Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. apríl 2024 21:45 Starfsmennirnir sjö sátu í þremur bílum merktum samtökunum þegar árásin var gerð. AP Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. Starfsmennirnir sjö eru sagðir hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn er sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Teymið var á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í þremur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús þegar árásin var gerð. Í frétt BBC er fjallað nánar um starfsmennina sjö sem létu lífið í árásinni. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í ávarpi í dag að árásin hafi verið gerð fyrir mistök. Hann sagði málið til skoðunar hjá yfirvöldum og allt mögulegt yrði gert til að slíkt gerist ekki aftur. World Central Kitchen er meðal hjálparsamtaka sem hafa frestað aðgerðum á Gasa í kjölfar árásarinnar. Samtökin hafa gefið út að tryggja þurfi öryggi starfsfólksins til þess að hægt sé að fara með fleiri hjálpargögn til íbúa Gasa. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en tvö hundruð hjálparstarfsmenn látið lífið á svæðinu frá upphafi stríðs. Chris Skopec aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar heilsu hjá hjálparsamtökunum Project HOPE, sem rekur sjúkrahús á tveimur stöðum á Gasa og útvegar sjúkravörur, segir hryllilegt að vita af dauðsföllum saklausra borgara. „Ríkisstjórn Ísraels þarf að geta tryggt að hún flokki starfsfólk hjálparsamtaka sem lögmæta aðila á Gasa og að alþjóðalög verði virt. Við verðum að geta unnið þetta lífsnauðsynlega starf á öruggan hátt,“ sagði Skopec í dag. Samtökin Anera hafa séð íbúum Gasa fyrir að meðaltali 150 þúsund máltíðum á dag frá því að stríðið hófst. Steve Fake upplýsingafulltrúi Anera segir samtökin neyðast til þess að taka það fordæmalausa skref að hætta allri mannúðaraðstoð á Gasa um hríð. Hvenær samtökin hefja neyðaraðstoð að nýju segir Fake velta á öryggi starfsfólksins. Hjálparsamtökin The International Medical Corps, sem reka eitt stærsta sjúkrahúsið í Rafah hafa gefið út að verið sé að endurhugsa stefnu samtakanna. Til stóð að samtökin myndu byggja annað sjúkrahús í Deir al-Balah en þau áform séu nú til endurskoðunar. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálparstarf Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira
Starfsmennirnir sjö eru sagðir hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn er sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Teymið var á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í þremur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús þegar árásin var gerð. Í frétt BBC er fjallað nánar um starfsmennina sjö sem létu lífið í árásinni. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í ávarpi í dag að árásin hafi verið gerð fyrir mistök. Hann sagði málið til skoðunar hjá yfirvöldum og allt mögulegt yrði gert til að slíkt gerist ekki aftur. World Central Kitchen er meðal hjálparsamtaka sem hafa frestað aðgerðum á Gasa í kjölfar árásarinnar. Samtökin hafa gefið út að tryggja þurfi öryggi starfsfólksins til þess að hægt sé að fara með fleiri hjálpargögn til íbúa Gasa. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en tvö hundruð hjálparstarfsmenn látið lífið á svæðinu frá upphafi stríðs. Chris Skopec aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar heilsu hjá hjálparsamtökunum Project HOPE, sem rekur sjúkrahús á tveimur stöðum á Gasa og útvegar sjúkravörur, segir hryllilegt að vita af dauðsföllum saklausra borgara. „Ríkisstjórn Ísraels þarf að geta tryggt að hún flokki starfsfólk hjálparsamtaka sem lögmæta aðila á Gasa og að alþjóðalög verði virt. Við verðum að geta unnið þetta lífsnauðsynlega starf á öruggan hátt,“ sagði Skopec í dag. Samtökin Anera hafa séð íbúum Gasa fyrir að meðaltali 150 þúsund máltíðum á dag frá því að stríðið hófst. Steve Fake upplýsingafulltrúi Anera segir samtökin neyðast til þess að taka það fordæmalausa skref að hætta allri mannúðaraðstoð á Gasa um hríð. Hvenær samtökin hefja neyðaraðstoð að nýju segir Fake velta á öryggi starfsfólksins. Hjálparsamtökin The International Medical Corps, sem reka eitt stærsta sjúkrahúsið í Rafah hafa gefið út að verið sé að endurhugsa stefnu samtakanna. Til stóð að samtökin myndu byggja annað sjúkrahús í Deir al-Balah en þau áform séu nú til endurskoðunar.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálparstarf Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira