Friðrik Þór fer fyrir dómnefnd á kvikmyndahátíð í Moskvu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 23:04 Friðrik Þór Friðriksson er einn ástsælasti leikstjóri Íslands og hefur hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna. Vísir/Vilhelm Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi mun fara fyrir dómnefnd á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið að sniðganga keppnina að mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Hátíðin er árleg og fer fram vikuna 19. til 26 apríl næstkomandi. Hún var fyrst haldin árið 1935. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt til sniðgöngu á hátíðinni ásamt öðrum rússneksum menningarviðburðum og alþjóðleg samtök kvikmyndaframleiðanda, FIAPF, slitið öllu samstarfi við hana. „Hann er stofnandi stærsta framleiðslufyrirtækis Íslands, Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, sem hefur lengi starfað með Zentropa fyrirtæki Lars von Trier og American Zoetrop fyrirtæki Francis Ford Coppola. Hann hefur einnig hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína Börn náttúrunnar,“, segir um Friðrik í tilkynningu frá hátíðinni. Umdeildur formaður styður innrásina Nikita Mikhailov er formaður hátíðarinnar og er einn ástsælasti leikari og leikstjóri Rússa. Hann hefur verið opinskár með stuðning sinn við Vladímír Pútín forseta Rússlands í gegnum árin og lýsti einnig yfir stuðningi við innrásina árið 2022. Hann hefur áður tjáð sig opinberlega um „nasistana“ sem fara með völdin í Úkraínu og hefur sagt úkraínska tungu vera Rússahatur í sjálfri sér. Árið 2007 skrifaði Nikita undir bréf þar sem kallað var eftir því að Pútín sæktist eftir sínu þriðja kjörtímabili sem forseti Rússlands. Sama ár bjó hann til kvikmynd í tilefni af 55 ára afmælis Pútíns sem sýnd var í rússneska ríkisútvarpinu. Dómnefndin sem Friðrik Þór leiðir mun veita verðlaun fyrir bestu kvikmynd hátíðarinnar. Í henni sitja leikarar og leikstjórar frá Rússlandi, Tyrklandi og fleiri löndum. Fréttastofa hafði samband við Friðrik við vinnslu fréttarinnar en hann vildi ekki tjá sig um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Hátíðin er árleg og fer fram vikuna 19. til 26 apríl næstkomandi. Hún var fyrst haldin árið 1935. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt til sniðgöngu á hátíðinni ásamt öðrum rússneksum menningarviðburðum og alþjóðleg samtök kvikmyndaframleiðanda, FIAPF, slitið öllu samstarfi við hana. „Hann er stofnandi stærsta framleiðslufyrirtækis Íslands, Íslensku kvikmyndasamsteypunnar, sem hefur lengi starfað með Zentropa fyrirtæki Lars von Trier og American Zoetrop fyrirtæki Francis Ford Coppola. Hann hefur einnig hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir kvikmynd sína Börn náttúrunnar,“, segir um Friðrik í tilkynningu frá hátíðinni. Umdeildur formaður styður innrásina Nikita Mikhailov er formaður hátíðarinnar og er einn ástsælasti leikari og leikstjóri Rússa. Hann hefur verið opinskár með stuðning sinn við Vladímír Pútín forseta Rússlands í gegnum árin og lýsti einnig yfir stuðningi við innrásina árið 2022. Hann hefur áður tjáð sig opinberlega um „nasistana“ sem fara með völdin í Úkraínu og hefur sagt úkraínska tungu vera Rússahatur í sjálfri sér. Árið 2007 skrifaði Nikita undir bréf þar sem kallað var eftir því að Pútín sæktist eftir sínu þriðja kjörtímabili sem forseti Rússlands. Sama ár bjó hann til kvikmynd í tilefni af 55 ára afmælis Pútíns sem sýnd var í rússneska ríkisútvarpinu. Dómnefndin sem Friðrik Þór leiðir mun veita verðlaun fyrir bestu kvikmynd hátíðarinnar. Í henni sitja leikarar og leikstjórar frá Rússlandi, Tyrklandi og fleiri löndum. Fréttastofa hafði samband við Friðrik við vinnslu fréttarinnar en hann vildi ekki tjá sig um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Íslendingar erlendis Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira