Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 18:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir eftirsjá af Katrínu Jakobsdóttur sem öflugum stjórnmálaleiðtoga. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. Katrín, sem hefur leitt ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjö ár, greindi frá ákvörðun sinni í dag. Hún ætlar að biðjast lausnar sem forsætisráðherra á sunnudag og segja af sér þingmennsku á mánudag. Þó að lengi hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar liggur ekkert fyrir um hver afdrif ríkisstjórnarinnar verða. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að þó að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi vissulega talað saman undanfarna daga hafi ekki verið hægt að byrja að ræða framhaldið formlega fyrr en ákvörðun Katrínar lá fyrir. „Þegar forsætisráðherra hverfur úr embætti og óskar eftir lausn síns ráðuneytis kallar það á einhverjar breytingar. Það þarf að búa til nýtt ráðuneyti og í raun og veru nýja ríkisstjórn,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Kallar á samtal flokkanna þriggja Spurður út í möguleikann á þingkosningum sagði Sigurður Ingi það valkost sem ætti ekki að gleyma. Hann hafi sjálfur talað fryir því að það væri mögulega einfaldasti kosturinn. „Ég útiloka aldrei neitt,“ sagði hann. Þó sagði hann eðlilegast að núverandi ríkisstjórnarflokkar ræddu fyrst saman. Tíminn væri naumur því æskilegt væri að ein ríkisstjórn tæki strax við af annarri. „Það kallar auðvitað bara á samtal við nýja forystu VG og milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og þeirra forystu,“ sagði formaður Framsóknarflokksins sem gaf ekkert upp um hvort hann gerði kröfu um að verða forsætisráðherra í áframhaldandi samstarfi flokkanna þriggja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Katrín, sem hefur leitt ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjö ár, greindi frá ákvörðun sinni í dag. Hún ætlar að biðjast lausnar sem forsætisráðherra á sunnudag og segja af sér þingmennsku á mánudag. Þó að lengi hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar liggur ekkert fyrir um hver afdrif ríkisstjórnarinnar verða. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að þó að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi vissulega talað saman undanfarna daga hafi ekki verið hægt að byrja að ræða framhaldið formlega fyrr en ákvörðun Katrínar lá fyrir. „Þegar forsætisráðherra hverfur úr embætti og óskar eftir lausn síns ráðuneytis kallar það á einhverjar breytingar. Það þarf að búa til nýtt ráðuneyti og í raun og veru nýja ríkisstjórn,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Kallar á samtal flokkanna þriggja Spurður út í möguleikann á þingkosningum sagði Sigurður Ingi það valkost sem ætti ekki að gleyma. Hann hafi sjálfur talað fryir því að það væri mögulega einfaldasti kosturinn. „Ég útiloka aldrei neitt,“ sagði hann. Þó sagði hann eðlilegast að núverandi ríkisstjórnarflokkar ræddu fyrst saman. Tíminn væri naumur því æskilegt væri að ein ríkisstjórn tæki strax við af annarri. „Það kallar auðvitað bara á samtal við nýja forystu VG og milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og þeirra forystu,“ sagði formaður Framsóknarflokksins sem gaf ekkert upp um hvort hann gerði kröfu um að verða forsætisráðherra í áframhaldandi samstarfi flokkanna þriggja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira