Katrín með forskot á Baldur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2024 16:36 Sjö efstu frambjóðendurnir samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Vísir/Hjalti Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og forsætisráðherra er með 33 prósent fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og mótframbjóðandi mælist með 27 prósenta fylgi. Þetta kemur fram í glænýrri könnun um fylgi frambjóðenda í komandi forsetakosningum. Samkvæmt henni mælast Katrín og Baldur hæst: Katrín með 32,9% fylgi, Baldur með 26,7% fylgi. Þar á eftir kemur Jón Gnarr með 19,6% og Halla Tómasdóttir þar á eftir með 7,3%. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, mælist þá með 5,7% fylgi, Arnar Þór Jónsson lögmaður með 3,2% og Steinunn Ólína með 1,9%. Aðrir frambjóðendur ná ekki eins prósenta fylgi. Í þeim hópi er Ástþór Magnússon með 0,6%, Sigríður Hrund Pétursdóttir með 0,5%, Helga Þórisdóttir með 0,4%, Guðmundur Felix Grétarsson með 0,2%. Þetta er nokkur viðsnúningur frá skoðanakönnun sem gerð var 3. apríl síðastliðin af Prósent fyrir stuðningsfólk Baldurs. Þá mældist Baldur með 27% atkvæða og Katrín með 17%. Það ber þó að taka inn í myndina að Katrín var ekki búin að tilkynna framboð sitt á þeim tíma. Könnun Maskínu svöruðu 819 og fór hún fram dagana 5. til 8. apríl. Halla Hrund Logadóttir tilkynnti framboð sitt í gær, þegar langt var liðið á könnunina. Tæpur helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks kysi Katrínu Fram kemur í könnuninni að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er Katrín langvinsælust frambjóðenda. Af þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn myndu 44,2% kjósa Katrínu. 14,8% þeirra kysu Baldur, 19,9% Jón Gnarr, 7,2% Höllu Tómasdóttur og 2,8% Höllu Hrund. Katrín er jafnframt vinsælust frambjóðenda meðal kjósenda Framsóknar. Þar myndi 42,1% kjósa Katrínu, 10,4% Baldur, 11,9% Jón, 12% Höllu Tómasdóttur, og 19,4% Höllu Hrund. Katrín ber höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur meðal kjósenda sinna í VG. Þar mælist hún með 93,1% fylgi. Baldur mælist meðal þeirra með 5,1% og afgangur atkvæða skiptist milli annarra frambjóðenda. Af kjósendum Flokks fólksins myndu 16,5% kjósa Katrínu, 29% kjósa Baldur, 10,2% myndu kjósa Jón, 17,4% myndu kjósa Höllu Tómasdóttur og 5,7% Höllu Hrund. Miðflokksmenn eru einnig hrifnastir af Katrínu, sem fengi 30,9% atkvæða þeirra. Þar á eftir mælist Jón Gnarr með 28%, Baldur með 16,6%, Halla Tómasdóttir með 9,1% og Halla Hrund 3,9%. Katrín og Baldur skipta milli sín atkvæðum Jafnaðarmanna, Katrín með 34,1% og Baldur með 34,9. Jón mælist þar með 15,8%, Halla Tómasdóttir með 4,5% og Halla Hrund 5,1%. Kjósendur Sósíalista eru hrifnastir af Baldri. 40,1% þeirra myndi kjósa hann, 17,2% myndu kjósa Jón og 9,5% Höllu Tómasdóttur. Þá er Katrín langsamlega vinsælust meðal kjósenda Viðreisnar. 39,5% þeirra myndu kjósa hana, 23% Baldur, 21% Jón, 11,7% Höllu Tómasdóttur og 3,1% Höllu Hrund. Kjósendur Pírata eru langsamlegast hrifnir af Baldri, 42,2% þeirra myndu kjósa hann. Þar á eftir kemur Jón með 35,4% og svo Katrín með 12,2%. Höllu Hrund myndu 5,1% kjósenda Pírata kjósa. Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 „Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Þetta kemur fram í glænýrri könnun um fylgi frambjóðenda í komandi forsetakosningum. Samkvæmt henni mælast Katrín og Baldur hæst: Katrín með 32,9% fylgi, Baldur með 26,7% fylgi. Þar á eftir kemur Jón Gnarr með 19,6% og Halla Tómasdóttir þar á eftir með 7,3%. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, mælist þá með 5,7% fylgi, Arnar Þór Jónsson lögmaður með 3,2% og Steinunn Ólína með 1,9%. Aðrir frambjóðendur ná ekki eins prósenta fylgi. Í þeim hópi er Ástþór Magnússon með 0,6%, Sigríður Hrund Pétursdóttir með 0,5%, Helga Þórisdóttir með 0,4%, Guðmundur Felix Grétarsson með 0,2%. Þetta er nokkur viðsnúningur frá skoðanakönnun sem gerð var 3. apríl síðastliðin af Prósent fyrir stuðningsfólk Baldurs. Þá mældist Baldur með 27% atkvæða og Katrín með 17%. Það ber þó að taka inn í myndina að Katrín var ekki búin að tilkynna framboð sitt á þeim tíma. Könnun Maskínu svöruðu 819 og fór hún fram dagana 5. til 8. apríl. Halla Hrund Logadóttir tilkynnti framboð sitt í gær, þegar langt var liðið á könnunina. Tæpur helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks kysi Katrínu Fram kemur í könnuninni að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er Katrín langvinsælust frambjóðenda. Af þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn myndu 44,2% kjósa Katrínu. 14,8% þeirra kysu Baldur, 19,9% Jón Gnarr, 7,2% Höllu Tómasdóttur og 2,8% Höllu Hrund. Katrín er jafnframt vinsælust frambjóðenda meðal kjósenda Framsóknar. Þar myndi 42,1% kjósa Katrínu, 10,4% Baldur, 11,9% Jón, 12% Höllu Tómasdóttur, og 19,4% Höllu Hrund. Katrín ber höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur meðal kjósenda sinna í VG. Þar mælist hún með 93,1% fylgi. Baldur mælist meðal þeirra með 5,1% og afgangur atkvæða skiptist milli annarra frambjóðenda. Af kjósendum Flokks fólksins myndu 16,5% kjósa Katrínu, 29% kjósa Baldur, 10,2% myndu kjósa Jón, 17,4% myndu kjósa Höllu Tómasdóttur og 5,7% Höllu Hrund. Miðflokksmenn eru einnig hrifnastir af Katrínu, sem fengi 30,9% atkvæða þeirra. Þar á eftir mælist Jón Gnarr með 28%, Baldur með 16,6%, Halla Tómasdóttir með 9,1% og Halla Hrund 3,9%. Katrín og Baldur skipta milli sín atkvæðum Jafnaðarmanna, Katrín með 34,1% og Baldur með 34,9. Jón mælist þar með 15,8%, Halla Tómasdóttir með 4,5% og Halla Hrund 5,1%. Kjósendur Sósíalista eru hrifnastir af Baldri. 40,1% þeirra myndi kjósa hann, 17,2% myndu kjósa Jón og 9,5% Höllu Tómasdóttur. Þá er Katrín langsamlega vinsælust meðal kjósenda Viðreisnar. 39,5% þeirra myndu kjósa hana, 23% Baldur, 21% Jón, 11,7% Höllu Tómasdóttur og 3,1% Höllu Hrund. Kjósendur Pírata eru langsamlegast hrifnir af Baldri, 42,2% þeirra myndu kjósa hann. Þar á eftir kemur Jón með 35,4% og svo Katrín með 12,2%. Höllu Hrund myndu 5,1% kjósenda Pírata kjósa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 „Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02
„Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. 8. apríl 2024 13:47
Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08