Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. apríl 2024 16:53 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á bágt með að sjá fyrir sér ríkisstjórnina í núverandi mynd fari það svo að forsætisráðherra bjóði sig fram. Vísir/Egill Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. Vilhjálmur sagði þetta í viðtali í Reykjavík síðdegis en á morgun mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins funda vegna mögulegs framboðs forsætisráðherra. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vilhjálmur mun mæta á fundinn á morgun. „Við ákváðum að hafa þennan fund til að taka þessa umræðu en hún hefur ekki farið fram hjá neinum þannig að ég held það sé bara ágætt hjá okkur að hittast og fara yfir stöðuna.“ Vilhjálmur var spurður hvað honum þætti um mögulegt framboð forsætisráðherra. „Ég hef nú alltaf verið skýr með það og sagt það áður opinberlega að ég sé ekki hvernig Vinstri grænir geta starfað áfram í ríkisstjórninni sé límið úr þeirra hópi farið annað,“ svaraði Vilhjálmur. Hann segist ekki heldur vilja boða til kosninga ef Katrín fer í framboð. „Nei, ég sé enga ástæðu til að fara í kosningar núna út af því að eins og ég sagði áðan, við erum komin vel á veg með það að koma fram með fjármálaáætlun til að fylgja eftir kjarasamningum. Við erum búin að undirbúa vel útlendingamálin og orkumálin og komin vel á veg þannig að það má engan tíma missa í því þannig að við þurfum að nýta það sem eftir er kjörtímabilsins til að klára þessi mál.“ Kristófer Helgason í Reykjavík síðdegis spurði hann hreint út: En Vilhjálmur, þú ert með öðrum orðum að segja að ef Katrín býður sig fram að þá sé lífi ríkisstjórnarinnar lokið? „Ja, ég á bara… það þarf einhvern veginn að segja mér það að það gæti gengið þar sem hún er þessi öflugi leiðtogi í sínum hópi að þá væri það erfitt. Ég hef aldrei farið í felur með það,“ svaraði Vilhjálmur. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12 Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Vilhjálmur sagði þetta í viðtali í Reykjavík síðdegis en á morgun mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins funda vegna mögulegs framboðs forsætisráðherra. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Vilhjálmur mun mæta á fundinn á morgun. „Við ákváðum að hafa þennan fund til að taka þessa umræðu en hún hefur ekki farið fram hjá neinum þannig að ég held það sé bara ágætt hjá okkur að hittast og fara yfir stöðuna.“ Vilhjálmur var spurður hvað honum þætti um mögulegt framboð forsætisráðherra. „Ég hef nú alltaf verið skýr með það og sagt það áður opinberlega að ég sé ekki hvernig Vinstri grænir geta starfað áfram í ríkisstjórninni sé límið úr þeirra hópi farið annað,“ svaraði Vilhjálmur. Hann segist ekki heldur vilja boða til kosninga ef Katrín fer í framboð. „Nei, ég sé enga ástæðu til að fara í kosningar núna út af því að eins og ég sagði áðan, við erum komin vel á veg með það að koma fram með fjármálaáætlun til að fylgja eftir kjarasamningum. Við erum búin að undirbúa vel útlendingamálin og orkumálin og komin vel á veg þannig að það má engan tíma missa í því þannig að við þurfum að nýta það sem eftir er kjörtímabilsins til að klára þessi mál.“ Kristófer Helgason í Reykjavík síðdegis spurði hann hreint út: En Vilhjálmur, þú ert með öðrum orðum að segja að ef Katrín býður sig fram að þá sé lífi ríkisstjórnarinnar lokið? „Ja, ég á bara… það þarf einhvern veginn að segja mér það að það gæti gengið þar sem hún er þessi öflugi leiðtogi í sínum hópi að þá væri það erfitt. Ég hef aldrei farið í felur með það,“ svaraði Vilhjálmur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Vinstri græn Alþingi Tengdar fréttir Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12 Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10 Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir mikilvægt að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta, óháð því hvort Katrín Jakobsdóttir fari í forsetaframboð eða ekki. 2. apríl 2024 15:12
Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2. apríl 2024 14:10
Hugsanleg framboðslén stofnuð Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. 1. apríl 2024 08:47