„Óneitanlega óvenjulegt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. apríl 2024 15:30 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir ekkert athugavert vera við ákvörðun Katrínar. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands. Hann segist hafa skilið formennina þannig að ríkur vilji sé til þess að á næstu dögum liggi fyrir niðurstaða varðandi framhald lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur sitjandi forsætisráðherra. Beiðni hennar var samþykkt en henni falið að sitja í embættinu þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Klippa: Ávarp Guðna „Við skulum bara sjá til. Landið hefur forsætisráðherra og forsætisráðherra situr þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Þannig við tökum þetta bara einn dag í einu,“ segir Guðni spurður hversu langan tíma hann gefi stjórnarliðum til að komast að niðurstöðu þangað til að hann grípur í taumana. „Það fer allt eftir efnum og aðstæðum og óneitanlega er það óvenjulegt í þetta sinn að forsætisráðherra hefur ákveðið að vera í framboði í forsetakjöri sem er framundan. Þá þarf að taka tillit til þess,“ bætir hann við. Ekkert athugavert við stöðuna Spurður hvort honum þyki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra skuli hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta segir hann ekki svo vera. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau,“ segir Guðni og bætir við að honum þyki ekkert athugavert við stöðuna sem uppi er komin. Þeir þrír flokkar sem hafa meirihluta á Alþingi hafi lýst því yfir að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfinu áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. „Og þeir hafa að sjálfsögðu svigrúm til þess. Þá liggur fyrir hverjar lyktir þeirra viðræðna verða, senn.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Vaktin: Katrín situr áfram í bili Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Hann segist hafa skilið formennina þannig að ríkur vilji sé til þess að á næstu dögum liggi fyrir niðurstaða varðandi framhald lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur sitjandi forsætisráðherra. Beiðni hennar var samþykkt en henni falið að sitja í embættinu þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Klippa: Ávarp Guðna „Við skulum bara sjá til. Landið hefur forsætisráðherra og forsætisráðherra situr þar til nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður. Þannig við tökum þetta bara einn dag í einu,“ segir Guðni spurður hversu langan tíma hann gefi stjórnarliðum til að komast að niðurstöðu þangað til að hann grípur í taumana. „Það fer allt eftir efnum og aðstæðum og óneitanlega er það óvenjulegt í þetta sinn að forsætisráðherra hefur ákveðið að vera í framboði í forsetakjöri sem er framundan. Þá þarf að taka tillit til þess,“ bætir hann við. Ekkert athugavert við stöðuna Spurður hvort honum þyki óheppilegt að sitjandi forsætisráðherra skuli hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta segir hann ekki svo vera. „Ef það þætti afskaplega óheppilegt þá væru settar einhverjar skorður af því tagi í okkar stjórnskipun. Það eru ákveðin ákvæði um kjörgengi og við getum unað þokkalega við þau,“ segir Guðni og bætir við að honum þyki ekkert athugavert við stöðuna sem uppi er komin. Þeir þrír flokkar sem hafa meirihluta á Alþingi hafi lýst því yfir að þeir hyggist halda stjórnarsamstarfinu áfram undir forystu nýs forsætisráðherra. „Og þeir hafa að sjálfsögðu svigrúm til þess. Þá liggur fyrir hverjar lyktir þeirra viðræðna verða, senn.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54 Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Vaktin: Katrín situr áfram í bili Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. 7. apríl 2024 14:54
Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10
Vaktin: Katrín situr áfram í bili Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með forseta Íslands og baðst lausnar. Hún mun sitja áfram í starfsstjórn. 7. apríl 2024 09:37