„Aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks“ Árni Sæberg skrifar 6. apríl 2024 13:23 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins. Vísir/Einar Fyrstu gestirnir í þrjár vikur dýfðu tánum í Bláa lónið klukkan tólf á hádegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu fagnar opnuninni og segir fyllsta öryggis gætt. Bláa lónið var rýmt þann 16. mars síðastliðinn þegar eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni og hefur verið lokað síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, fagnar því að geta opnað lónið. „Tilfinningin er góð, að geta opnað og tekið á móti ferðamönnum.“ Ákvörðun tekin í góðu samráði við yfirvöld Í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í gær sagði að það væri enn mat hans að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Það hafi verið ákvörðun Bláa lónsins, í samráði við Lögreglustjóra, að opna á ný. „Við höfum farið vel yfir áhættumatið sem hefur verið útbúið og farið yfir þær öryggisráðstafanir og viðbragðsáætlanir sem liggja til grundvallar. Við höfum unnið þetta vel með utanaðkomandi sérfræðingum og hann eins og aðrir að fullu upplýstir um það hvernig við höfum undirbúið opnunina og veitt leyfi til þess. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en góðu samráði og góðu samtali og góðum skilningi líka fyrir mikilvægi þess að geta haldið starfseminni opinni,“ segir Helga. Fara hægt og rólega af stað Helga segist gera ráð fyrir því að opnunin fari rólega af stað, enda hafi verið lokað í heilar þrjár vikur. Gestum fari vonandi fjölgandi eftir því sem líður á vorið. „Það er okkar markmið að lifa með jarðhræringunum í okkar nærumhverfi. Það kallar á það að við þurfum að geta aðlagað starfsemina og opnunartíma eftir gas- og vindaspám á hverjum degi. Þannig að við erum auðvitað að vinna að og rýna það gríðarlega vel á hverjum degi. Markmiðið okkar er að sjálfsögðu að það verði aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks.“ Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Bláa lónið var rýmt þann 16. mars síðastliðinn þegar eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni og hefur verið lokað síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, fagnar því að geta opnað lónið. „Tilfinningin er góð, að geta opnað og tekið á móti ferðamönnum.“ Ákvörðun tekin í góðu samráði við yfirvöld Í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í gær sagði að það væri enn mat hans að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Það hafi verið ákvörðun Bláa lónsins, í samráði við Lögreglustjóra, að opna á ný. „Við höfum farið vel yfir áhættumatið sem hefur verið útbúið og farið yfir þær öryggisráðstafanir og viðbragðsáætlanir sem liggja til grundvallar. Við höfum unnið þetta vel með utanaðkomandi sérfræðingum og hann eins og aðrir að fullu upplýstir um það hvernig við höfum undirbúið opnunina og veitt leyfi til þess. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en góðu samráði og góðu samtali og góðum skilningi líka fyrir mikilvægi þess að geta haldið starfseminni opinni,“ segir Helga. Fara hægt og rólega af stað Helga segist gera ráð fyrir því að opnunin fari rólega af stað, enda hafi verið lokað í heilar þrjár vikur. Gestum fari vonandi fjölgandi eftir því sem líður á vorið. „Það er okkar markmið að lifa með jarðhræringunum í okkar nærumhverfi. Það kallar á það að við þurfum að geta aðlagað starfsemina og opnunartíma eftir gas- og vindaspám á hverjum degi. Þannig að við erum auðvitað að vinna að og rýna það gríðarlega vel á hverjum degi. Markmiðið okkar er að sjálfsögðu að það verði aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks.“
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira