Jón Gnarr ætlar á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 2. apríl 2024 20:02 Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Skjáskot/Jón Gnarr Jón Gnarr ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnir hann í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum í kvöld. „Nú hef ég aftur velt þessu vandlega fyrir mér. Kynnt mér starfið í þaula, rætt við leika og lærða, fyrrverandi forseta, vini og fjölskyldu. Og auðvitað sér í lagi eiginkonu mína Jógu. Ég hef komist að niðurstöðu og hef ákveðið að bregðast við því ákalli og hvatningu sem ég hef fengið, og gefa kost á mér til embættis forseta Íslands í komandi kosningum,“ segir Jón í myndbandinu. „Ég vona auðvitað að ég hljóti umboð þjóðarinnar og held auðvitað að ég sé rétti maðurinn í starfið og verði góður og farsæll forseti. Ég hef margt fram að færa sem ég veit að skiptir máli. Sameiningartákn lýðveldisins er forsetinn. Hann þarf að þekkja íslenska þjóðarsál og getað sameinað þjóðina.“ Hann segist ætla að taka því af mikilli alvöru verði hann kosinn forseti lýðveldisins. Hann segir að íslenska þjóðin verði efst í huga sínum nái hann kjöri, þó hann vilji einnig eiga í góðu sambandi við stjórnvöld. Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Í lok janúar sagðist hann ekki útiloka neitt varðandi mögulegt framboð, um miðjan febrúar sagðist hann íhuga það að fara fram af alvöru, og í lok mars sagði hann meiri líkur enn meiri á að hann tæki skrefið. Það var síðan um helgina að hann greindi frá því að hann myndi tilkynna um ákvörðun sína í dag. Jón Gnarr er grínisti, leikari og rithöfundur. Þó verður ekki um að ræða fyrsta skiptið þar sem hann stígur á hinn pólitíska völl. Líkt og alþjóð veit stofnaði hann Besta flokkinn árið 2009, sem bauð sig fram í borgarstjórnarkosningum ári síðar. Besti flokkurinn vann kosningasigur, varð stærsti flokkurinn og Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn og Jón Gnarr sátu einungis í eitt kjörtímabil og gáfu ekki aftur kost á sér í kosningunum 2014. Í nýju framboðsmyndbandi sínu segir Jón að sem borgarstjóri hafi hann stutt og vakið athygli á mannréttinda- og friðarbaráttu. Hann segist ætla að halda því áfram nái hann kjöri. Árið 2016 var Jón orðaður við forsetaframboð, en hann gaf ekki kost á þér þá, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði tilkynnt um að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. „Ég er gríðarlega upp með mér og snortinn og finnst vænt um að fólk vilji að ég bjóði mig fram. Nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til forseta að svo stöddu en ég gæti hugsað mér að gera það síðar,“ sagði hann í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir rúmum átta árum síðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
„Nú hef ég aftur velt þessu vandlega fyrir mér. Kynnt mér starfið í þaula, rætt við leika og lærða, fyrrverandi forseta, vini og fjölskyldu. Og auðvitað sér í lagi eiginkonu mína Jógu. Ég hef komist að niðurstöðu og hef ákveðið að bregðast við því ákalli og hvatningu sem ég hef fengið, og gefa kost á mér til embættis forseta Íslands í komandi kosningum,“ segir Jón í myndbandinu. „Ég vona auðvitað að ég hljóti umboð þjóðarinnar og held auðvitað að ég sé rétti maðurinn í starfið og verði góður og farsæll forseti. Ég hef margt fram að færa sem ég veit að skiptir máli. Sameiningartákn lýðveldisins er forsetinn. Hann þarf að þekkja íslenska þjóðarsál og getað sameinað þjóðina.“ Hann segist ætla að taka því af mikilli alvöru verði hann kosinn forseti lýðveldisins. Hann segir að íslenska þjóðin verði efst í huga sínum nái hann kjöri, þó hann vilji einnig eiga í góðu sambandi við stjórnvöld. Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Í lok janúar sagðist hann ekki útiloka neitt varðandi mögulegt framboð, um miðjan febrúar sagðist hann íhuga það að fara fram af alvöru, og í lok mars sagði hann meiri líkur enn meiri á að hann tæki skrefið. Það var síðan um helgina að hann greindi frá því að hann myndi tilkynna um ákvörðun sína í dag. Jón Gnarr er grínisti, leikari og rithöfundur. Þó verður ekki um að ræða fyrsta skiptið þar sem hann stígur á hinn pólitíska völl. Líkt og alþjóð veit stofnaði hann Besta flokkinn árið 2009, sem bauð sig fram í borgarstjórnarkosningum ári síðar. Besti flokkurinn vann kosningasigur, varð stærsti flokkurinn og Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn og Jón Gnarr sátu einungis í eitt kjörtímabil og gáfu ekki aftur kost á sér í kosningunum 2014. Í nýju framboðsmyndbandi sínu segir Jón að sem borgarstjóri hafi hann stutt og vakið athygli á mannréttinda- og friðarbaráttu. Hann segist ætla að halda því áfram nái hann kjöri. Árið 2016 var Jón orðaður við forsetaframboð, en hann gaf ekki kost á þér þá, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði tilkynnt um að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. „Ég er gríðarlega upp með mér og snortinn og finnst vænt um að fólk vilji að ég bjóði mig fram. Nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til forseta að svo stöddu en ég gæti hugsað mér að gera það síðar,“ sagði hann í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir rúmum átta árum síðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum