Markaveisla í Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 21:05 Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/Kiko Huesca Real Madríd tók á móti Evrópumeisturum Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Að þessu sinni fór það svo að liðin gerðu 3-3 jafntefli og því ljóst að það er til alls að vinna á Etihad-vellinum í Manchester þann 17. apríl næstkomandi. Búast mátti við hörkuleik á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Heimamenn höfðu fengið leyfi til að loka þaki vallarins í þeirri von um að það myndi skapa meiri læti. Þá var þetta þriðja tímabilið í röð sem liðin mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Á síðustu leiktíð vann Man City einvígi liðanna, fór alla leið og sigraði keppnina. Tímabilið áður hafði Real farið alla leið eftir að leggja lærisveina Pep Guardiola í einu dramatískasta einvígi síðari ára. Evrópumeistarar Man City komust yfir strax á annarri mínútu. Þeir fengu aukaspyrnu töluvert frá marki en Bernardo Silva kom öllum að óvörum og lét vaða á markið. Andriy Lunin, markvörður heimamanna, bjóst engan veginn við því og staðan orðin 0-1. Lunin náði að koma hendi í boltann en það var ekki nóg. Það tók heimamenn hins vegar ekki langan tíma að snúa leiknum sér í hag. Tíu mínútum eftir að gestirnir komust yfir óð Eduardo Camavinga að marki og átti skot sem fór af Rúben Dias og því kom Stefan Ortega engum vörnum við í markinu. R DRYG G ES pic.twitter.com/jGnyADVasu— Real Madrid C.F. (@realmadrid) April 9, 2024 Aðeins tveimur mínútum síðar sneri Real vörn í sókn á methraða. Toni Kroos átti sendingu úr eigin vítateig á Vinícius Júnior sem þræddi boltann á samlanda sinn Rodrygo sem var enn á eigin vallarhelmingi þegar sendingin kom. Hraði Rodrygo kom honum inn á teig gestanna þar sem skot hans fór af fæti Nathan Aké og í netið. Eftir það róaðist leikurinn aðeins, heimamenn lögðust örlítið til baka og gestirnir reyndu að finna ryðmann á nýjan leik. pic.twitter.com/5J2pyu8iDd— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 9, 2024 Staðan 2-1 í hálfleik en gamanið hvergi nærri búið. Phil Foden jafnaði metin með glæsilegu marki á 66. mínútu og fimm mínútum síðar hafði varnarmaðurinn Joško Gvardiol komið Evrópumeisturunum yfir með góðu skoti með sínum lakari hægri fæti. Real Madríd er hins vegar ekki þekkt fyrir að gefast upp og jafnaði Federico Valverde metin þegar ellefu mínútur lifðu leiks. Real Madrid 0-1 Man City (2')Real Madrid 1-1 Man City (12')Real Madrid 2-1 Man City (14')Real Madrid 2-2 Man City (66')Real Madrid 2-3 Man City (71')Real Madrid 3-3 Man City (79')#UCL pic.twitter.com/laAMY1ran6— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 9, 2024 Eins ótrúlega og það hljómar þá urðu mörkin ekki fleiri og lokatölur 3-3. Liðin þurfa því bæði að sækja til sigurs þegar þau mætast á nýjan leik þann 17. apríl. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Real Madríd tók á móti Evrópumeisturum Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Að þessu sinni fór það svo að liðin gerðu 3-3 jafntefli og því ljóst að það er til alls að vinna á Etihad-vellinum í Manchester þann 17. apríl næstkomandi. Búast mátti við hörkuleik á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Heimamenn höfðu fengið leyfi til að loka þaki vallarins í þeirri von um að það myndi skapa meiri læti. Þá var þetta þriðja tímabilið í röð sem liðin mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Á síðustu leiktíð vann Man City einvígi liðanna, fór alla leið og sigraði keppnina. Tímabilið áður hafði Real farið alla leið eftir að leggja lærisveina Pep Guardiola í einu dramatískasta einvígi síðari ára. Evrópumeistarar Man City komust yfir strax á annarri mínútu. Þeir fengu aukaspyrnu töluvert frá marki en Bernardo Silva kom öllum að óvörum og lét vaða á markið. Andriy Lunin, markvörður heimamanna, bjóst engan veginn við því og staðan orðin 0-1. Lunin náði að koma hendi í boltann en það var ekki nóg. Það tók heimamenn hins vegar ekki langan tíma að snúa leiknum sér í hag. Tíu mínútum eftir að gestirnir komust yfir óð Eduardo Camavinga að marki og átti skot sem fór af Rúben Dias og því kom Stefan Ortega engum vörnum við í markinu. R DRYG G ES pic.twitter.com/jGnyADVasu— Real Madrid C.F. (@realmadrid) April 9, 2024 Aðeins tveimur mínútum síðar sneri Real vörn í sókn á methraða. Toni Kroos átti sendingu úr eigin vítateig á Vinícius Júnior sem þræddi boltann á samlanda sinn Rodrygo sem var enn á eigin vallarhelmingi þegar sendingin kom. Hraði Rodrygo kom honum inn á teig gestanna þar sem skot hans fór af fæti Nathan Aké og í netið. Eftir það róaðist leikurinn aðeins, heimamenn lögðust örlítið til baka og gestirnir reyndu að finna ryðmann á nýjan leik. pic.twitter.com/5J2pyu8iDd— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 9, 2024 Staðan 2-1 í hálfleik en gamanið hvergi nærri búið. Phil Foden jafnaði metin með glæsilegu marki á 66. mínútu og fimm mínútum síðar hafði varnarmaðurinn Joško Gvardiol komið Evrópumeisturunum yfir með góðu skoti með sínum lakari hægri fæti. Real Madríd er hins vegar ekki þekkt fyrir að gefast upp og jafnaði Federico Valverde metin þegar ellefu mínútur lifðu leiks. Real Madrid 0-1 Man City (2')Real Madrid 1-1 Man City (12')Real Madrid 2-1 Man City (14')Real Madrid 2-2 Man City (66')Real Madrid 2-3 Man City (71')Real Madrid 3-3 Man City (79')#UCL pic.twitter.com/laAMY1ran6— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 9, 2024 Eins ótrúlega og það hljómar þá urðu mörkin ekki fleiri og lokatölur 3-3. Liðin þurfa því bæði að sækja til sigurs þegar þau mætast á nýjan leik þann 17. apríl.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti