Segir mögulegt framboð Katrínar jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2024 12:57 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á von á að ríkisstjórnin haldi áfram þrátt fyrir að forsætisráðherra færi í framboð. Stöð 2/Arnar Þingmaður Pírata segir það jafngilda vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina ef forsætisráðherra ákveður að fara í forsetaframboð. Hún segir það sýna mikið dómgreindarleysi að íhuga framboð sem forsætisráðherra og að ríkisstjórnin sé búin að gera skrípaleik úr því að stjórna landinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og að hún myndi tilkynna um ákvörðun sína á allra næstu dögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir þetta grafa undan trausti almennings á stjórnmálum. „Af hverju er Katrín að bjóða sig fram til forseta? Finnst henni ekki nóg af vera forsætisráðherra? Ég átta mig ekki á því að sitjandi forsætisráðherra getur ákveðið að það sé góð hugmynd að biðjast lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Þetta er auðvitað bara vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórnina og mér finnst þetta bara mjög óábyrg og ábyrgðarlaus ákvörðun hjá henni ef hún tekur hana. Og líka bara það að hún sé að íhuga þetta, mér finnst þetta sýna mikið dómgreindarleysi og mikinn skort á að skynja sína stöðu og sína ábyrgð.“ Þegar Þórhildur var beðin um að leggja mat á framhaldið sagðist hún telja að ríkisstjórnin muni halda því stjórnarflokkarnir óttist að fara í kosningar. Hún telur líklegast að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra ef Katrín fer í framboð. „Hann hefur nú gert þetta áður, stokkið inn í lifandi lík af ríkisstjórn. Til þess að halda henni gangandi aðeins lengur til þess að það sé hægt að lappa upp á traustið og fenna yfir hneyksli áður en boðað er til kosninga. Ætli það verði ekki eitthvað svipað upp á teningnum núna. Þau geta náttúrulega stjórnskipulega haldið þessu áfram en mér fyndist alveg ótrúlega skrítið að sitjandi forsætisráðherra færi í forsetaframboð og nái kjöri, segjum að hún geri það og sitji svo á ríkisráðsfundum með fyrrum kollegum sínum úr ríkisstjórninni en þetta er bara Ísland í dag og þetta hefur þessi ríkisstjórn gert. Hún hefur gert einhvern skrípaleik úr því að stjórna landinu og þetta er alveg grátlegt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún íhugaði alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og að hún myndi tilkynna um ákvörðun sína á allra næstu dögum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir þetta grafa undan trausti almennings á stjórnmálum. „Af hverju er Katrín að bjóða sig fram til forseta? Finnst henni ekki nóg af vera forsætisráðherra? Ég átta mig ekki á því að sitjandi forsætisráðherra getur ákveðið að það sé góð hugmynd að biðjast lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Þetta er auðvitað bara vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórnina og mér finnst þetta bara mjög óábyrg og ábyrgðarlaus ákvörðun hjá henni ef hún tekur hana. Og líka bara það að hún sé að íhuga þetta, mér finnst þetta sýna mikið dómgreindarleysi og mikinn skort á að skynja sína stöðu og sína ábyrgð.“ Þegar Þórhildur var beðin um að leggja mat á framhaldið sagðist hún telja að ríkisstjórnin muni halda því stjórnarflokkarnir óttist að fara í kosningar. Hún telur líklegast að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verði næsti forsætisráðherra ef Katrín fer í framboð. „Hann hefur nú gert þetta áður, stokkið inn í lifandi lík af ríkisstjórn. Til þess að halda henni gangandi aðeins lengur til þess að það sé hægt að lappa upp á traustið og fenna yfir hneyksli áður en boðað er til kosninga. Ætli það verði ekki eitthvað svipað upp á teningnum núna. Þau geta náttúrulega stjórnskipulega haldið þessu áfram en mér fyndist alveg ótrúlega skrítið að sitjandi forsætisráðherra færi í forsetaframboð og nái kjöri, segjum að hún geri það og sitji svo á ríkisráðsfundum með fyrrum kollegum sínum úr ríkisstjórninni en þetta er bara Ísland í dag og þetta hefur þessi ríkisstjórn gert. Hún hefur gert einhvern skrípaleik úr því að stjórna landinu og þetta er alveg grátlegt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Píratar Alþingi Tengdar fréttir Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18 Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Segir enga stjórnarkreppu í spilunum vegna framboðs Katrínar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gefur lítið fyrir orð Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda með að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni leiða til stjórnarkreppu eða vanhæfis. 4. apríl 2024 12:18
Segir „leik“ Katrínar stærsta aprílgabb sem til er Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer hörðum orðum um vinnubrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna mögulegs forsetaframboðs í Facebook færslu í dag. 3. apríl 2024 19:58
Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32