Hraunbreiðan orðin rúmir sex ferkílómetrar Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 15:46 Mynd sem sérfræðingur Náttúrufræðistofnunar tók í eftirlitsflugi í gær. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Mynd/Birgir V. Óskarsson/Náttúrufræðistofnun) Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur líka fram að landris haldi áfram í Svartsengi og að hraði þess hafi aukist undanfarna viku á sama tíma og dregið hefur úr krafti eldgossins Þá segir að erfitt sé að spá fyrir um endalok eldgossins. Það geti haldið áfram í lengri tíma með stöðugu flæði eða stöðvast á næstunni. „Þar sem kvika safnast áfram undir Svartsengi og þrýstingur þar eykst er líka möguleiki á að kraftur eldgossins aukist aftur, líkt og gerðist í Fagradalsfjalli 2021. Ef eldgosið stöðvast á næstunni er líklegast að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi og svipuð atburðarás, eins og sést hefur síðustu mánuði, muni endurtaka sig,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þá segir að skjálftavirkni við kvikugang við Grindavík sé áfram mjög lítil en sé helst á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells en einnig aðeins í vestanverðri Grindavík. Við Fagradalsfjall sé viðvarandi smáskjálftavirkni á um sex til sjö kílómetra dýpi. Hættumatskort sem var uppfært í dag. Mynd/Veðurstofan Í frétt Veðurstofunnar segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi til 16. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar voru gerðar á hættumatinu og er enn talin hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (svæði 3) þar sem hún er metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Gasmengun til vesturs og norðvesturs Á morgun er austan og suðaustanátt og berst þá gasmengunin til vesturs og norðvesturs frá gosstöðvunum. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með loftgæðum í kringum eldgosið í byggð á Reykjanesskaga. Dregið hefur jafnt og þétt úr krafi eldgossins síðustu daga. Það sýna niðurstöður mælinga sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands sem fóru í mælingaflug yfir hraunbreiðuna í gær. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að meðalhraunflæði frá gígunum á milli 3. og 8. apríl sé metið 3,6 ± 0,7 m3/s. Byggt á gögnum sem Verkfræðistofan Efla safnaði þann 3. apríl í drónaflugi var meðalhraunflæðið metið 6,6 ± 0,3 m3/s frá 27. mars til 3. apríl. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Á kortinu má sjá útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Mynd/Veðurstofan Undanfarna daga hefur hraun runnið að mestu til suðurs frá gígnum en tímabundið rann það skammt til norðurs á sunnudagskvöld í kjölfar þess að gígbarmurinn brast. Hraunið hefur þykknað mest nærri gígnum og skammt sunnan þeirra þar sem mest virkni er í hraunbreiðunni. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur líka fram að landris haldi áfram í Svartsengi og að hraði þess hafi aukist undanfarna viku á sama tíma og dregið hefur úr krafti eldgossins Þá segir að erfitt sé að spá fyrir um endalok eldgossins. Það geti haldið áfram í lengri tíma með stöðugu flæði eða stöðvast á næstunni. „Þar sem kvika safnast áfram undir Svartsengi og þrýstingur þar eykst er líka möguleiki á að kraftur eldgossins aukist aftur, líkt og gerðist í Fagradalsfjalli 2021. Ef eldgosið stöðvast á næstunni er líklegast að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi og svipuð atburðarás, eins og sést hefur síðustu mánuði, muni endurtaka sig,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þá segir að skjálftavirkni við kvikugang við Grindavík sé áfram mjög lítil en sé helst á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells en einnig aðeins í vestanverðri Grindavík. Við Fagradalsfjall sé viðvarandi smáskjálftavirkni á um sex til sjö kílómetra dýpi. Hættumatskort sem var uppfært í dag. Mynd/Veðurstofan Í frétt Veðurstofunnar segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi til 16. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar voru gerðar á hættumatinu og er enn talin hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (svæði 3) þar sem hún er metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Gasmengun til vesturs og norðvesturs Á morgun er austan og suðaustanátt og berst þá gasmengunin til vesturs og norðvesturs frá gosstöðvunum. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með loftgæðum í kringum eldgosið í byggð á Reykjanesskaga. Dregið hefur jafnt og þétt úr krafi eldgossins síðustu daga. Það sýna niðurstöður mælinga sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands sem fóru í mælingaflug yfir hraunbreiðuna í gær. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að meðalhraunflæði frá gígunum á milli 3. og 8. apríl sé metið 3,6 ± 0,7 m3/s. Byggt á gögnum sem Verkfræðistofan Efla safnaði þann 3. apríl í drónaflugi var meðalhraunflæðið metið 6,6 ± 0,3 m3/s frá 27. mars til 3. apríl. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Á kortinu má sjá útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Mynd/Veðurstofan Undanfarna daga hefur hraun runnið að mestu til suðurs frá gígnum en tímabundið rann það skammt til norðurs á sunnudagskvöld í kjölfar þess að gígbarmurinn brast. Hraunið hefur þykknað mest nærri gígnum og skammt sunnan þeirra þar sem mest virkni er í hraunbreiðunni. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira