Umfang mannréttindabrota í Haítí sagt fordæmalaust Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 16:58 Til átaka kom milli lögregluþjóna og meðlima glæpagengja við forsetahöll Haítí í vikunni. AP/Odelyn Joseph Tugir þúsunda hafa flúið ofbeldið og átökin Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á undanförnum vikum. Glæpagengi stjórna stórum hlutum borgarinnar og hafa glæpamenn rænt, skemmt og brennt fyrirtæki, apótek og skóla. Glæpamenn réðust einnig nýverið á tvö stærstu fangelsi landsins og slepptu flestum föngunum út. Þá réðust glæpamenn á forsetahöll Haítí á mánudaginn en lögregluþjónum tókst að stöðva þá. Ekki tókst hins vegar að stöðva glæpamenn sem settust að í sjúkrahúsi nærri forsetahöllinni en samkvæmt frétt BBC nota þeir sjúkrahúsið nú sem bækistöðvar sínar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að á milli 8. og 27. mars hafi rúmlega 53 þúsund af um þremur milljónum Port-au-Prince flúið borgina. Varað er við því að landsbyggð Haítí hefur varla burði til að meðhöndla umfangsmikinn fólksflótta frá borginni. Flestir sem hafa flúið Port-au-Prince hafa farið til suðurhluta landsins, þar sem fólk er enn að reyna að endurbyggja eftir kröftugan jarðskjálfta sem lék ríkið grátt árið 2021, samkvæmt frétt Reuters. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að umfang mannréttindabrota í Haítí væri fordæmalaust í nútímasögu ríkisins. Mannrán og morð væru tíð og kynferðislegt ofbeldi umfangsmikið. Þá hafa átökin komið í veg fyrir að hægt sé að flytja nauðsynjar til íbúa höfuðborgarinnar. Mikil óreiða Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, hefur sinnt embætti forseta síðan þá. Glæpagengi í landinu, sem eru gífurlega valdamikil og stjórna í raun mest allri höfuðborg Haítí, hafa reynt að myrða hann á undanförnum árum. Henry hefur ekki viljað halda kosningar, sem hafa ekki verið haldnar á Haítí í nærri því áratug. Hann hafði samið við stjórnarandstæðinga um að stíga til hliðar þann 7. febrúar og halda kosningar en hefur ekki staðið við það. Henry fór nýverið til Kenía í leit að alþjóðlegri aðstoð vegna öryggisástandsins í Haítí og þá tóku leiðtogar glæpagengja höndum saman gegn yfirvöldum, með því markmiði að koma Henry frá völdum. Hann samþykkti nýverið að stíga til hliðar og var stjórnarráð myndað í síðustu viku. Það hefur enn ekki gripið til neinna aðgerða. Haítí Tengdar fréttir Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34 „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Glæpamenn réðust einnig nýverið á tvö stærstu fangelsi landsins og slepptu flestum föngunum út. Þá réðust glæpamenn á forsetahöll Haítí á mánudaginn en lögregluþjónum tókst að stöðva þá. Ekki tókst hins vegar að stöðva glæpamenn sem settust að í sjúkrahúsi nærri forsetahöllinni en samkvæmt frétt BBC nota þeir sjúkrahúsið nú sem bækistöðvar sínar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að á milli 8. og 27. mars hafi rúmlega 53 þúsund af um þremur milljónum Port-au-Prince flúið borgina. Varað er við því að landsbyggð Haítí hefur varla burði til að meðhöndla umfangsmikinn fólksflótta frá borginni. Flestir sem hafa flúið Port-au-Prince hafa farið til suðurhluta landsins, þar sem fólk er enn að reyna að endurbyggja eftir kröftugan jarðskjálfta sem lék ríkið grátt árið 2021, samkvæmt frétt Reuters. Volker Turk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við því í gær að umfang mannréttindabrota í Haítí væri fordæmalaust í nútímasögu ríkisins. Mannrán og morð væru tíð og kynferðislegt ofbeldi umfangsmikið. Þá hafa átökin komið í veg fyrir að hægt sé að flytja nauðsynjar til íbúa höfuðborgarinnar. Mikil óreiða Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Ariel Henry, síðasti forsætisráðherrann sem Moise skipaði, hefur sinnt embætti forseta síðan þá. Glæpagengi í landinu, sem eru gífurlega valdamikil og stjórna í raun mest allri höfuðborg Haítí, hafa reynt að myrða hann á undanförnum árum. Henry hefur ekki viljað halda kosningar, sem hafa ekki verið haldnar á Haítí í nærri því áratug. Hann hafði samið við stjórnarandstæðinga um að stíga til hliðar þann 7. febrúar og halda kosningar en hefur ekki staðið við það. Henry fór nýverið til Kenía í leit að alþjóðlegri aðstoð vegna öryggisástandsins í Haítí og þá tóku leiðtogar glæpagengja höndum saman gegn yfirvöldum, með því markmiði að koma Henry frá völdum. Hann samþykkti nýverið að stíga til hliðar og var stjórnarráð myndað í síðustu viku. Það hefur enn ekki gripið til neinna aðgerða.
Haítí Tengdar fréttir Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34 „Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45 Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Vargöld í Haítí Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið. 11. mars 2024 16:34
„Þeir eru að slátra fólki í fangaklefunum“ Kólumbískir málaliðar, sem handteknir voru í kjölfar morðs Jovenel Moise, fyrrverandi forseta Haítí, eru meðal þeirra örfáu sem flúðu ekki úr tveimur stærstu fangelsum landsins þegar ráðist var á þau á laugardagskvöld. Þeir kölluðu þess í stað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum. 4. mars 2024 14:45
Um 5.000 fangar taldir hafa sloppið í ofbeldisöldu á Haítí Stjórnvöld á Haítí hafa lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í kjölfar óeirða um helgina, þar sem meðal annars var ráðist inn í tvö fangelsi með þeim afleiðingum að þúsundir fanga sluppu. 4. mars 2024 07:51
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent