Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar Þorsteinn Hjálmsson skrifar 2. apríl 2024 22:10 Aron Pálmarsson og félagar í FH eru deildarmeistarar. vísir/hulda margrét FH er deildarmeistari Olís-deildar karla árið 2024. Liðið sigraði Gróttu sannfærandi í kvöld, lokatölur 22-29. Á meðan tapaði Valur gegn KA á Akureyri og því ómögulegt fyrir Val að ná í skottið á FH-ingum í töflunni þegar aðeins ein umferð er eftir af deildinni. Heimamenn hófu leikinn afar illa og tókst ekki að skora fyrr enn á 5. mínútu leiksins. Á þeim tímapunkti höfðu FH-ingar skorað fyrstu fjögur mörk leiksins. Í stöðunni 1-6 á 8. mínútu leiksins tók Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, leikhlé. Í kjölfarið tókst liðinu að skora tvö mörk í röð. Á 18. mínútu leiksins var staðan orðin 4-10 fyrir FH og Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, í miklum ham en Daníel Freyr endaði með 16 varða bolta í fyrri hálfleik. Á þessum tímapunkti náði Grótta þó áhlaupi þar sem Einar Baldvin Baldvinsson ætlaði ekki að vera minni maður en kollegi sinn í FH-markinu. Einar Baldvin varði nokkur dauðafæri og heimamenn minnkuðu muninn niður í tvö mörk. FH náði þó að koma sér aftur í vænlega forystu fyrir hálfleiksflautið. Staðan í hálfleik 9-14 fyrir FH. Síðari hálfleikurinn spilaðist raun þannig að um formsatriði væri að ræða fyrir FH að klára leikinn með sigri. FH náði mest tíu marka forystu í seinni hálfleik, 14-24. Grótta reyndi þó ýmislegt til þess að koma sér inn í leikinn, meðal annars fór liðið í sjö á sex sóknarlega. Skilaði það þó takmörkuðum árangri fyrir niðurstöðu leiksins. Lokatölur, líkt og fyrr segir, 22-29. Af hverju vann FH? FH gaf tóninn í byrjun leiks og bjó sér til forystu í upphafi leiks sem var alltaf að fara vera erfitt fyrir Gróttu að ná. Rútínerað lið FH átti því ekki í teljandi vandræðum með að keyra í gegnum þennan leik þrátt fyrir ágætis kafla hér og þar hjá Gróttu. Hverjir stóðu upp úr? Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var besti maður vallarins en hann varði 21 skot í leiknum og endaði með 55 prósent markvörslu. Varði hann skot úr mörgum algjörum dauðafærum, þar á meðal einu víti, og virtust heimamenn orðnir örlítið skelkaðir að mæta Daníel Frey. Hjá Gróttu var einnig markvörður liðsins sem stóð upp úr. Einar Baldvin Baldvinsson varði 17 skot og endaði með 41 prósents markvörslu. Hvað gekk illa? Líkt og tölfræðin um markvörsluna í leiknum gefur upp þá var skotnýting beggja liða slök. Ásamt því að markverðirnir voru að verja vel þá var drjúgur hluti skotanna í leiknum sem hittu ekki á markið eða fóru í markrammann. Hvað gerist næst? Lokaumferð Olís-deildarinnar er fram undan. Fer umferðin fram í heild sinni á föstudaginn kemur. Grótta mun mæta botnliði Selfoss á Selfossi og FH mun fá KA í heimsókn. Ætluðum okkur klárlega að fara í úrslitakeppnina Róbert Gunnarsson ávallt líflegur.Vísir/Hulda Margrét „Eins fáránlegt og það hljómar þá fannst mér þetta einn af betri spiluðum leikjum hjá okkur sóknarlega. Mér fannst við vera að opna þá helling og mér fannst fínn taktur í þessu sóknarlega,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, eftir leik. „Við bara klúðrum rosalega mikið af dauðafærum, það er sem mér finnst og fannst í hálfleik líka. Svo vorum við bara komnir langt á eftir þeim og farnir að elta mikið. Mér fannst við alveg ná að skapa okkur helling af færum og mér finnst leikurinn alveg hafa mátt vera meira spennandi miðað við spilamennsku okkar.“ Grótta náði ágætis áhlaupi undir lok fyrri hálfleiksins en misstu FH fljótlega aftur töluvert frá sér. Róbert segir liðinu hafa vantað aga á þeim tímapunkti. „Það vantaði bara aga, skora úr dauðafærunum. Það er erfitt fyrir þjálfara að vera trylltur yfir því. Það vantar bara aðeins að vera rólegir og mjatla þetta inn, í staðinn fyrir að fara með inn í hálfleik mínus einn eða mínus tveir þá er þetta aftur orðið mínus fimm. Það er svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Grótta mun ekki komast í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið hefur endað í níunda sæti deildarinnar síðustu þrjú ár og möguleiki á að það verði enn og aftur niðurstaðan hjá Gróttu í ár. „Við ætluðum okkur klárlega að fara í úrslitakeppnina og mér finnst við alveg vera með lið í það. Að sama skapi þá erum við að byggja upp hérna, margir nýir í liðinu, framtíðin er bara björt. Þú átt bara það sæti skilið sem að þú endar í. Það er ekki við neinn annan að sakast nema sjálfan þig.“ Að lokum staðfesti Róbert Gunnarsson að hann verður áfram þjálfari Gróttu á næsta tímabili. Olís-deild karla Handbolti FH Grótta
FH er deildarmeistari Olís-deildar karla árið 2024. Liðið sigraði Gróttu sannfærandi í kvöld, lokatölur 22-29. Á meðan tapaði Valur gegn KA á Akureyri og því ómögulegt fyrir Val að ná í skottið á FH-ingum í töflunni þegar aðeins ein umferð er eftir af deildinni. Heimamenn hófu leikinn afar illa og tókst ekki að skora fyrr enn á 5. mínútu leiksins. Á þeim tímapunkti höfðu FH-ingar skorað fyrstu fjögur mörk leiksins. Í stöðunni 1-6 á 8. mínútu leiksins tók Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, leikhlé. Í kjölfarið tókst liðinu að skora tvö mörk í röð. Á 18. mínútu leiksins var staðan orðin 4-10 fyrir FH og Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, í miklum ham en Daníel Freyr endaði með 16 varða bolta í fyrri hálfleik. Á þessum tímapunkti náði Grótta þó áhlaupi þar sem Einar Baldvin Baldvinsson ætlaði ekki að vera minni maður en kollegi sinn í FH-markinu. Einar Baldvin varði nokkur dauðafæri og heimamenn minnkuðu muninn niður í tvö mörk. FH náði þó að koma sér aftur í vænlega forystu fyrir hálfleiksflautið. Staðan í hálfleik 9-14 fyrir FH. Síðari hálfleikurinn spilaðist raun þannig að um formsatriði væri að ræða fyrir FH að klára leikinn með sigri. FH náði mest tíu marka forystu í seinni hálfleik, 14-24. Grótta reyndi þó ýmislegt til þess að koma sér inn í leikinn, meðal annars fór liðið í sjö á sex sóknarlega. Skilaði það þó takmörkuðum árangri fyrir niðurstöðu leiksins. Lokatölur, líkt og fyrr segir, 22-29. Af hverju vann FH? FH gaf tóninn í byrjun leiks og bjó sér til forystu í upphafi leiks sem var alltaf að fara vera erfitt fyrir Gróttu að ná. Rútínerað lið FH átti því ekki í teljandi vandræðum með að keyra í gegnum þennan leik þrátt fyrir ágætis kafla hér og þar hjá Gróttu. Hverjir stóðu upp úr? Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, var besti maður vallarins en hann varði 21 skot í leiknum og endaði með 55 prósent markvörslu. Varði hann skot úr mörgum algjörum dauðafærum, þar á meðal einu víti, og virtust heimamenn orðnir örlítið skelkaðir að mæta Daníel Frey. Hjá Gróttu var einnig markvörður liðsins sem stóð upp úr. Einar Baldvin Baldvinsson varði 17 skot og endaði með 41 prósents markvörslu. Hvað gekk illa? Líkt og tölfræðin um markvörsluna í leiknum gefur upp þá var skotnýting beggja liða slök. Ásamt því að markverðirnir voru að verja vel þá var drjúgur hluti skotanna í leiknum sem hittu ekki á markið eða fóru í markrammann. Hvað gerist næst? Lokaumferð Olís-deildarinnar er fram undan. Fer umferðin fram í heild sinni á föstudaginn kemur. Grótta mun mæta botnliði Selfoss á Selfossi og FH mun fá KA í heimsókn. Ætluðum okkur klárlega að fara í úrslitakeppnina Róbert Gunnarsson ávallt líflegur.Vísir/Hulda Margrét „Eins fáránlegt og það hljómar þá fannst mér þetta einn af betri spiluðum leikjum hjá okkur sóknarlega. Mér fannst við vera að opna þá helling og mér fannst fínn taktur í þessu sóknarlega,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, eftir leik. „Við bara klúðrum rosalega mikið af dauðafærum, það er sem mér finnst og fannst í hálfleik líka. Svo vorum við bara komnir langt á eftir þeim og farnir að elta mikið. Mér fannst við alveg ná að skapa okkur helling af færum og mér finnst leikurinn alveg hafa mátt vera meira spennandi miðað við spilamennsku okkar.“ Grótta náði ágætis áhlaupi undir lok fyrri hálfleiksins en misstu FH fljótlega aftur töluvert frá sér. Róbert segir liðinu hafa vantað aga á þeim tímapunkti. „Það vantaði bara aga, skora úr dauðafærunum. Það er erfitt fyrir þjálfara að vera trylltur yfir því. Það vantar bara aðeins að vera rólegir og mjatla þetta inn, í staðinn fyrir að fara með inn í hálfleik mínus einn eða mínus tveir þá er þetta aftur orðið mínus fimm. Það er svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Grótta mun ekki komast í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið hefur endað í níunda sæti deildarinnar síðustu þrjú ár og möguleiki á að það verði enn og aftur niðurstaðan hjá Gróttu í ár. „Við ætluðum okkur klárlega að fara í úrslitakeppnina og mér finnst við alveg vera með lið í það. Að sama skapi þá erum við að byggja upp hérna, margir nýir í liðinu, framtíðin er bara björt. Þú átt bara það sæti skilið sem að þú endar í. Það er ekki við neinn annan að sakast nema sjálfan þig.“ Að lokum staðfesti Róbert Gunnarsson að hann verður áfram þjálfari Gróttu á næsta tímabili.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti