og verk hafa sýnt það þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir málefnum jaðarsamfélaga án þess að hika og staðið með þeim sem minna mega sín. Við þurfum biskup sem þorir, því samfélagið þarfnast kirkju sem þorir. Þorir að standa með sínum kjarnaboðskap þótt á móti blási, þorir að teygja sig í nýjar áttir og þorir að ganga í takti við samfélagið til móts við framtíðina. Friður Guðs sé með ykkur. Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda biskupskjörs hafa ýmis sjónarmið komið fram, ýmist um kosti þeirra ólíku kandídata sem í boði eru, eða þá að fólk veltir hreinlega fyrir sér af hverju það sé þörf á að hafa biskup. Hvort það þurfi virkilega silkihúfu í punt embætti til að stjórna kirkjunni. Sem betur fer er það ekki lengur svo að biskup stjórni kirkjunni eða sé í forstjóra hlutverki. Biskup hefur hins vegar það mikilvæga hlutverk að vera hirðir kirkjunnar, vera leiðtogi sem setur tóninn fyrir þá stefnu sem þjóðkirkjan tekur og vera andlit þjóðkirkjunnar. Nú styttist í að nýr biskup verði kjörinn. Rúmlega 2000 manns af landinu öllu fá frá og með deginum í dag og næstu daga að velja þann biskup sem líklega mótar þjóðkirkjuna næsta áratuginn ef ekki lengur. Þau sem að valinu koma verða að horfa fram á veginn og eftir að hafa kynnt okkur vel þau þrjú sem eru í kjöri erum við sannfærð um að Guðrún Karls Helgudóttir sé sá biskup sem kirkjan þarfnast. Þjóðkirkjan þarf að eiga samfylgd með þjóðinni og því mikilvægt að huga að því hvernig við viljum að kirkjan birtist fólki og hvernig við þjónum fólkinu í landinu sem best. Kirkjan þarf því biskup sem er framsækinn og fær um að halda á lofti jákvæðri ásýnd kirkjunnar. Guðrún hefur sýnt að hún þorir að mæta samfélaginu eins og það er, hún notar samfélagsmiðla til að opna kirkjuna og leyfir sér að orða boðskapinn á skiljanlegri íslensku. Hún kemur til dyrana eins og hún er og brennur fyrir því að kirkjan sé samferða samfélaginu á þeirri vegferð að vaxa í kærleika og von. Það er algjörlega undir kirkjunni sjálfri komið hvort að sá dýrmæti boðskapur sem við viljum bera áfram komist til skila. Við þurfum að vera í sókn, og þar treystum við Guðrúnu til að leiða okkur. Ekki bara af því að hún hefur hæfileika og metnað til að nýta nýjar leiðir til að ná til fólks, heldur vegna þess að hún hefur ríka yfirsýn yfir málefnum kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar. Ekki síst er ljóst að hún hefur trú á kirkjunni og býr yfir þeim kjarki að vera tilbúin að mæta þeim áskorunum sem fylgja að vera kristin kirkja í samtímanum. Kristinn boðskapur er ummyndandi og á fullt erindi við íslenskt samfélag sem er klárlega andlega leitandi. En það þarf að bjóða upp á fjölbreytni í kirkjunni, við þurfum að þora að gera tilraunir, prófa okkur áfram, bjóða upp á ólíkar leiðir fyrir ólíkt fólk, það hefur Guðrún leyft sér að gera sem sóknarprestur í Grafarvogi. Ef að kirkjan á að vera trúverðug þarf hún að geta staðið með sínum boðskapi þegar á reynir. Þegar okkur mæta mannúðarkrísur, þegar samfélagið tekst á við bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, þá þarf biskup að þora að stíga fram og tala fyrir gildum Jesú Krists, kærleika, von, friði, náð og mannhelgi. Biskup þarf að vera óhræddur við að tala fyrir mannréttindum, tala fyrir friði og hvetja samfélagið til að feta friðar- og kærleiksveg. Þar vitum við að hjarta Guðrúnar er, orð hennar og verk hafa sýnt það þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir málefnum jaðarsamfélaga án þess að hika og staðið með þeim sem minna mega sín. Við þurfum biskup sem þorir, því samfélagið þarfnast kirkju sem þorir. Þorir að standa með sínum kjarnaboðskap þótt á móti blási, þorir að teygja sig í nýjar áttir og þorir að ganga í takti við samfélagið til móts við framtíðina. Friður Guðs sé með ykkur. Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun