Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2024 12:01 Fátt bendir til þess núna að eldgosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. Rúmar tvær vikur er nú síðan að eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells. Þetta er fjórða eldgosið á jafnmörgum mánuðum og það er þegar orðið mun langlífara en hin þrjú. „Við erum ekki að sjá að það sé að draga úr gosinu neitt að sjáanlegu leyti. Það slokknaði í þriðja og langminnsta gígnum yfir helgina en virknin er áfram mjög stöðug í hinum tveimur gígunum. Þar er aðalgígur og svo einn auka. Óróinn er líka bara mjög stöðugur og hraunflæðið líka. Þannig í rauninni erum við ekki að sjá neinn mælanlegan samdrátt í gosinu. Allavega ekki sem stendur. Í rauninni ekkert sem gefur neitt til kynna um að gosið sé eitthvað á leiðinni að hætta,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þannig séu litlar breytingar á gosinu frá því fyrir helgi. „Eina breytingin er að það voru þrír gígar í gangi fyrir helgi. Það er að segja tveir aðalgígar og einn með svona lítilli framleiðslu og það slokknaði á þessum eina litla yfir helgina en það er enn þá stöðug virkni í hinum tveimur.“ Hún segir að íbúa á Reykjanesi mögulega koma til með að finna fyrir gosmengun frá gosstöðvunum í dag og á morgun. „Gasmenungarspáin okkar gerir ráð fyrir því að núna liggur gasið aðallega fyrir Grindavík og til vesturs en svo þegar dregur að kvöldi þá getur gasið farið að berast yfir Hafnir og svo á morgun eða í fyrramáli og í nótt að það fari þá yfir Keflavík og kannski yfir Sandgerði en við fylgjumst bara vel með því og það eru alltaf gefnar út viðvaranir ef það er eitthvað sem mælist. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Rúmar tvær vikur er nú síðan að eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells. Þetta er fjórða eldgosið á jafnmörgum mánuðum og það er þegar orðið mun langlífara en hin þrjú. „Við erum ekki að sjá að það sé að draga úr gosinu neitt að sjáanlegu leyti. Það slokknaði í þriðja og langminnsta gígnum yfir helgina en virknin er áfram mjög stöðug í hinum tveimur gígunum. Þar er aðalgígur og svo einn auka. Óróinn er líka bara mjög stöðugur og hraunflæðið líka. Þannig í rauninni erum við ekki að sjá neinn mælanlegan samdrátt í gosinu. Allavega ekki sem stendur. Í rauninni ekkert sem gefur neitt til kynna um að gosið sé eitthvað á leiðinni að hætta,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þannig séu litlar breytingar á gosinu frá því fyrir helgi. „Eina breytingin er að það voru þrír gígar í gangi fyrir helgi. Það er að segja tveir aðalgígar og einn með svona lítilli framleiðslu og það slokknaði á þessum eina litla yfir helgina en það er enn þá stöðug virkni í hinum tveimur.“ Hún segir að íbúa á Reykjanesi mögulega koma til með að finna fyrir gosmengun frá gosstöðvunum í dag og á morgun. „Gasmenungarspáin okkar gerir ráð fyrir því að núna liggur gasið aðallega fyrir Grindavík og til vesturs en svo þegar dregur að kvöldi þá getur gasið farið að berast yfir Hafnir og svo á morgun eða í fyrramáli og í nótt að það fari þá yfir Keflavík og kannski yfir Sandgerði en við fylgjumst bara vel með því og það eru alltaf gefnar út viðvaranir ef það er eitthvað sem mælist.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47
Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?