Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. apríl 2024 21:45 Starfsmennirnir sjö sátu í þremur bílum merktum samtökunum þegar árásin var gerð. AP Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. Starfsmennirnir sjö eru sagðir hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn er sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Teymið var á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í þremur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús þegar árásin var gerð. Í frétt BBC er fjallað nánar um starfsmennina sjö sem létu lífið í árásinni. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í ávarpi í dag að árásin hafi verið gerð fyrir mistök. Hann sagði málið til skoðunar hjá yfirvöldum og allt mögulegt yrði gert til að slíkt gerist ekki aftur. World Central Kitchen er meðal hjálparsamtaka sem hafa frestað aðgerðum á Gasa í kjölfar árásarinnar. Samtökin hafa gefið út að tryggja þurfi öryggi starfsfólksins til þess að hægt sé að fara með fleiri hjálpargögn til íbúa Gasa. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en tvö hundruð hjálparstarfsmenn látið lífið á svæðinu frá upphafi stríðs. Chris Skopec aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar heilsu hjá hjálparsamtökunum Project HOPE, sem rekur sjúkrahús á tveimur stöðum á Gasa og útvegar sjúkravörur, segir hryllilegt að vita af dauðsföllum saklausra borgara. „Ríkisstjórn Ísraels þarf að geta tryggt að hún flokki starfsfólk hjálparsamtaka sem lögmæta aðila á Gasa og að alþjóðalög verði virt. Við verðum að geta unnið þetta lífsnauðsynlega starf á öruggan hátt,“ sagði Skopec í dag. Samtökin Anera hafa séð íbúum Gasa fyrir að meðaltali 150 þúsund máltíðum á dag frá því að stríðið hófst. Steve Fake upplýsingafulltrúi Anera segir samtökin neyðast til þess að taka það fordæmalausa skref að hætta allri mannúðaraðstoð á Gasa um hríð. Hvenær samtökin hefja neyðaraðstoð að nýju segir Fake velta á öryggi starfsfólksins. Hjálparsamtökin The International Medical Corps, sem reka eitt stærsta sjúkrahúsið í Rafah hafa gefið út að verið sé að endurhugsa stefnu samtakanna. Til stóð að samtökin myndu byggja annað sjúkrahús í Deir al-Balah en þau áform séu nú til endurskoðunar. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálparstarf Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Starfsmennirnir sjö eru sagðir hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn er sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Teymið var á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í þremur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús þegar árásin var gerð. Í frétt BBC er fjallað nánar um starfsmennina sjö sem létu lífið í árásinni. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í ávarpi í dag að árásin hafi verið gerð fyrir mistök. Hann sagði málið til skoðunar hjá yfirvöldum og allt mögulegt yrði gert til að slíkt gerist ekki aftur. World Central Kitchen er meðal hjálparsamtaka sem hafa frestað aðgerðum á Gasa í kjölfar árásarinnar. Samtökin hafa gefið út að tryggja þurfi öryggi starfsfólksins til þess að hægt sé að fara með fleiri hjálpargögn til íbúa Gasa. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en tvö hundruð hjálparstarfsmenn látið lífið á svæðinu frá upphafi stríðs. Chris Skopec aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar heilsu hjá hjálparsamtökunum Project HOPE, sem rekur sjúkrahús á tveimur stöðum á Gasa og útvegar sjúkravörur, segir hryllilegt að vita af dauðsföllum saklausra borgara. „Ríkisstjórn Ísraels þarf að geta tryggt að hún flokki starfsfólk hjálparsamtaka sem lögmæta aðila á Gasa og að alþjóðalög verði virt. Við verðum að geta unnið þetta lífsnauðsynlega starf á öruggan hátt,“ sagði Skopec í dag. Samtökin Anera hafa séð íbúum Gasa fyrir að meðaltali 150 þúsund máltíðum á dag frá því að stríðið hófst. Steve Fake upplýsingafulltrúi Anera segir samtökin neyðast til þess að taka það fordæmalausa skref að hætta allri mannúðaraðstoð á Gasa um hríð. Hvenær samtökin hefja neyðaraðstoð að nýju segir Fake velta á öryggi starfsfólksins. Hjálparsamtökin The International Medical Corps, sem reka eitt stærsta sjúkrahúsið í Rafah hafa gefið út að verið sé að endurhugsa stefnu samtakanna. Til stóð að samtökin myndu byggja annað sjúkrahús í Deir al-Balah en þau áform séu nú til endurskoðunar.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálparstarf Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira