Bjóst við tíu leikjum ekki tíu árum Valur Páll Eiríksson skrifar 11. apríl 2024 08:00 Patrick Pedersen er kominn í 100 marka klúbbinn og stefnir á markamet Tryggva Guðmundssonar. Vísir/Einar Daninn Patrick Pedersen skoraði um helgina sitt hundraðasta mark í efstu deild hér á landi og er því kominn í fámennan hóp manna með þriggja stafa tölu. Hann stefnir á að verða markahæstur í sögu deildarinnar. Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins er Valur vann 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð deildarinnar. Það var mark númer 100 í deildinni og hann gat fagnað því vel. „Ég er mjög stoltur og ánægður með árangurinn. Þetta var virkilega góð tilfinning,“ segir Patrick sem hefur glímt við meiðsli á hæl undanfarin ár en eftir aðgerð í fyrra líður honum nú betur en aldrei fyrr. „Mér finnst ég vera í mjög góðu formi. Mér hefur aldrei liðið betur, í hælnum og svoleiðis. Mér líður vel og liðinu gengur vel.“ Patrick kom hingað til lands árið 2013 frá Vendsyssel og óhætt að segja að hann hafi ekki búist við því að ná slíkum áfanga hérlendis. „Nei, alls ekki. Ég bjóst frekar við að spila tíu leiki. Ég kom á láni frá félaginu mínu í Danmörku og bjóst ekki við því að vera hér í tíu ár.“ Mark á Meistaravöllum í uppáhaldi Þá er vert að spyrja hvaða mark hans sé í uppáhaldi. „Það er erfitt að segja. Ætli það sé ekki mark á móti KR á útivelli, þar sem ég vippaði yfir markmanninn. Mér fannst það býsna gott,“ segir Patrick en markið má sjá í fréttinni að ofan. Patrick nálgast önnur met en hann þarf aðeins eitt til að jafna Steven Lennon sem markahæsti erlendi leikmaður í efstu deild, níu til að jafna Inga Björn Albertsson sem markahæsta leikmann Vals og 31 mark til að ná Tryggva Guðmundssyni sem sá markahæsti í sögu deildarinnar. Markmið hans eru skýr. „Það er auðvitað að verða markahæstur frá upphafi. Vonandi næ ég því einhvern tímann þó einbeitingin sé aðeins að hverjum leik fyrir sig. Líklega næst það ekki á þessu ári en ég á tvö ár eftir af samningnum og allt er mögulegt,“ segir Patrick. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins er Valur vann 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð deildarinnar. Það var mark númer 100 í deildinni og hann gat fagnað því vel. „Ég er mjög stoltur og ánægður með árangurinn. Þetta var virkilega góð tilfinning,“ segir Patrick sem hefur glímt við meiðsli á hæl undanfarin ár en eftir aðgerð í fyrra líður honum nú betur en aldrei fyrr. „Mér finnst ég vera í mjög góðu formi. Mér hefur aldrei liðið betur, í hælnum og svoleiðis. Mér líður vel og liðinu gengur vel.“ Patrick kom hingað til lands árið 2013 frá Vendsyssel og óhætt að segja að hann hafi ekki búist við því að ná slíkum áfanga hérlendis. „Nei, alls ekki. Ég bjóst frekar við að spila tíu leiki. Ég kom á láni frá félaginu mínu í Danmörku og bjóst ekki við því að vera hér í tíu ár.“ Mark á Meistaravöllum í uppáhaldi Þá er vert að spyrja hvaða mark hans sé í uppáhaldi. „Það er erfitt að segja. Ætli það sé ekki mark á móti KR á útivelli, þar sem ég vippaði yfir markmanninn. Mér fannst það býsna gott,“ segir Patrick en markið má sjá í fréttinni að ofan. Patrick nálgast önnur met en hann þarf aðeins eitt til að jafna Steven Lennon sem markahæsti erlendi leikmaður í efstu deild, níu til að jafna Inga Björn Albertsson sem markahæsta leikmann Vals og 31 mark til að ná Tryggva Guðmundssyni sem sá markahæsti í sögu deildarinnar. Markmið hans eru skýr. „Það er auðvitað að verða markahæstur frá upphafi. Vonandi næ ég því einhvern tímann þó einbeitingin sé aðeins að hverjum leik fyrir sig. Líklega næst það ekki á þessu ári en ég á tvö ár eftir af samningnum og allt er mögulegt,“ segir Patrick. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti