Landsmenn treysta fjármálaráðgjöf minnst allra Evrópuþjóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2024 20:01 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir hægt að snúa neikvæðu viðhorfi til fjármálastofnanna við með góðum starfsháttum. Vísir/Sigurjón Íslendingar bera minnst traust allra íbúa Evrópu til fjármálaráðgjafar fjármálastofnanna. Þá er helmingur allra landsmanna neikvæður gagnvart fjármálakerfinu. Bankastjóri Arion banka telur að fjármálahrunið hafi enn þá áhrif. Hægt sé að snúa þessu við með góðum starfsháttum. Í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kemur fram að sjötíu og fimm prósent landsmanna eru ekki of viss eða alls ekki viss um hvort þau treysta ráðgjöf frá eigin banka eða tryggingafélagi. Sambærilegt hlutfall hjá Evrópuþjóðum er um fjörutíu og fimm prósent. Flestir landsmenn treysta ekki fjárfestingarráðgjöf frá fjármálaraðgjafa í eigin banka en 75 prósent voru ekki of viss eða alls ekki viss um hana í nýrri könnun Gallup.Vísir/Hjalti Annar hver Íslendingur er neikvæður gagnvart fjármálafyrirtækjum. Þá eru fjórir af hverjum tíu hlutlausir í skoðun sinni og þrettán prósent eru jákvæð gagnvart því. Viðhorf landsmanna til eigin viðskiptabanka og tryggingafélags eru þó mun jákvæðari en um helmingur er þeirrar skoðunar. Þá eru Íslendingar mun iðnari við að færa viðskipti sín milli fjármálastofnanna en aðrar þjóðir. á fimm ára tímabili færði um helmingur aðspurðra viðskipti sín til annarra fjármálafyrirtækja. Hlutfallið var þrjátíu prósent hjá öðrum Evrópubúum. Fjármálahrunið hafi enn mikil áhrif Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka kynnti niðurstöðurnar á fjármálaráðstefnu SFF í bankanum. Hann telur að fjármálahrunið fyrir tæpum sextán árum hafi enn áhrif. „Því miður er viðhorf til almennings til fjármálakerfisins enn þá dálítið neikvætt. Við sjáum það í samanburðarkönnun sem við létum gera við önnur Evrópuríki að það eru löndin sem fóru verst út úr fjármálakreppunni 2008 sem eru enn þá að mælast með neikvæðasta viðhorfið,“ segir Benedikt. Aðrir þættir komi líka til. „Vaxtastigið er hærra hér en í nágrannaþjóðunum og fjármögnunarkjör Íslands erlendis eru hærri en hjá nágrannaþjóðunum og það hefur áhrif á þau kjör sem við getum boðið,“ segir hann. Benedikt telur einnig að fréttir eins og af síðasta hlutafjárútboði í Íslandsbanka þar sem í ljós komu margir vankantar og fregnir í kringum kaup Landsbankans á TM hafi líka áhrif á viðhorf landsmanna. „Allar neikvæðar fréttir í kringum fjármálafyrirtæki hafa truflandi áhrif,“ segir hann. Hann segir hægt að snúa þessu við. „Við gerum það góðum starfsháttum, með upplýsingum og fræðslu,“ segir Benedikt. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kemur fram að sjötíu og fimm prósent landsmanna eru ekki of viss eða alls ekki viss um hvort þau treysta ráðgjöf frá eigin banka eða tryggingafélagi. Sambærilegt hlutfall hjá Evrópuþjóðum er um fjörutíu og fimm prósent. Flestir landsmenn treysta ekki fjárfestingarráðgjöf frá fjármálaraðgjafa í eigin banka en 75 prósent voru ekki of viss eða alls ekki viss um hana í nýrri könnun Gallup.Vísir/Hjalti Annar hver Íslendingur er neikvæður gagnvart fjármálafyrirtækjum. Þá eru fjórir af hverjum tíu hlutlausir í skoðun sinni og þrettán prósent eru jákvæð gagnvart því. Viðhorf landsmanna til eigin viðskiptabanka og tryggingafélags eru þó mun jákvæðari en um helmingur er þeirrar skoðunar. Þá eru Íslendingar mun iðnari við að færa viðskipti sín milli fjármálastofnanna en aðrar þjóðir. á fimm ára tímabili færði um helmingur aðspurðra viðskipti sín til annarra fjármálafyrirtækja. Hlutfallið var þrjátíu prósent hjá öðrum Evrópubúum. Fjármálahrunið hafi enn mikil áhrif Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka kynnti niðurstöðurnar á fjármálaráðstefnu SFF í bankanum. Hann telur að fjármálahrunið fyrir tæpum sextán árum hafi enn áhrif. „Því miður er viðhorf til almennings til fjármálakerfisins enn þá dálítið neikvætt. Við sjáum það í samanburðarkönnun sem við létum gera við önnur Evrópuríki að það eru löndin sem fóru verst út úr fjármálakreppunni 2008 sem eru enn þá að mælast með neikvæðasta viðhorfið,“ segir Benedikt. Aðrir þættir komi líka til. „Vaxtastigið er hærra hér en í nágrannaþjóðunum og fjármögnunarkjör Íslands erlendis eru hærri en hjá nágrannaþjóðunum og það hefur áhrif á þau kjör sem við getum boðið,“ segir hann. Benedikt telur einnig að fréttir eins og af síðasta hlutafjárútboði í Íslandsbanka þar sem í ljós komu margir vankantar og fregnir í kringum kaup Landsbankans á TM hafi líka áhrif á viðhorf landsmanna. „Allar neikvæðar fréttir í kringum fjármálafyrirtæki hafa truflandi áhrif,“ segir hann. Hann segir hægt að snúa þessu við. „Við gerum það góðum starfsháttum, með upplýsingum og fræðslu,“ segir Benedikt.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira