Hugsanleg framboðslén stofnuð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. apríl 2024 08:47 Lénin katrinjakobs.is og hallahrund.is hafa verið stofnuð en enginn veit hvort um framboðssíður sé að ræða eða ekki. Vísir/Samsett Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. Björg Sigurðardóttir birti skjáskot á miðilinn X sem sýndi að lénið hallahrund.is hafi verið stofnað af ónafngreindum aðila þann 28. mars síðastliðinn. Hún skrifaði við skjáskotið: „Hér er greinilega allt að gerast!“ Það var þá sem Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti miðlinum Karlmennskunni og er þjóðinni kunnur komst á snoðirnar um það að lénið katrinjakobs.is hafi einnig verið stofnað ekki nema tveimur dögum fyrr en aftur af ónafngreindum aðila. Hér er greinilega allt að gerast! pic.twitter.com/7fvmW5KhwU— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) March 31, 2024 Upplýsingar um skráð lén má sjá á síðu ISNIC sem er fyrirtækið sem sér um skráningu léna undir landsléninu „is.“ Þar sem nafn rétthafa kemur ekki fram á síðu ISNIC geta stofnendur síðanna verið hver sem er enn þó virðist tímasetningin núna um páskana benda til þess að um framboðssíður sé að ræða. Margir hafa spáð því að Katrín Jakobsdóttir muni tilkynna framboð til forseta og þykir líklegt að skyldi hún gera það gerði hún það eftir páska. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði til að mynda í síðustu viku í viðtali í Reykjavík síðdegis að hann teldi að Katrín byði sig fram á næstu dögum. Þá hafa einnig hátt í tvö þúsund og sexhundruð manns gengið í stuðningsmannahópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands.“ Hún sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hún hafi fengið „fullt af hvatningu.“ Hún sveigði sér fimlega undan því að svara því hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram en að lokum sagðist hún ætla austur á heimaslóðir og komast að niðurstöðu. Það liggur beinast við að það sé að minnsta kosti eitthvað sem hún er að gera upp við sig. Jón Gnarr, listamaður og fyrverandi borgarstjóri greindi einnig frá því í fyrradag að hann hyggist loks tilkynna hvort hann gefi kost á sér. Hann ætli að gera það með „stuttu myndbandi“ sem hann hafi útbúið og ætlar hann að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X annað kvöld. Fyrir rúmri viku sagði Jón meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í embættið. Láti þau öll þrjú slag standa bætast þau í stóran hóp frambjóðenda til kosninganna sem fara fram 1. júní. Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl þannig það styttist í að þjóðin fái heildarmynd af þeim valkostum sem sér standa til boða á kjörseðlum í sumar. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Björg Sigurðardóttir birti skjáskot á miðilinn X sem sýndi að lénið hallahrund.is hafi verið stofnað af ónafngreindum aðila þann 28. mars síðastliðinn. Hún skrifaði við skjáskotið: „Hér er greinilega allt að gerast!“ Það var þá sem Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti miðlinum Karlmennskunni og er þjóðinni kunnur komst á snoðirnar um það að lénið katrinjakobs.is hafi einnig verið stofnað ekki nema tveimur dögum fyrr en aftur af ónafngreindum aðila. Hér er greinilega allt að gerast! pic.twitter.com/7fvmW5KhwU— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) March 31, 2024 Upplýsingar um skráð lén má sjá á síðu ISNIC sem er fyrirtækið sem sér um skráningu léna undir landsléninu „is.“ Þar sem nafn rétthafa kemur ekki fram á síðu ISNIC geta stofnendur síðanna verið hver sem er enn þó virðist tímasetningin núna um páskana benda til þess að um framboðssíður sé að ræða. Margir hafa spáð því að Katrín Jakobsdóttir muni tilkynna framboð til forseta og þykir líklegt að skyldi hún gera það gerði hún það eftir páska. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði til að mynda í síðustu viku í viðtali í Reykjavík síðdegis að hann teldi að Katrín byði sig fram á næstu dögum. Þá hafa einnig hátt í tvö þúsund og sexhundruð manns gengið í stuðningsmannahópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands.“ Hún sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hún hafi fengið „fullt af hvatningu.“ Hún sveigði sér fimlega undan því að svara því hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram en að lokum sagðist hún ætla austur á heimaslóðir og komast að niðurstöðu. Það liggur beinast við að það sé að minnsta kosti eitthvað sem hún er að gera upp við sig. Jón Gnarr, listamaður og fyrverandi borgarstjóri greindi einnig frá því í fyrradag að hann hyggist loks tilkynna hvort hann gefi kost á sér. Hann ætli að gera það með „stuttu myndbandi“ sem hann hafi útbúið og ætlar hann að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X annað kvöld. Fyrir rúmri viku sagði Jón meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í embættið. Láti þau öll þrjú slag standa bætast þau í stóran hóp frambjóðenda til kosninganna sem fara fram 1. júní. Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl þannig það styttist í að þjóðin fái heildarmynd af þeim valkostum sem sér standa til boða á kjörseðlum í sumar. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent