Réðst á móður sem hélt á syni sínum í Kringlunni Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2024 18:00 Árásin átti sér stað í Kringlunni árið 2022. Vísir/Vilhelm Kona hlaut í síðasta mánuði þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir að ráðast á aðra konu sem hélt á syni sínum. Atvik málsins áttu sér stað í apríl 2022 fyrir framan verslun Byggt og Búið í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Konunni var gefið að sök að slá hina konuna í andlitið með krepptum hnefa, rífa í hár hennar, og slá hana í bakið. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka á höfði og á hálsi. Konan sem varð fyrri árásinni hélt á syni sínum á meðan hún átti sér stað. Ekki kemur fram í dómnum hversu gamall sonurinn var. Sú ákærða þótti með háttsemi sinni beita syninum ógnunum og sýna honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Jafnframt var konan ákærð fyrir hótanir í garð móðurinnar, sonarins og annars einstaklings. Þær áttu sér stað á sama tíma og árásin, en henni var gefið að sök að hóta þeim lífláti og draga fingur sína þvert yfir háls sinn. Ummæli hennar og háttsemi þóttu til þess fallin að vekja ótta hjá fólkinu um líf, heilbrigði og velferð sína. Konan játaði skýlaust sök, og þótti dómnum ekki ástæða til að draga hana í efa. Brot hennar þóttu því sönnuð með hliðsjón af játningunni og öðrum gögnum málsins. Konan hafði ekki hlotið dóm áður. Líkt og áður segir var hún dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er henni gert að greiða hinni konunni 250 þúsund krónur í miskabætur, en hún hafði krafist einnar milljónar króna. Dómsmál Kringlan Reykjavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Atvik málsins áttu sér stað í apríl 2022 fyrir framan verslun Byggt og Búið í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Konunni var gefið að sök að slá hina konuna í andlitið með krepptum hnefa, rífa í hár hennar, og slá hana í bakið. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn áverka á höfði og á hálsi. Konan sem varð fyrri árásinni hélt á syni sínum á meðan hún átti sér stað. Ekki kemur fram í dómnum hversu gamall sonurinn var. Sú ákærða þótti með háttsemi sinni beita syninum ógnunum og sýna honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Jafnframt var konan ákærð fyrir hótanir í garð móðurinnar, sonarins og annars einstaklings. Þær áttu sér stað á sama tíma og árásin, en henni var gefið að sök að hóta þeim lífláti og draga fingur sína þvert yfir háls sinn. Ummæli hennar og háttsemi þóttu til þess fallin að vekja ótta hjá fólkinu um líf, heilbrigði og velferð sína. Konan játaði skýlaust sök, og þótti dómnum ekki ástæða til að draga hana í efa. Brot hennar þóttu því sönnuð með hliðsjón af játningunni og öðrum gögnum málsins. Konan hafði ekki hlotið dóm áður. Líkt og áður segir var hún dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Þá er henni gert að greiða hinni konunni 250 þúsund krónur í miskabætur, en hún hafði krafist einnar milljónar króna.
Dómsmál Kringlan Reykjavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira