Innlent

Jakob Frí­mann tekur ekki forsetaslaginn

Árni Sæberg skrifar
Jakob Frímann er ekki á leið af þingi.
Jakob Frímann er ekki á leið af þingi. Vísir/Vilhelm

Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólksins, mun ekki gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Hann kveðst styðja Katrínu Jakobsdóttur heilshugar í hennar framboði. 

Jakob Frímann greindi frá þessari ákvörðun sinni í samtali við Morgunblaðið, í kjölfar tilkynningar Katrínar um framboð. Í síðustu viku greindi hann frá því að hann væri kominn undir feld eftir að hafa fengið hvatningu víða að.

Í frétt Morgunblaðsins segir að Jakob Frímann færi öllum þeim sem hafa hvatt hann og stutt alúðarþakkir. Hann fagni framboði Katrínar, sem væri afar hæfur leiðtogi.


Tengdar fréttir

Katrín gefur kost á sér

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×