Mætum á Austurvöll á morgun Sigmar Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 07:31 Það er góðra gjalda vert að heilbrigðisráðherra hafi skipað tvo starfshópa til að bregðast við fíknivandanum. Annar hópurinn á fjalla um skaðaminnkun og skila af sér fljótlega. Hinn hópurinn á að uppfæra stefnu stjórnvalda í málaflokknum en stefnan sem var í gildi rann út árið 2020. Sú vinna á að skila sér í haust. Mjög gott og þarft. Mér finnst hins vegar brýnt að benda á að þrátt fyrir að beðið sé eftir niðurstöðum liggur alveg fyrir að sumt getum við gert strax. Við gætum stofnað tíu starfshópa til viðbótar og þeir myndu allir komast að þeirri niðurstöðu að það sé algerlega ótækt að þau meðferðarrými sem við eigum í dag séu ekki keyrð á fullum afköstum. Þannig er staðan núna. Sjúkrahúsið Vogur er ekki að nýta öll rýmin sem þar eru. Og það stefnir líka í að meðferðarstöðin Vík þurfi að loka í sumar. Þetta er vegna fjárskorts eins og vel þekkt er. Starfshópur sem skilar af sér í haust mun ekki leysa þetta og á meðan þjáist veikt fólk og sumir deyja. Svo einfalt og sorglegt er það. Þótt ótal margt hafi breyst til batnaðar gagnvart viðhorfi almennings og stjórnmálanna gagnvart þessum sjúkdómi er enn óskaplega langt í land. Aukin skilningur, velvilji og fögur fyrirheit duga skammt ef fjármagni er skammtað úr hnefa og úrræðin of fá og einhæf. Þessu þurfum við að breyta og það er sameiginlegt verkefni fjölskyldna, atvinnulífs, sveitarfélaga og ríkisins. Sameiginlegt verkefni okkar allra. Og við verðum að skilja að þótt markmiðið sé að bjarga mannslífum og veita fólki sjálfsagða heilbrigðisþjónustu, að fjármagni sem varið er þetta risavaxna verkefni mun skila sér til baka og rúmlega það. Afleidd áhrif af sjúkdómnum á samfélagið allt eru nefnilega svo mikil að kostnaður hríslast um öll kerfin okkar og alla anga samfélagsins. Það er svo dýrt að gera of lítið. Nýstofnuð samtök aðstandenda og fíknisjúkra hafa látið til sín taka á síðustu mánuðum. Þar er farvegur fyrir baráttu sem vonandi skilar sér í raunverulegum umbótum. Síðdegis á morgun verður þess krafist á Austurvelli, fyrir tilstuðlan samtakanna, að ríkisstjórnin hlusti á neyðaróp þeirra sem eiga um sárt að binda vegna sjúkdómsins. Þess er krafist að SÁÁ, Hlaðgerðarkot, Krýsuvík og Frú Ragnheiður fái það fjármagn sem til þarf í rekstur þeirra. Einnig að samið verði við SÁÁ þannig að viðhaldsmeðferð vegna ópíóðafíkn verði að fullu greidd af ríkinu. Þá er þess krafist að Foreldrahús geti haldið sínum rekstri áfram en það er eina opna úrræðið fyrir foreldra með börn í fíknivanda. Ég vona að við sjáum okkur sem flest fært að mæta á Austurvöll á morgun klukkan 16. Málefnið þolir enga bið því fólk deyr á biðlistum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Viðreisn Alþingi Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er góðra gjalda vert að heilbrigðisráðherra hafi skipað tvo starfshópa til að bregðast við fíknivandanum. Annar hópurinn á fjalla um skaðaminnkun og skila af sér fljótlega. Hinn hópurinn á að uppfæra stefnu stjórnvalda í málaflokknum en stefnan sem var í gildi rann út árið 2020. Sú vinna á að skila sér í haust. Mjög gott og þarft. Mér finnst hins vegar brýnt að benda á að þrátt fyrir að beðið sé eftir niðurstöðum liggur alveg fyrir að sumt getum við gert strax. Við gætum stofnað tíu starfshópa til viðbótar og þeir myndu allir komast að þeirri niðurstöðu að það sé algerlega ótækt að þau meðferðarrými sem við eigum í dag séu ekki keyrð á fullum afköstum. Þannig er staðan núna. Sjúkrahúsið Vogur er ekki að nýta öll rýmin sem þar eru. Og það stefnir líka í að meðferðarstöðin Vík þurfi að loka í sumar. Þetta er vegna fjárskorts eins og vel þekkt er. Starfshópur sem skilar af sér í haust mun ekki leysa þetta og á meðan þjáist veikt fólk og sumir deyja. Svo einfalt og sorglegt er það. Þótt ótal margt hafi breyst til batnaðar gagnvart viðhorfi almennings og stjórnmálanna gagnvart þessum sjúkdómi er enn óskaplega langt í land. Aukin skilningur, velvilji og fögur fyrirheit duga skammt ef fjármagni er skammtað úr hnefa og úrræðin of fá og einhæf. Þessu þurfum við að breyta og það er sameiginlegt verkefni fjölskyldna, atvinnulífs, sveitarfélaga og ríkisins. Sameiginlegt verkefni okkar allra. Og við verðum að skilja að þótt markmiðið sé að bjarga mannslífum og veita fólki sjálfsagða heilbrigðisþjónustu, að fjármagni sem varið er þetta risavaxna verkefni mun skila sér til baka og rúmlega það. Afleidd áhrif af sjúkdómnum á samfélagið allt eru nefnilega svo mikil að kostnaður hríslast um öll kerfin okkar og alla anga samfélagsins. Það er svo dýrt að gera of lítið. Nýstofnuð samtök aðstandenda og fíknisjúkra hafa látið til sín taka á síðustu mánuðum. Þar er farvegur fyrir baráttu sem vonandi skilar sér í raunverulegum umbótum. Síðdegis á morgun verður þess krafist á Austurvelli, fyrir tilstuðlan samtakanna, að ríkisstjórnin hlusti á neyðaróp þeirra sem eiga um sárt að binda vegna sjúkdómsins. Þess er krafist að SÁÁ, Hlaðgerðarkot, Krýsuvík og Frú Ragnheiður fái það fjármagn sem til þarf í rekstur þeirra. Einnig að samið verði við SÁÁ þannig að viðhaldsmeðferð vegna ópíóðafíkn verði að fullu greidd af ríkinu. Þá er þess krafist að Foreldrahús geti haldið sínum rekstri áfram en það er eina opna úrræðið fyrir foreldra með börn í fíknivanda. Ég vona að við sjáum okkur sem flest fært að mæta á Austurvöll á morgun klukkan 16. Málefnið þolir enga bið því fólk deyr á biðlistum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun