Hugsanleg framboðslén stofnuð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. apríl 2024 08:47 Lénin katrinjakobs.is og hallahrund.is hafa verið stofnuð en enginn veit hvort um framboðssíður sé að ræða eða ekki. Vísir/Samsett Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. Björg Sigurðardóttir birti skjáskot á miðilinn X sem sýndi að lénið hallahrund.is hafi verið stofnað af ónafngreindum aðila þann 28. mars síðastliðinn. Hún skrifaði við skjáskotið: „Hér er greinilega allt að gerast!“ Það var þá sem Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti miðlinum Karlmennskunni og er þjóðinni kunnur komst á snoðirnar um það að lénið katrinjakobs.is hafi einnig verið stofnað ekki nema tveimur dögum fyrr en aftur af ónafngreindum aðila. Hér er greinilega allt að gerast! pic.twitter.com/7fvmW5KhwU— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) March 31, 2024 Upplýsingar um skráð lén má sjá á síðu ISNIC sem er fyrirtækið sem sér um skráningu léna undir landsléninu „is.“ Þar sem nafn rétthafa kemur ekki fram á síðu ISNIC geta stofnendur síðanna verið hver sem er enn þó virðist tímasetningin núna um páskana benda til þess að um framboðssíður sé að ræða. Margir hafa spáð því að Katrín Jakobsdóttir muni tilkynna framboð til forseta og þykir líklegt að skyldi hún gera það gerði hún það eftir páska. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði til að mynda í síðustu viku í viðtali í Reykjavík síðdegis að hann teldi að Katrín byði sig fram á næstu dögum. Þá hafa einnig hátt í tvö þúsund og sexhundruð manns gengið í stuðningsmannahópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands.“ Hún sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hún hafi fengið „fullt af hvatningu.“ Hún sveigði sér fimlega undan því að svara því hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram en að lokum sagðist hún ætla austur á heimaslóðir og komast að niðurstöðu. Það liggur beinast við að það sé að minnsta kosti eitthvað sem hún er að gera upp við sig. Jón Gnarr, listamaður og fyrverandi borgarstjóri greindi einnig frá því í fyrradag að hann hyggist loks tilkynna hvort hann gefi kost á sér. Hann ætli að gera það með „stuttu myndbandi“ sem hann hafi útbúið og ætlar hann að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X annað kvöld. Fyrir rúmri viku sagði Jón meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í embættið. Láti þau öll þrjú slag standa bætast þau í stóran hóp frambjóðenda til kosninganna sem fara fram 1. júní. Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl þannig það styttist í að þjóðin fái heildarmynd af þeim valkostum sem sér standa til boða á kjörseðlum í sumar. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Björg Sigurðardóttir birti skjáskot á miðilinn X sem sýndi að lénið hallahrund.is hafi verið stofnað af ónafngreindum aðila þann 28. mars síðastliðinn. Hún skrifaði við skjáskotið: „Hér er greinilega allt að gerast!“ Það var þá sem Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti miðlinum Karlmennskunni og er þjóðinni kunnur komst á snoðirnar um það að lénið katrinjakobs.is hafi einnig verið stofnað ekki nema tveimur dögum fyrr en aftur af ónafngreindum aðila. Hér er greinilega allt að gerast! pic.twitter.com/7fvmW5KhwU— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) March 31, 2024 Upplýsingar um skráð lén má sjá á síðu ISNIC sem er fyrirtækið sem sér um skráningu léna undir landsléninu „is.“ Þar sem nafn rétthafa kemur ekki fram á síðu ISNIC geta stofnendur síðanna verið hver sem er enn þó virðist tímasetningin núna um páskana benda til þess að um framboðssíður sé að ræða. Margir hafa spáð því að Katrín Jakobsdóttir muni tilkynna framboð til forseta og þykir líklegt að skyldi hún gera það gerði hún það eftir páska. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði til að mynda í síðustu viku í viðtali í Reykjavík síðdegis að hann teldi að Katrín byði sig fram á næstu dögum. Þá hafa einnig hátt í tvö þúsund og sexhundruð manns gengið í stuðningsmannahópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands.“ Hún sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hún hafi fengið „fullt af hvatningu.“ Hún sveigði sér fimlega undan því að svara því hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram en að lokum sagðist hún ætla austur á heimaslóðir og komast að niðurstöðu. Það liggur beinast við að það sé að minnsta kosti eitthvað sem hún er að gera upp við sig. Jón Gnarr, listamaður og fyrverandi borgarstjóri greindi einnig frá því í fyrradag að hann hyggist loks tilkynna hvort hann gefi kost á sér. Hann ætli að gera það með „stuttu myndbandi“ sem hann hafi útbúið og ætlar hann að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X annað kvöld. Fyrir rúmri viku sagði Jón meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í embættið. Láti þau öll þrjú slag standa bætast þau í stóran hóp frambjóðenda til kosninganna sem fara fram 1. júní. Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl þannig það styttist í að þjóðin fái heildarmynd af þeim valkostum sem sér standa til boða á kjörseðlum í sumar. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira