„Aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks“ Árni Sæberg skrifar 6. apríl 2024 13:23 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins. Vísir/Einar Fyrstu gestirnir í þrjár vikur dýfðu tánum í Bláa lónið klukkan tólf á hádegi. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu fagnar opnuninni og segir fyllsta öryggis gætt. Bláa lónið var rýmt þann 16. mars síðastliðinn þegar eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni og hefur verið lokað síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, fagnar því að geta opnað lónið. „Tilfinningin er góð, að geta opnað og tekið á móti ferðamönnum.“ Ákvörðun tekin í góðu samráði við yfirvöld Í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í gær sagði að það væri enn mat hans að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Það hafi verið ákvörðun Bláa lónsins, í samráði við Lögreglustjóra, að opna á ný. „Við höfum farið vel yfir áhættumatið sem hefur verið útbúið og farið yfir þær öryggisráðstafanir og viðbragðsáætlanir sem liggja til grundvallar. Við höfum unnið þetta vel með utanaðkomandi sérfræðingum og hann eins og aðrir að fullu upplýstir um það hvernig við höfum undirbúið opnunina og veitt leyfi til þess. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en góðu samráði og góðu samtali og góðum skilningi líka fyrir mikilvægi þess að geta haldið starfseminni opinni,“ segir Helga. Fara hægt og rólega af stað Helga segist gera ráð fyrir því að opnunin fari rólega af stað, enda hafi verið lokað í heilar þrjár vikur. Gestum fari vonandi fjölgandi eftir því sem líður á vorið. „Það er okkar markmið að lifa með jarðhræringunum í okkar nærumhverfi. Það kallar á það að við þurfum að geta aðlagað starfsemina og opnunartíma eftir gas- og vindaspám á hverjum degi. Þannig að við erum auðvitað að vinna að og rýna það gríðarlega vel á hverjum degi. Markmiðið okkar er að sjálfsögðu að það verði aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks.“ Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Bláa lónið var rýmt þann 16. mars síðastliðinn þegar eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni og hefur verið lokað síðan. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, fagnar því að geta opnað lónið. „Tilfinningin er góð, að geta opnað og tekið á móti ferðamönnum.“ Ákvörðun tekin í góðu samráði við yfirvöld Í tilkynningu frá Úlfari Lúðvíkssyni, Lögreglustjóranum á Suðurnesjum í gær sagði að það væri enn mat hans að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Það hafi verið ákvörðun Bláa lónsins, í samráði við Lögreglustjóra, að opna á ný. „Við höfum farið vel yfir áhættumatið sem hefur verið útbúið og farið yfir þær öryggisráðstafanir og viðbragðsáætlanir sem liggja til grundvallar. Við höfum unnið þetta vel með utanaðkomandi sérfræðingum og hann eins og aðrir að fullu upplýstir um það hvernig við höfum undirbúið opnunina og veitt leyfi til þess. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en góðu samráði og góðu samtali og góðum skilningi líka fyrir mikilvægi þess að geta haldið starfseminni opinni,“ segir Helga. Fara hægt og rólega af stað Helga segist gera ráð fyrir því að opnunin fari rólega af stað, enda hafi verið lokað í heilar þrjár vikur. Gestum fari vonandi fjölgandi eftir því sem líður á vorið. „Það er okkar markmið að lifa með jarðhræringunum í okkar nærumhverfi. Það kallar á það að við þurfum að geta aðlagað starfsemina og opnunartíma eftir gas- og vindaspám á hverjum degi. Þannig að við erum auðvitað að vinna að og rýna það gríðarlega vel á hverjum degi. Markmiðið okkar er að sjálfsögðu að það verði aldrei teflt í tvísýnu með öryggi gesta eða starfsfólks.“
Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent