Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. apríl 2024 16:53 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á bágt með að sjá fyrir sér ríkisstjórnina í núverandi mynd fari það svo að forsætisráðherra bjóði sig fram. Vísir/Egill Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. Vilhjálmur sagði þetta í viðtali í Reykjavík síðdegis en á morgun mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins funda vegna mögulegs framboðs forsætisráðherra. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vilhjálmur mun mæta á fundinn á morgun. „Við ákváðum að hafa þennan fund til að taka þessa umræðu en hún hefur ekki farið fram hjá neinum þannig að ég held það sé bara ágætt hjá okkur að hittast og fara yfir stöðuna.“ Vilhjálmur var spurður hvað honum þætti um mögulegt framboð forsætisráðherra. „Ég hef nú alltaf verið skýr með það og sagt það áður opinberlega að ég sé ekki hvernig Vinstri grænir geta starfað áfram í ríkisstjórninni sé límið úr þeirra hópi farið annað,“ svaraði Vilhjálmur. Hann segist ekki heldur vilja boða til kosninga ef Katrín fer í framboð. „Nei, ég sé enga ástæðu til að fara í kosningar núna út af því að eins og ég sagði áðan, við erum komin vel á veg með það að koma fram með fjármálaáætlun til að fylgja eftir kjarasamningum. Við erum búin að undirbúa vel útlendingamálin og orkumálin og komin vel á veg þannig að það má engan tíma missa í því þannig að við þurfum að nýta það sem eftir er kjörtímabilsins til að klára þessi mál.“ Kristófer Helgason í Reykjavík síðdegis spurði hann hreint út: En Vilhjálmur, þú ert með öðrum orðum að segja að ef Katrín býður sig fram að þá sé lífi ríkisstjórnarinnar lokið? „Ja, ég á bara… það þarf einhvern veginn að segja mér það að það gæti gengið þar sem hún er þessi öflugi leiðtogi í sínum hópi að þá væri það erfitt. Ég hef aldrei farið í felur með það,“ svaraði Vilhjálmur. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12 Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Vilhjálmur sagði þetta í viðtali í Reykjavík síðdegis en á morgun mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins funda vegna mögulegs framboðs forsætisráðherra. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vilhjálmur mun mæta á fundinn á morgun. „Við ákváðum að hafa þennan fund til að taka þessa umræðu en hún hefur ekki farið fram hjá neinum þannig að ég held það sé bara ágætt hjá okkur að hittast og fara yfir stöðuna.“ Vilhjálmur var spurður hvað honum þætti um mögulegt framboð forsætisráðherra. „Ég hef nú alltaf verið skýr með það og sagt það áður opinberlega að ég sé ekki hvernig Vinstri grænir geta starfað áfram í ríkisstjórninni sé límið úr þeirra hópi farið annað,“ svaraði Vilhjálmur. Hann segist ekki heldur vilja boða til kosninga ef Katrín fer í framboð. „Nei, ég sé enga ástæðu til að fara í kosningar núna út af því að eins og ég sagði áðan, við erum komin vel á veg með það að koma fram með fjármálaáætlun til að fylgja eftir kjarasamningum. Við erum búin að undirbúa vel útlendingamálin og orkumálin og komin vel á veg þannig að það má engan tíma missa í því þannig að við þurfum að nýta það sem eftir er kjörtímabilsins til að klára þessi mál.“ Kristófer Helgason í Reykjavík síðdegis spurði hann hreint út: En Vilhjálmur, þú ert með öðrum orðum að segja að ef Katrín býður sig fram að þá sé lífi ríkisstjórnarinnar lokið? „Ja, ég á bara… það þarf einhvern veginn að segja mér það að það gæti gengið þar sem hún er þessi öflugi leiðtogi í sínum hópi að þá væri það erfitt. Ég hef aldrei farið í felur með það,“ svaraði Vilhjálmur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12 Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12
Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10
Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47